Gerir ekki kröfu um að Kolbeinn segi af sér eða fari í leyfi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. maí 2021 17:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, telur Kolbein Óttarson Proppé hafa tekið rétta ákvörðun með því að draga framboð sitt til baka. vísir/samsett Formaður Vinstri grænna telur að Kolbeinn Óttarsson Proppé hafi tekið rétta ákvörðun með því að draga til baka framboð sitt í prófkjöri flokksins eftir að kvartað var undan hegðun hans til fagráðs flokksins. Hún telur þó ekki ástæðu til þess að hann fari í leyfi eða segi af sér þingmennsku. Í yfirlýsingu sem Kolbeinn birti á Facebook í gær rekur hann sögu framkomu sinnar gagnvart konum og greinir frá því að kvartað hafi verið undan hegðuninni til fagráðs Vinstri Grænna. Engu að síður hafi hann ákveðið að gefa kost á sér í forvali flokksins í Reykjavík. Umræðan undanfarið hafi leitt hann til endurskoðunar á því og hefur hann nú dregið framboð sitt til baka. Formaður Vinstri Grænna styður ákvörðunina. „Ég virði þá ákvörðun og tel að hann hafi tekið rétta ákvörðun,“ segir Katrín. Í svörum frá framkvæmdastjóra flokksins segir að ekki sé grunur um refsivert athæfi í málinu. Þetta sé jafnframt eina málið sem borist hafi fagráðinu frá því að það tók til starfa árið 2019. Katrín segir kvörtunina hafa borist á vormánuðum. „Og ég fékk upplýsingar um hana skömmu síðar. En fyrirkomulagið er þannig að fagráðið er bundið trúnaði gagnvart aðilum. Þannig að í raun og veru er fyrirkomulagið þannig að formaður er bara upplýstur um að það sé mál til skoðunar,“ segir Katrín. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framboð Kolbeins þar sem málið væri í réttum farvegi. Hún segir agavirðurlög ekki fylgja meðferð fagráðsins. „Heldur snýst þetta um að fólk fari yfir sín mál og skoði þau og geri breytingar til úrbóta.“ Hún telur ekki tilefni til þess að hann fari í leyfi eða segi af sér þingmennsku. „Ég geri ekki kröfu um það. Hann hefur tekið ákvörðun um að sækjast ekki eftir þingmennsku aftur og ég lít svo á að hann sé þá að axla ábyrgð.“ Alþingi MeToo Vinstri græn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Í yfirlýsingu sem Kolbeinn birti á Facebook í gær rekur hann sögu framkomu sinnar gagnvart konum og greinir frá því að kvartað hafi verið undan hegðuninni til fagráðs Vinstri Grænna. Engu að síður hafi hann ákveðið að gefa kost á sér í forvali flokksins í Reykjavík. Umræðan undanfarið hafi leitt hann til endurskoðunar á því og hefur hann nú dregið framboð sitt til baka. Formaður Vinstri Grænna styður ákvörðunina. „Ég virði þá ákvörðun og tel að hann hafi tekið rétta ákvörðun,“ segir Katrín. Í svörum frá framkvæmdastjóra flokksins segir að ekki sé grunur um refsivert athæfi í málinu. Þetta sé jafnframt eina málið sem borist hafi fagráðinu frá því að það tók til starfa árið 2019. Katrín segir kvörtunina hafa borist á vormánuðum. „Og ég fékk upplýsingar um hana skömmu síðar. En fyrirkomulagið er þannig að fagráðið er bundið trúnaði gagnvart aðilum. Þannig að í raun og veru er fyrirkomulagið þannig að formaður er bara upplýstur um að það sé mál til skoðunar,“ segir Katrín. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framboð Kolbeins þar sem málið væri í réttum farvegi. Hún segir agavirðurlög ekki fylgja meðferð fagráðsins. „Heldur snýst þetta um að fólk fari yfir sín mál og skoði þau og geri breytingar til úrbóta.“ Hún telur ekki tilefni til þess að hann fari í leyfi eða segi af sér þingmennsku. „Ég geri ekki kröfu um það. Hann hefur tekið ákvörðun um að sækjast ekki eftir þingmennsku aftur og ég lít svo á að hann sé þá að axla ábyrgð.“
Alþingi MeToo Vinstri græn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira