Risar mætast í Krikanum þar sem titilbaráttan réðst síðast Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2021 11:00 Birkir Már Sævarsson skoraði tvö marka Vals í Kaplakrika í fyrra. vísir/vilhelm Þegar líður að lokum Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í haust eru ágætis líkur á því að úrslitin í stórleik FH og Vals, í Kaplakrika í kvöld, hafi áhrif á það hvaða lið landar Íslandsmeistaratitlinum. Heimir Guðjónsson er vanur því að ná árangri í Kaplakrika. Í fyrra, í fyrstu endurkomu sinni eftir að FH sleit samstarfi við hann haustið 2017, festi hann greipar á Íslandsmeistarabikarnum í sjötta sinn sem aðalþjálfari, í fyrstu tilraun með Val. Valur gæti sent skýr skilaboð í titilvörn sinni með sigri í næstu heimsókn Heimis, í kvöld. Í Krikanum stýrði hann FH til fimm Íslandsmeistaratitla, á tíu árum sem aðalþjálfari, og til sigurs í 2/3 hluta leikja sem liðið spilaði þar í deild og bikar, eða 82 leikjum af 122. Titillinn var reyndar ekki alveg í höfn hjá Val eftir 4-1 sigurinn í Kaplakrika í september í fyrra, en nánast. Með sigri gat FH hleypt mikilli spennu í titilbaráttuna en Birkir Már Sævarsson var á öðru máli og skoraði tvö af fjórum mörkum sem hann skoraði þá á einni viku. Fumlaus byrjun beggja liða FH og Valur hófu tímabilið í ár bæði á nokkuð þægilegum sigrum. FH átti aldrei í vandræðum gegn Fylki eftir að Fylkismenn misstu mann af velli með rautt spjald í fyrri háfleik, og unnu 2-0 í Árbænum. Matthías Vilhjálmsson skoraði í fyrsta leiknum eftir sinn farsæla feril í atvinnumennsku en Þórir Jóhann Helgason stal senunni með stórgóðri frammistöðu á miðjunni. Valsmenn fögnuðu sömuleiðis 2-0 sigri, gegn Skagamönnum, þrátt fyrir að hafa verið rólegir í fyrri hálfleiknum. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu í seinni hálfleiknum en líkt og FH naut Valur góðs af því að mótherjarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Guðmundur Andri gæti spilað Guðmundur Andri Tryggvason fékk félagaskipti í Val í gær en er nýbúinn að losna úr sóttkví. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik á Íslandi frá því á bikarmeistaratímabilinu með Víkingum 2019, og raunar fyrsta leikinn sinn síðan þá því hann lék ekkert með Start í Noregi í fyrra vegna meiðsla. Valsmenn hófu tímabilið án Arnórs Smárasonar og Tryggva Hrafns Haraldssonar, vegna meiðsla, og munar um minna. Björn Daníel Sverrisson kom inn á í seinni hálfleik hjá FH gegn Fylki en hefur verið að glíma við meiðsli. Að öðru leyti ættu lærisveinar Loga Ólafssonar að vera klárir í slaginn. Leikur FH og Vals hefst kl. 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem einnig verður farið yfir leiki kvöldsins í Pepsi Max stúkunni að leik loknum. Pepsi Max-deild karla Valur FH Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Heimir Guðjónsson er vanur því að ná árangri í Kaplakrika. Í fyrra, í fyrstu endurkomu sinni eftir að FH sleit samstarfi við hann haustið 2017, festi hann greipar á Íslandsmeistarabikarnum í sjötta sinn sem aðalþjálfari, í fyrstu tilraun með Val. Valur gæti sent skýr skilaboð í titilvörn sinni með sigri í næstu heimsókn Heimis, í kvöld. Í Krikanum stýrði hann FH til fimm Íslandsmeistaratitla, á tíu árum sem aðalþjálfari, og til sigurs í 2/3 hluta leikja sem liðið spilaði þar í deild og bikar, eða 82 leikjum af 122. Titillinn var reyndar ekki alveg í höfn hjá Val eftir 4-1 sigurinn í Kaplakrika í september í fyrra, en nánast. Með sigri gat FH hleypt mikilli spennu í titilbaráttuna en Birkir Már Sævarsson var á öðru máli og skoraði tvö af fjórum mörkum sem hann skoraði þá á einni viku. Fumlaus byrjun beggja liða FH og Valur hófu tímabilið í ár bæði á nokkuð þægilegum sigrum. FH átti aldrei í vandræðum gegn Fylki eftir að Fylkismenn misstu mann af velli með rautt spjald í fyrri háfleik, og unnu 2-0 í Árbænum. Matthías Vilhjálmsson skoraði í fyrsta leiknum eftir sinn farsæla feril í atvinnumennsku en Þórir Jóhann Helgason stal senunni með stórgóðri frammistöðu á miðjunni. Valsmenn fögnuðu sömuleiðis 2-0 sigri, gegn Skagamönnum, þrátt fyrir að hafa verið rólegir í fyrri hálfleiknum. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu í seinni hálfleiknum en líkt og FH naut Valur góðs af því að mótherjarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Guðmundur Andri gæti spilað Guðmundur Andri Tryggvason fékk félagaskipti í Val í gær en er nýbúinn að losna úr sóttkví. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik á Íslandi frá því á bikarmeistaratímabilinu með Víkingum 2019, og raunar fyrsta leikinn sinn síðan þá því hann lék ekkert með Start í Noregi í fyrra vegna meiðsla. Valsmenn hófu tímabilið án Arnórs Smárasonar og Tryggva Hrafns Haraldssonar, vegna meiðsla, og munar um minna. Björn Daníel Sverrisson kom inn á í seinni hálfleik hjá FH gegn Fylki en hefur verið að glíma við meiðsli. Að öðru leyti ættu lærisveinar Loga Ólafssonar að vera klárir í slaginn. Leikur FH og Vals hefst kl. 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem einnig verður farið yfir leiki kvöldsins í Pepsi Max stúkunni að leik loknum.
Pepsi Max-deild karla Valur FH Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira