Segir engar líkur á að United muni berjast um stóru titlana með McFred á miðjunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2021 12:30 Fred og Scott McTominay eru ekki í miklum metum hjá Roy Keane, sérstaklega ekki sá fyrrnefndi. getty/Ash Donelon Roy Keane segir ljóst að Manchester United geti ekki barist um stóru titlana með þá Scott McTominay og Fred á miðjunni. McTominay og Fred hafa verið fyrstu kostir Ole Gunnars Solskjær, knattspyrnustjóra United, í vetur. Þeir hafa átt misjafna leiki og Keane var ekki hrifinn af frammistöðu þeirra í 2-4 tapinu fyrir Liverpool í gær. „Ég horfði á frammistöðu miðjumannanna tveggja í kvöld. McTominay er góður og heiðarlegur leikmaður. Og þeir eru með Fred og meðan þeir tveir eru á miðjunni vinnur United ekki stóru titlana,“ sagði Keane á Sky Sports í gær. „Ég veit að Ole heldur tryggð við Fred en ég veit ekki af hverju. Hvernig þeir halda að Fred komi United aftur í baráttu um stóru titlana er ofar mínum skilningi.“ Fred gerði slæm mistök í þriðja marki Liverpool sem Roberto Firmino skoraði. Hann var svo tekinn af velli. „Þetta voru mistök sem skólakrakkar gera. Fred var ekki undir neinni pressu og gefur boltann frá sér. Það hjálpaði til þegar Fred var tekinn af velli,“ sagði Keane. Hann gagnrýndi einnig Bruno Fernandes sem skoraði fyrra mark United og sagði hann hafa vælt hálfan leikinn. Tapið í gær var annað tap United í röð og það þriðja í síðustu fjórum leikjum. Liðið hefur tapað sex heimaleikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur. United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið á tvo leiki eftir, gegn Fulham og Wolves. United er einnig komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem strákarnir hans Solskjærs mæta Villarreal. Enski boltinn Tengdar fréttir Mané hunsaði Klopp eftir leikinn gegn United Athygli vakti að Sadio Mané tók ekki í spaðann á Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Manchester United í gær. Klopp gerði lítið úr atvikinu í viðtölum eftir leik. 14. maí 2021 08:01 Keane: Fernandes grenjaði hálfan leikinn Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á Manchester United eftir tapið fyrir Liverpool í gær, 2-4. Honum fannst Bruno Fernandes væla helst til mikið í leiknum. 14. maí 2021 07:30 Höfum ekki náð þessum úrslitum áður svo við hljótum að vera gera eitthvað rétt Jurgen Klopp var eðlilega sáttur með sigur sinna manna á Old Trafford í kvöld. Hann sagði sigurinn hafa verið það sem liðið þurfti á að halda. Leiknum lauk með 4-2 sigri Liverpool og var fyrsti sigur liðsins á heimavelli Manchester United síðan 2014. 13. maí 2021 23:01 Liverpool sótti sigur á Old Trafford Liverpool lagði Manchester United 4-2 á Old Trafford í kvöld. 13. maí 2021 21:15 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira
McTominay og Fred hafa verið fyrstu kostir Ole Gunnars Solskjær, knattspyrnustjóra United, í vetur. Þeir hafa átt misjafna leiki og Keane var ekki hrifinn af frammistöðu þeirra í 2-4 tapinu fyrir Liverpool í gær. „Ég horfði á frammistöðu miðjumannanna tveggja í kvöld. McTominay er góður og heiðarlegur leikmaður. Og þeir eru með Fred og meðan þeir tveir eru á miðjunni vinnur United ekki stóru titlana,“ sagði Keane á Sky Sports í gær. „Ég veit að Ole heldur tryggð við Fred en ég veit ekki af hverju. Hvernig þeir halda að Fred komi United aftur í baráttu um stóru titlana er ofar mínum skilningi.“ Fred gerði slæm mistök í þriðja marki Liverpool sem Roberto Firmino skoraði. Hann var svo tekinn af velli. „Þetta voru mistök sem skólakrakkar gera. Fred var ekki undir neinni pressu og gefur boltann frá sér. Það hjálpaði til þegar Fred var tekinn af velli,“ sagði Keane. Hann gagnrýndi einnig Bruno Fernandes sem skoraði fyrra mark United og sagði hann hafa vælt hálfan leikinn. Tapið í gær var annað tap United í röð og það þriðja í síðustu fjórum leikjum. Liðið hefur tapað sex heimaleikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur. United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið á tvo leiki eftir, gegn Fulham og Wolves. United er einnig komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem strákarnir hans Solskjærs mæta Villarreal.
Enski boltinn Tengdar fréttir Mané hunsaði Klopp eftir leikinn gegn United Athygli vakti að Sadio Mané tók ekki í spaðann á Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Manchester United í gær. Klopp gerði lítið úr atvikinu í viðtölum eftir leik. 14. maí 2021 08:01 Keane: Fernandes grenjaði hálfan leikinn Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á Manchester United eftir tapið fyrir Liverpool í gær, 2-4. Honum fannst Bruno Fernandes væla helst til mikið í leiknum. 14. maí 2021 07:30 Höfum ekki náð þessum úrslitum áður svo við hljótum að vera gera eitthvað rétt Jurgen Klopp var eðlilega sáttur með sigur sinna manna á Old Trafford í kvöld. Hann sagði sigurinn hafa verið það sem liðið þurfti á að halda. Leiknum lauk með 4-2 sigri Liverpool og var fyrsti sigur liðsins á heimavelli Manchester United síðan 2014. 13. maí 2021 23:01 Liverpool sótti sigur á Old Trafford Liverpool lagði Manchester United 4-2 á Old Trafford í kvöld. 13. maí 2021 21:15 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira
Mané hunsaði Klopp eftir leikinn gegn United Athygli vakti að Sadio Mané tók ekki í spaðann á Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Manchester United í gær. Klopp gerði lítið úr atvikinu í viðtölum eftir leik. 14. maí 2021 08:01
Keane: Fernandes grenjaði hálfan leikinn Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á Manchester United eftir tapið fyrir Liverpool í gær, 2-4. Honum fannst Bruno Fernandes væla helst til mikið í leiknum. 14. maí 2021 07:30
Höfum ekki náð þessum úrslitum áður svo við hljótum að vera gera eitthvað rétt Jurgen Klopp var eðlilega sáttur með sigur sinna manna á Old Trafford í kvöld. Hann sagði sigurinn hafa verið það sem liðið þurfti á að halda. Leiknum lauk með 4-2 sigri Liverpool og var fyrsti sigur liðsins á heimavelli Manchester United síðan 2014. 13. maí 2021 23:01
Liverpool sótti sigur á Old Trafford Liverpool lagði Manchester United 4-2 á Old Trafford í kvöld. 13. maí 2021 21:15