Leikmenn Man. United þurftu að hanga á Old Trafford í sjö tíma fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 11:00 Paul Pogba og félagar í liði Manchester United þurftu að mæta mjög snemma á Old Trafford til að koma í veg fyrir að stuðningsmönnum félagsins tækist að stöðva liðsrútuna. EPA-EFE/Michael Regan Ole Gunnar Solskjær var ekki tilbúinn að kenna mótmælendunum um tapið á móti Liverpool í gærkvöldi en það var á hreinu að undirbúningur liðsins var gjörbreyttur þökk sé umræddum stuðningsmönnum sem söfnuðust í kringum liðshótelið og leikvanginn. Manchester United tapaði 2-4 á móti erkifjendum sínum í Liverpool á heimavelli sínum í gær en Liverpool hafði ekki unnið á Old Trafford í stjóratíð Jürgen Klopp. Leikurinn átti að fara fram fyrir tíu dögum en var frestað vegna mótmæla stuðningsmanna sem brutust inn á leikvanginn. Mikil öryggisgæsla var í kringum leikvanginn í gær og fjölmennti lögreglan í Manchester á svæðið. Ole Gunnar Solskjaer pleads for calm as Man Utd erect ring of steel around Old Trafford https://t.co/ORgt17YpqH— Telegraph Football (@TeleFootball) May 11, 2021 Leikmenn Manchester United þurftu að dúsa á Old Trafford í heila sjö klukkutíma fyrir leik. Þeir komu á völlinn í kringum hádegið í stað þess að eyða tímanum á hótelinu. Reiðir stuðningsmenn Manchester United umkringdu liðshótelið fyrir leikinn fyrir tíu dögum og liðsrútan fór aldrei af stað. Nú var aftur á áætlun að koma í veg fyrir að rútan færi af stað en forráðamenn Manchester United sáu við því með því að láta leikmenn mæta miklu fyrr á leikvanginn. "They transformed Old Trafford into a hotel" @David_Ornstein reveals how #MUFC avoided the Old Trafford protests by arriving over six hours before kick off v #LFC pic.twitter.com/0d6rq1kgRs— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 14, 2021 Það þýddi að leikmenn Manchester United borðuðu á Old Trafford og tóku orkublundinn þar líka. Starfsmenn United höfðu komið fyrir rúmum í svítum leikvangsins þar sem leikmenn gátu lagt sig í friði. Manchester United hefur núna tapað tveimur heimaleikjum í röð síðan að mótmælin hófust en Solskjær vildi ekki nota þau sem afsökun. „Um leið og við vorum mættir þá var öll einbeiting okkar á leikinn. Það er samt gjörólíkur undirbúningur að koma á völlinn á hádegi fyrir leik sem er að byrja korter yfir átta. Það er langur tími til að vera hér en mér fannst strákarnir vinna vel úr því,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Auðvitað truflaði þetta okkur aðeins og var engin óskastaða en við urðum bara að taka á því,“ sagði Solskjær. "We have tried to keep it a close as possible." Ole Gunnar Solskjaer talks about Manchester United preparations ahead of the Liverpool game amidst the fan protests outside Old Trafford saying his squad are good at adapting #MUNLIV pic.twitter.com/VR6rHghfQt— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2021 „Liverpool átti sigurinn skilinn. Við fengum á okkur mörk á lykiltímum í leiknum. Við gáfum þeim tvö þessara marka. Við skoruðum aftur og fengum frábært færi en hlutirnir féllu bara ekki með okkur,“ sagði Solskjær. Manchester United fær að vera með nokkra áhorfendur í stúkunni á næsta heimaleik á móti Fulham og vonast Solskjær til að það breyti andrúmsloftinu í kringum heimaleiki liðsins. Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Manchester United tapaði 2-4 á móti erkifjendum sínum í Liverpool á heimavelli sínum í gær en Liverpool hafði ekki unnið á Old Trafford í stjóratíð Jürgen Klopp. Leikurinn átti að fara fram fyrir tíu dögum en var frestað vegna mótmæla stuðningsmanna sem brutust inn á leikvanginn. Mikil öryggisgæsla var í kringum leikvanginn í gær og fjölmennti lögreglan í Manchester á svæðið. Ole Gunnar Solskjaer pleads for calm as Man Utd erect ring of steel around Old Trafford https://t.co/ORgt17YpqH— Telegraph Football (@TeleFootball) May 11, 2021 Leikmenn Manchester United þurftu að dúsa á Old Trafford í heila sjö klukkutíma fyrir leik. Þeir komu á völlinn í kringum hádegið í stað þess að eyða tímanum á hótelinu. Reiðir stuðningsmenn Manchester United umkringdu liðshótelið fyrir leikinn fyrir tíu dögum og liðsrútan fór aldrei af stað. Nú var aftur á áætlun að koma í veg fyrir að rútan færi af stað en forráðamenn Manchester United sáu við því með því að láta leikmenn mæta miklu fyrr á leikvanginn. "They transformed Old Trafford into a hotel" @David_Ornstein reveals how #MUFC avoided the Old Trafford protests by arriving over six hours before kick off v #LFC pic.twitter.com/0d6rq1kgRs— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 14, 2021 Það þýddi að leikmenn Manchester United borðuðu á Old Trafford og tóku orkublundinn þar líka. Starfsmenn United höfðu komið fyrir rúmum í svítum leikvangsins þar sem leikmenn gátu lagt sig í friði. Manchester United hefur núna tapað tveimur heimaleikjum í röð síðan að mótmælin hófust en Solskjær vildi ekki nota þau sem afsökun. „Um leið og við vorum mættir þá var öll einbeiting okkar á leikinn. Það er samt gjörólíkur undirbúningur að koma á völlinn á hádegi fyrir leik sem er að byrja korter yfir átta. Það er langur tími til að vera hér en mér fannst strákarnir vinna vel úr því,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Auðvitað truflaði þetta okkur aðeins og var engin óskastaða en við urðum bara að taka á því,“ sagði Solskjær. "We have tried to keep it a close as possible." Ole Gunnar Solskjaer talks about Manchester United preparations ahead of the Liverpool game amidst the fan protests outside Old Trafford saying his squad are good at adapting #MUNLIV pic.twitter.com/VR6rHghfQt— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2021 „Liverpool átti sigurinn skilinn. Við fengum á okkur mörk á lykiltímum í leiknum. Við gáfum þeim tvö þessara marka. Við skoruðum aftur og fengum frábært færi en hlutirnir féllu bara ekki með okkur,“ sagði Solskjær. Manchester United fær að vera með nokkra áhorfendur í stúkunni á næsta heimaleik á móti Fulham og vonast Solskjær til að það breyti andrúmsloftinu í kringum heimaleiki liðsins.
Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira