Ekki lengur bólusett eftir aldri Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2021 17:14 Það hefur verið líflegt í Laugardalshöll síðustu daga og vikur. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. Breytingin er meðal annars gerð í ljósi upplýsinga úr nýju líkani Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) sem kynnt var í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en þar segir að þetta sé gert til að ná samhliða bólusetningu þvert á aldurshópa og ná þannig fyrr hjarðónæmi í samræmi við niðurstöðu ÍE. Nú hafa um 140 þúsund einstaklingar fengið minnst einn skammt af bóluefni hér á landi. Er það um 48% þeirra sem áætlað er að bólusetja. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafði áður gefið út að líklega yrði farið dreift í aldurshópana eftir að bólusetningu forgangshópa væri lokið. Þá hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir einnig tekið vel í hugmyndina. Hniki boðun til um tvær vikur að meðaltali Svandís sagði á þriðjudag að bólusetning með slembiúrtaki myndi að jafnaði flýta eða seinka bólusetningu einstaklinga um tvær vikur samanborið við fyrra fyrirkomulag þar sem boðað var eftir aldri. Um 51 þúsund manns hafa nú verið fullbólusettir gegn Covid-19 og áfram stendur yfir bólusetning einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma (hópur 7). Í vikunni hófst svo bólusetning starfsmanna leik- og grunnskóla og flug- og skipsáhafna (hópur 8) og enn fremur einstaklinga í félagslega viðkvæmri stöðu (hópur 9). Samhliða því hefur einstaklingum í hópi 10 verið boðin bólusetning en þeim hópi tilheyra allir sem ekki eru í forgangshópi. Stærsti bólusetningadagurinn til þessa fór fram í gær þegar 17.111 einstaklingar fengu ýmist sinn fyrri eða seinni skammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36 Gæti orðið skynsamlegt að bólusetja yngri fyrr Yfirvöld skoða hvort ráðist verði í handahófskenndar bólusetningar þegar búið er að verja viðkvæmustu hópana. Sextíu og sex þúsund skammtar af bóluefni hafa verið staðfestir til landsins í maí. 30. apríl 2021 20:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Breytingin er meðal annars gerð í ljósi upplýsinga úr nýju líkani Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) sem kynnt var í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en þar segir að þetta sé gert til að ná samhliða bólusetningu þvert á aldurshópa og ná þannig fyrr hjarðónæmi í samræmi við niðurstöðu ÍE. Nú hafa um 140 þúsund einstaklingar fengið minnst einn skammt af bóluefni hér á landi. Er það um 48% þeirra sem áætlað er að bólusetja. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafði áður gefið út að líklega yrði farið dreift í aldurshópana eftir að bólusetningu forgangshópa væri lokið. Þá hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir einnig tekið vel í hugmyndina. Hniki boðun til um tvær vikur að meðaltali Svandís sagði á þriðjudag að bólusetning með slembiúrtaki myndi að jafnaði flýta eða seinka bólusetningu einstaklinga um tvær vikur samanborið við fyrra fyrirkomulag þar sem boðað var eftir aldri. Um 51 þúsund manns hafa nú verið fullbólusettir gegn Covid-19 og áfram stendur yfir bólusetning einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma (hópur 7). Í vikunni hófst svo bólusetning starfsmanna leik- og grunnskóla og flug- og skipsáhafna (hópur 8) og enn fremur einstaklinga í félagslega viðkvæmri stöðu (hópur 9). Samhliða því hefur einstaklingum í hópi 10 verið boðin bólusetning en þeim hópi tilheyra allir sem ekki eru í forgangshópi. Stærsti bólusetningadagurinn til þessa fór fram í gær þegar 17.111 einstaklingar fengu ýmist sinn fyrri eða seinni skammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36 Gæti orðið skynsamlegt að bólusetja yngri fyrr Yfirvöld skoða hvort ráðist verði í handahófskenndar bólusetningar þegar búið er að verja viðkvæmustu hópana. Sextíu og sex þúsund skammtar af bóluefni hafa verið staðfestir til landsins í maí. 30. apríl 2021 20:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36
Gæti orðið skynsamlegt að bólusetja yngri fyrr Yfirvöld skoða hvort ráðist verði í handahófskenndar bólusetningar þegar búið er að verja viðkvæmustu hópana. Sextíu og sex þúsund skammtar af bóluefni hafa verið staðfestir til landsins í maí. 30. apríl 2021 20:00