Reiknað með að fjölmiðlafrumvarpið verði að lögum á vorþingi Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2021 11:43 Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra hefur átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu vegna ólíkra sjónarmiða stjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis telur að samstaða náist um afgreiðslu fjölmiðlafrumvarps menntamálaráðherra sem tekið var af dagskrá þingfundar í gær. Hann reikni með að frumvarpið verði að lögum á yfirstandandi þingi en álitaefni séu um gildistíma þess. Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla hefur átt töluvert erfitt uppdráttar á Alþingi frá því það var fyrst lagt fram á kjörtímabilinu. Í fyrra var síðan ákveðið að styrkja einkarekna fjölmiðla sérstaklega vegna covid faraldursins og var þá tekið mið af frumvarpinu hvað heildarupphæð varðaði eða 400 miljlónir króna. Frumvarpið var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd til annarrar umræðu með nefndarálitum bæði meiri- og minnihluta í gær og var á dagskrá þingfundar í gær en var síðan tekið af dagskránni. Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar telur fullvíst að fjölmiðlafrumvarpið verði að lögum áður en vorþingi lýkur.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon formaður nefndarinnar segir málið þó ekki hafa verið kallað til baka til nefndarinnar. „Það komu upp álitaefni varðandi gildistíma frumvarpsins. Þess vegna ákváðum við að fresta umræðunni sem hefði átt að fara fram í gær og fara aðeins yfir það mál. Ég reikna með að það komi niðurstaða í það mál á morgun,“ segir Páll. Það er ekkert launungarmál að töluverð andstaða hefur verið við frumvarpið hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Páll segir ekki ágreining um hvort um verði að ræða einskiptisaðgerð eða ekki. Það sé heldur ekki ágreiningur um gildistíma laganna heldur álitaefni um hvað orðalagið varðandi hann þýði. Hvers vegna hefur þetta mál velkst svona lengi í þinginu. Hvers vegna er þetta svona erfitt? „Þetta er bara viðkvæmt mál sem tekur á nokkrum grundvallaratriðum. Eins og til dæmis þvíhvort ríkið eigi aðstíga með beinum hætti á fjárlögum til aðstoðar viðfyrirtæki í einkarekstri. Þannig að þaðer eðlilegt að þetta taki langan tíma og kosti svolitla yfirlegu. En ég geri ráð fyrir þvíað við ljúkum þessu máli ánæstu dögum eða vikum og lögin taki gildi fyrir þinglok núna í vor,“ segir Páll. Þá sé einnig verið að ræða aðra hluti sem snerti rekstrarvanda einkarekinna miðla á Íslandi. „Þar með taliðskattleysi útlendra samfélagsmiðla á Íslandi. Sem eru farnir aðtaka til sín sístækkandi hluta af íslenskri auglýsingaköku án þess aðþurfa að standa skil áeinu eða neinu hérna áÍslandi. Þannig aðþað kemur inn íþetta mál líka. Þetta mál er flókiðog viðkvæmt en ég geri ráð fyrir að viðljúkum þvíinnan tíðar,“ segir Páll Magnússon. Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjölmiðlastyrkirnir afgreiddir með breytingartillögum Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti sínu á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Lagt er til að umsóknarfrestur verði til 31. maí og lögin taki þegar gildi. 7. maí 2021 11:08 Leggur til að stuðningur til fjölmiðla verði háður hlýðni við siðareglur Umræða um fjölmiðlafrumvarpið sem felur í sér stuðning til einkarekinna fjölmiðla stendur nú yfir á Alþingi. 19. janúar 2021 15:32 Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla hefur átt töluvert erfitt uppdráttar á Alþingi frá því það var fyrst lagt fram á kjörtímabilinu. Í fyrra var síðan ákveðið að styrkja einkarekna fjölmiðla sérstaklega vegna covid faraldursins og var þá tekið mið af frumvarpinu hvað heildarupphæð varðaði eða 400 miljlónir króna. Frumvarpið var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd til annarrar umræðu með nefndarálitum bæði meiri- og minnihluta í gær og var á dagskrá þingfundar í gær en var síðan tekið af dagskránni. Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar telur fullvíst að fjölmiðlafrumvarpið verði að lögum áður en vorþingi lýkur.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon formaður nefndarinnar segir málið þó ekki hafa verið kallað til baka til nefndarinnar. „Það komu upp álitaefni varðandi gildistíma frumvarpsins. Þess vegna ákváðum við að fresta umræðunni sem hefði átt að fara fram í gær og fara aðeins yfir það mál. Ég reikna með að það komi niðurstaða í það mál á morgun,“ segir Páll. Það er ekkert launungarmál að töluverð andstaða hefur verið við frumvarpið hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Páll segir ekki ágreining um hvort um verði að ræða einskiptisaðgerð eða ekki. Það sé heldur ekki ágreiningur um gildistíma laganna heldur álitaefni um hvað orðalagið varðandi hann þýði. Hvers vegna hefur þetta mál velkst svona lengi í þinginu. Hvers vegna er þetta svona erfitt? „Þetta er bara viðkvæmt mál sem tekur á nokkrum grundvallaratriðum. Eins og til dæmis þvíhvort ríkið eigi aðstíga með beinum hætti á fjárlögum til aðstoðar viðfyrirtæki í einkarekstri. Þannig að þaðer eðlilegt að þetta taki langan tíma og kosti svolitla yfirlegu. En ég geri ráð fyrir þvíað við ljúkum þessu máli ánæstu dögum eða vikum og lögin taki gildi fyrir þinglok núna í vor,“ segir Páll. Þá sé einnig verið að ræða aðra hluti sem snerti rekstrarvanda einkarekinna miðla á Íslandi. „Þar með taliðskattleysi útlendra samfélagsmiðla á Íslandi. Sem eru farnir aðtaka til sín sístækkandi hluta af íslenskri auglýsingaköku án þess aðþurfa að standa skil áeinu eða neinu hérna áÍslandi. Þannig aðþað kemur inn íþetta mál líka. Þetta mál er flókiðog viðkvæmt en ég geri ráð fyrir að viðljúkum þvíinnan tíðar,“ segir Páll Magnússon.
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjölmiðlastyrkirnir afgreiddir með breytingartillögum Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti sínu á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Lagt er til að umsóknarfrestur verði til 31. maí og lögin taki þegar gildi. 7. maí 2021 11:08 Leggur til að stuðningur til fjölmiðla verði háður hlýðni við siðareglur Umræða um fjölmiðlafrumvarpið sem felur í sér stuðning til einkarekinna fjölmiðla stendur nú yfir á Alþingi. 19. janúar 2021 15:32 Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Fjölmiðlastyrkirnir afgreiddir með breytingartillögum Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti sínu á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Lagt er til að umsóknarfrestur verði til 31. maí og lögin taki þegar gildi. 7. maí 2021 11:08
Leggur til að stuðningur til fjölmiðla verði háður hlýðni við siðareglur Umræða um fjölmiðlafrumvarpið sem felur í sér stuðning til einkarekinna fjölmiðla stendur nú yfir á Alþingi. 19. janúar 2021 15:32
Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00