Sjúkrarúm frá Akureyri gengin í endurnýjun lífdaga í Síerra Leone Heimsljós 7. maí 2021 11:26 Aurora Foundation Aurora velgerðasjóður starfrækir þróunarsamvinnuverkefni í Sierra Leone og afhenti 43 sjúkrarúm til sjúkrahúsa í landinu. Aurora velgerðasjóður afhenti á dögunum 43 sjúkrarúm til sjúkrahúsa í Sierra Leone. Sjúkrahús Akureyrar gaf rúmin og Samskip lagði til flutninginn á þeim. Aurora velgerðasjóður hefur starfrækt þróunarsamvinnuverkefni í Sierra Leone undanfarin þrettán ár. Samhliða eigin verkefnum hefur sjóðurinn átt í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki sem hafa viljað styðja við samfélagsleg verkefni í landinu. Að sögn Regínu Bjarnadóttir framkvæmdastjóra Aurora fékk hún fyrirspurn frá Sjúkrahúsi Akureyrar undir lok árs 2019 þar sem stofnunin var að skipta út rúmlega 40 sjúkrarúmum. „Spurt var hvort hægt væri að koma þeim í góða notkun í Sierra Leone en tveimur árum áður hafði Aurora tekið við 20 rúmum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og í samstarfi við Samskip flutt þau til Sierra Leone og gefið á þrjá spítala,“ segir Regína. Hún kveðst því hafa leitað á ný eftir samstarfi við Samskip. „Snemma árs 2020 var 43 sjúkrarúmum komið fyrir í gám á Akureyri. Gámurinn náði þó ekki að fara frá Rotterdam eftir að COVID-19 braust út í heiminum. Sierra Leone lokaði landamærum sínum við upphaf faraldursins og opnaði þau ekki aftur fyrr en í ágúst. Þá var strax hafist handa við að skoða hentugan tíma fyrir flutning á rúmunum. Það var þó ekki fyrr en í febrúar 2021 sem gámurinn komst á leiðarenda. SAMSKIP flutti rúmin á sinn kostnað frá Akureyri til höfuðborgarinnar Freetown, en Aurora sá um að leysa gáminn úr tolli, greiða allan annan kostnað í kringum flutninginn, og dreifa þeim á sjúkrastofnanir í landinu.“ Aurora Foundation Að sögn Regínu fóru flest rúmin til Princess Christain Maternity Hospital (PCMH), sem er helsta fæðingarsjúkrahúsið í Sierra Leone, í austurhluta höfuðborgarinnar. Þá fóru fáein rúm einnig til Brama Community Hospital, en sú sjúkrastofnun er töluvert fyrir utan Freetown. „Aurora hefur unnið náið með samfélaginu í Brama Town, ekki síst vefurum þorpsins sem vinna með bambusþræði. Í þorpinu er einungis einn starfandi læknir og nokkrir hjúkrunarfræðingar. Áður hafði sjúkrahúsið engin rúm heldur voru þar einungis nokkrar dýnur og einfaldir beddar. Starfsfólkið var því afar þakklátt að fá nothæf sjúkrarúm til að sinna sjúklingum sínum í,“ segir Regína. Nokkur rúm fóru einnig til UBC Mattru Hospital í Mattru Jong í suðurhluta Sierra Leone og þjónar gríðarlega stóru svæði, að sögn Regínu. „Héraðið varð virkilega illa úti þegar borgarastríðið í landinu stóð sem hæst og sjúkrahúsið var þá jafnað við jörðu. Hafist var handa við endurbyggingu strax í kjölfar stríðsloka árið 2001. Inniviði í sjúkrahúsið vantar þó enn sárlega og braust því út mikill fögnuður þegar rúmin bárust. Að lokum fóru rúm einnig til Allen Town Community Hospital, sem er í austasta hluta Freetown. Þar er rekin mjög lítil sjúkrastofnun af samfélaginu, með nokkra hjúkrunarfræðinga. Læknar koma í heimsókn öðru hvoru. Þetta er þó helsta fæðingardeild svæðisins og eina stofnunin sem sinnir mæðravernd. Voru rúmin ákaflega kærkomin enda búnaður sjúkrastofnunarinnar ákaflega takmarkaður.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Síerra Leóne Þróunarsamvinna Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent
Aurora velgerðasjóður afhenti á dögunum 43 sjúkrarúm til sjúkrahúsa í Sierra Leone. Sjúkrahús Akureyrar gaf rúmin og Samskip lagði til flutninginn á þeim. Aurora velgerðasjóður hefur starfrækt þróunarsamvinnuverkefni í Sierra Leone undanfarin þrettán ár. Samhliða eigin verkefnum hefur sjóðurinn átt í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki sem hafa viljað styðja við samfélagsleg verkefni í landinu. Að sögn Regínu Bjarnadóttir framkvæmdastjóra Aurora fékk hún fyrirspurn frá Sjúkrahúsi Akureyrar undir lok árs 2019 þar sem stofnunin var að skipta út rúmlega 40 sjúkrarúmum. „Spurt var hvort hægt væri að koma þeim í góða notkun í Sierra Leone en tveimur árum áður hafði Aurora tekið við 20 rúmum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og í samstarfi við Samskip flutt þau til Sierra Leone og gefið á þrjá spítala,“ segir Regína. Hún kveðst því hafa leitað á ný eftir samstarfi við Samskip. „Snemma árs 2020 var 43 sjúkrarúmum komið fyrir í gám á Akureyri. Gámurinn náði þó ekki að fara frá Rotterdam eftir að COVID-19 braust út í heiminum. Sierra Leone lokaði landamærum sínum við upphaf faraldursins og opnaði þau ekki aftur fyrr en í ágúst. Þá var strax hafist handa við að skoða hentugan tíma fyrir flutning á rúmunum. Það var þó ekki fyrr en í febrúar 2021 sem gámurinn komst á leiðarenda. SAMSKIP flutti rúmin á sinn kostnað frá Akureyri til höfuðborgarinnar Freetown, en Aurora sá um að leysa gáminn úr tolli, greiða allan annan kostnað í kringum flutninginn, og dreifa þeim á sjúkrastofnanir í landinu.“ Aurora Foundation Að sögn Regínu fóru flest rúmin til Princess Christain Maternity Hospital (PCMH), sem er helsta fæðingarsjúkrahúsið í Sierra Leone, í austurhluta höfuðborgarinnar. Þá fóru fáein rúm einnig til Brama Community Hospital, en sú sjúkrastofnun er töluvert fyrir utan Freetown. „Aurora hefur unnið náið með samfélaginu í Brama Town, ekki síst vefurum þorpsins sem vinna með bambusþræði. Í þorpinu er einungis einn starfandi læknir og nokkrir hjúkrunarfræðingar. Áður hafði sjúkrahúsið engin rúm heldur voru þar einungis nokkrar dýnur og einfaldir beddar. Starfsfólkið var því afar þakklátt að fá nothæf sjúkrarúm til að sinna sjúklingum sínum í,“ segir Regína. Nokkur rúm fóru einnig til UBC Mattru Hospital í Mattru Jong í suðurhluta Sierra Leone og þjónar gríðarlega stóru svæði, að sögn Regínu. „Héraðið varð virkilega illa úti þegar borgarastríðið í landinu stóð sem hæst og sjúkrahúsið var þá jafnað við jörðu. Hafist var handa við endurbyggingu strax í kjölfar stríðsloka árið 2001. Inniviði í sjúkrahúsið vantar þó enn sárlega og braust því út mikill fögnuður þegar rúmin bárust. Að lokum fóru rúm einnig til Allen Town Community Hospital, sem er í austasta hluta Freetown. Þar er rekin mjög lítil sjúkrastofnun af samfélaginu, með nokkra hjúkrunarfræðinga. Læknar koma í heimsókn öðru hvoru. Þetta er þó helsta fæðingardeild svæðisins og eina stofnunin sem sinnir mæðravernd. Voru rúmin ákaflega kærkomin enda búnaður sjúkrastofnunarinnar ákaflega takmarkaður.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Síerra Leóne Þróunarsamvinna Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent