„Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. maí 2021 09:00 Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum og Andrea Eyland þáttastjórnandi og höfundur Kviknar. Vísir/Vilhelm Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. „Þegar ég var búin með fyrstu tvö árin kom þessi spurning, hverju ég vildi sérhæfa mig í. Það kom eiginlega strax þar, kvensjúkdóma- og fæðingarlækningar. Kvenheilsa, mér finnst svo mikilvægt að halda vel utan um konur. Ég er ekki að gera lítið úr karlmönnum. En að okkur líði vel á barneignaaldri skiptir svo vel fyrir komandi kynslóðir svo það er mikil forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna.“ Móðursystir Hönnu Lilju er kvensjúkdómalæknir og hafði það líka áhrif á hennar ákvörðun. „Hún er svolítið fyrirmynd mín í starfi, auðvitað vildi ég verða eins og Sigrún frænka.“ Mikilvægt að grípa inn í fyrr Hanna Lilja lauk kandidatsárinu sínu í Danmörku og er nú á Íslandi að taka sérnámið sitt þar sem fjölskyldan flutti hingað heim til Íslands árið 2016. Sem hluta af því námi er hún að starfa sem heimilislæknir og segist vera fyrst í sinni grein til að velja þá leið. „Þú þarft að taka fjögur ár á kvennadeild og svo er eitt ár sem er val. Áður fyrr fóru flestir á skurðdeild en ég sé að mig langar að fókusa meira á forvarnir og það að fyrirbyggja sjúkdóma. Ekki bara að laga þegar skaðinn er skeður heldur einblína meira á að grípa inn í fyrr. Það kom möguleiki á að taka þetta valár á heilsugæslustöð þannig að ég ákvað að láta reyna á það. Ég er sú fyrsta sem gerir það hérna svo þetta er smá tilraunaverkefni.“ Hún starfar því sem heimilislæknir á heilsugæslustöð og er með móttöku þar en er líka ráðgefandi fæðingarlæknir fyrir ljósmæðurnar og svo einu sinni í viku er ég með kvennamóttöku. Hanna Lilja segir að viðbrögðin við kvennamóttökunni sem hún er með á föstudögum hafi verið ótrúlega góð. Hanna Oddgeirsdóttir hefur mikinn áhuga á breytingarskeiði kvenna og segir að það þurfi að ræða það enn meira, enda þekki ekki allir einkennin.Vísir/Vilhelm „Fram að þessu hefur kannski ekkert verið neitt voðalega góð aðstaða til að gera kvenskoðanir á heilsugæslustöðvum. Þetta hefur verið frekar óþægilegar aðstæður og kannski ekkert verið neitt aðlaðandi fyrir konur að koma. En út af því að ljósmæðurnar á heilsugæslunni okkar voru að taka yfir leghálsskimanir þá var útbúin ótrúlega fín kvennastofa.“ Hún segir að viðtökurnar séu þannig að hugsanlega ætti þetta að vera svona víðar og það ætti að koma með enn meiri sérfræðiþekkingu inn á heilsugæslustöðvarnar. „Konur eru ótrúlega ánægðar og finnst geggjað að geta komið og rætt þetta á heilsugæslunni. Auðvitað eru kvensjúkdómalæknar með stofur úti í bæ en það getur verið miserfitt að komast að og sumum konum finnst bara betra að koma í sínu nærumhverfi.“ Breytingaskeiðið gleymist Hanna Lilja segir að konur séu með mikið af spurningum tengdar blæðingum, barneignum, breytingaskeiði og öðru, sem þeim finnist gott að geta rætt í þessum tímum. Að hennar mati gleymist oft að tala um það hvað það breytist mikið hjá konum eftir fertugt. „Það að fara á breytingaskeiðið, að fara í tíðahvörf, er ekkert bara að hætta á blæðingum. Þetta er alveg langt ferli og jafnvel tíu ár sem þú ert á þessu og þú getur byrjað strax 45 ára. Óreglulegar blæðingar, miklar blæðingar, breytingar á andlegri líðan, meiri gleymska og alls konar einkenni sem fæstir gera sér grein fyrir að tengist breytingaskeiðinu.“ Samhliða þessu verkefni opnaði Hanna Lilja Instagram síðu. Hugmyndin kviknaði eftir að hún svaraði spurningum í hlaðvarpinu Kviknar hér á Vísi. Þar var hún gestur Andreu Eyland og ætla þær nú að taka samstarfið enn lengra og gera saman sex til tíu þætti af hlaðvarpinu Kviknar, sérstaklega um kvenheilsu. Hanna Lilja og fleiri læknar muna þar miðla þekkingu sinni, ræða við Andreu, svara aðsendum spurningum frá Kviknar Instagram samfélaginu og fjalla um allt sem viðkemur þessu viðfangsefni. Andrea Eyland hefur síðustu mánuði fjallað um allt tengt meðgöngu, fæðingu og sængurlegu í hlaðvarpinu Kviknar hér á Vísi. Kviknar/Þorleifur Kamban. Fyrstu kynnin á skurðarborðinu Andrea Eyland er margra barna móðir og höfundur bókarinnar Kviknar. Hún gerði sjónvarpsþættina Líf Kviknar og Líf Dafnar sem sýndir voru á Stöð 2 fyrr á árinu og heldur svo úti hlaðvarpinu Kviknar hér á Vísi. Hún hefur sjálf fætt fimm börn, þar af eitt með keisara og var það Hanna Lilja sem framkvæmdi þá aðgerð. „Við Andrea kynnumst þegar ég er deildarlæknir á kvennadeildinni hérna á Landspítalanum þegar hún er að fara að eiga sitt fimmta barn,“ segir Hanna Lilja um þeirra fyrstu kynni. Þorleifur Kamban barnsfaðir Andreu tók upp fæðinguna og birtu þau svo myndbandið á Instagramminu Kviknar. „Ég var hugsaði bara vá, því ég hafði aldrei séð mig skera áður. Ég sá mig gera aðgerðina,“ segir Hanna Lilja um þetta myndband sem birt var á Kviknar Instagramminu. „Mér fannst gaman að sjá þetta, sjá eigin handbragð frá þessu sjónarhorni.“ View this post on Instagram A post shared by Kviknar (@kviknar) Með alls konar upplifanir á bakinu Í kjölfarið ákvað Hanna Lilja að senda Andreu línu, sem varð til þess að hún var fengin að koma sem gestur í hlaðvarpið og hafa þær verið í reglulegum samskiptum síðan. „Mér fannst svo gaman að hún sendi mér skilaboð af því að læknar eru oft eitthvað svo ósnertanleg stétt, en þarna var hún bara manneskja. Læknar eru bara fólk eins og við og það var svo gaman að tengjast henni þarna.“ Andrea fjallar mikið um fæðingar í hlaðvarpinu og á Instagram og segir hún að sennilega hafi yngsta barnið hennar fæðst með keisara, svo hún gæti tengst enn betur þeim hópi fylgjenda og hlustenda sinna sem hafa upplifað keisarafæðingar. Í hlaðvarpinu fékk Andrea Hönnu Lilju til að svara spurningum sem hlustendur höfðu sent inn fyrir þáttinn. „Maður vill auðvitað ræða það sem fólk vill ræða um og það sem brennur á fólki,“ útskýrir Hanna Lilja. Andrea segir að þær hafi tengst samstundis. „Við komumst að því þarna að við erum bara tvær mæður með alls konar upplifanir.“ Andrea Eyland hefur skapað samfélag foreldra undir nafninu Kviknar á Instagram, þar sem hún sýnir raunina á bak við þetta hlutverk og allt sem því fylgir.Vísir/Vilhelm Þörf umræða Andrea og barnsfaðir hennar eiga samtals átta börn og Hanna Lilja á þrjú börn. Þær eru sammála um að fæðingarupplifanirnar geta verið mjög ólíkar. „Það er engin mýta að það er engin fæðing eins. Þó að það sé hjá sömu konunni, er enginn fæðing eins. Þú veist í rauninni aldrei við hverju á að búast.“ Hanna Lilja viðurkennir að hlaðvarpið hafi verið út fyrir hennar þægindaramma að fara í hlaðvarpið, en hún hafi í leiðinni séð að það var mikil þörf fyrir umræðuna. View this post on Instagram A post shared by Hanna Lilja (@gynamedica) „Um allt mögulegt tengt kvenheilsu. Þarna sá ég það svart á hvítu. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt, að miðla þessum upplýsingum.“ Nýlega byrjaði hún með Instagram-síðuna Gynamedica og er nú komin með yfir tvö þúsund fylgjendur þar sem hún miðlar upplýsingum um kvenheilsu á aðgengilegan hátt en veitir samt ekki persónulega ráðgjöf. Taka fyrir allt tengt kvenheilsu Þegar félag kvensjúkdóma- og fæðingarlækna ræddi saman um leiðir til að fræða meira um kvenheilsu stakk Hanna Lilja upp á samstarfi við hlaðvarpið Kviknar, þar sem stór hluti hlustenda þáttanna eru konur. Umræðuefnið er þess eðlis að Andrea var auðvitað til í það samstarf. Hanna Lilja og Andrea eru byrjaðar í tökum og verða þættirnir að minnsta kosti sex talsins.Vísir/Vilhelm Þær Hanna Lilja og Andrea eru byrjaðar í tökum og verða þættirnir birtir reglulega næstu mánuði hér á Vísi og fara einnig samhliða því eins og aðrar efnisveitur eins og Spotify. „Við ætlum að taka fyrir efni eins og kvenheilsu almennt frá kynþroskaskeiði og fram yfir breytingaskeið. Svo um frjósemi, endómetríósu, getnaðarvarnir, tíðarhvörf, fósturmissi, leghálsskimanir og fleira,“ segir Andrea. Eldri þætti af Kviknar má finna HÉR á Vísi. Kvenheilsa Kviknar Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00 Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30 „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira
„Þegar ég var búin með fyrstu tvö árin kom þessi spurning, hverju ég vildi sérhæfa mig í. Það kom eiginlega strax þar, kvensjúkdóma- og fæðingarlækningar. Kvenheilsa, mér finnst svo mikilvægt að halda vel utan um konur. Ég er ekki að gera lítið úr karlmönnum. En að okkur líði vel á barneignaaldri skiptir svo vel fyrir komandi kynslóðir svo það er mikil forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna.“ Móðursystir Hönnu Lilju er kvensjúkdómalæknir og hafði það líka áhrif á hennar ákvörðun. „Hún er svolítið fyrirmynd mín í starfi, auðvitað vildi ég verða eins og Sigrún frænka.“ Mikilvægt að grípa inn í fyrr Hanna Lilja lauk kandidatsárinu sínu í Danmörku og er nú á Íslandi að taka sérnámið sitt þar sem fjölskyldan flutti hingað heim til Íslands árið 2016. Sem hluta af því námi er hún að starfa sem heimilislæknir og segist vera fyrst í sinni grein til að velja þá leið. „Þú þarft að taka fjögur ár á kvennadeild og svo er eitt ár sem er val. Áður fyrr fóru flestir á skurðdeild en ég sé að mig langar að fókusa meira á forvarnir og það að fyrirbyggja sjúkdóma. Ekki bara að laga þegar skaðinn er skeður heldur einblína meira á að grípa inn í fyrr. Það kom möguleiki á að taka þetta valár á heilsugæslustöð þannig að ég ákvað að láta reyna á það. Ég er sú fyrsta sem gerir það hérna svo þetta er smá tilraunaverkefni.“ Hún starfar því sem heimilislæknir á heilsugæslustöð og er með móttöku þar en er líka ráðgefandi fæðingarlæknir fyrir ljósmæðurnar og svo einu sinni í viku er ég með kvennamóttöku. Hanna Lilja segir að viðbrögðin við kvennamóttökunni sem hún er með á föstudögum hafi verið ótrúlega góð. Hanna Oddgeirsdóttir hefur mikinn áhuga á breytingarskeiði kvenna og segir að það þurfi að ræða það enn meira, enda þekki ekki allir einkennin.Vísir/Vilhelm „Fram að þessu hefur kannski ekkert verið neitt voðalega góð aðstaða til að gera kvenskoðanir á heilsugæslustöðvum. Þetta hefur verið frekar óþægilegar aðstæður og kannski ekkert verið neitt aðlaðandi fyrir konur að koma. En út af því að ljósmæðurnar á heilsugæslunni okkar voru að taka yfir leghálsskimanir þá var útbúin ótrúlega fín kvennastofa.“ Hún segir að viðtökurnar séu þannig að hugsanlega ætti þetta að vera svona víðar og það ætti að koma með enn meiri sérfræðiþekkingu inn á heilsugæslustöðvarnar. „Konur eru ótrúlega ánægðar og finnst geggjað að geta komið og rætt þetta á heilsugæslunni. Auðvitað eru kvensjúkdómalæknar með stofur úti í bæ en það getur verið miserfitt að komast að og sumum konum finnst bara betra að koma í sínu nærumhverfi.“ Breytingaskeiðið gleymist Hanna Lilja segir að konur séu með mikið af spurningum tengdar blæðingum, barneignum, breytingaskeiði og öðru, sem þeim finnist gott að geta rætt í þessum tímum. Að hennar mati gleymist oft að tala um það hvað það breytist mikið hjá konum eftir fertugt. „Það að fara á breytingaskeiðið, að fara í tíðahvörf, er ekkert bara að hætta á blæðingum. Þetta er alveg langt ferli og jafnvel tíu ár sem þú ert á þessu og þú getur byrjað strax 45 ára. Óreglulegar blæðingar, miklar blæðingar, breytingar á andlegri líðan, meiri gleymska og alls konar einkenni sem fæstir gera sér grein fyrir að tengist breytingaskeiðinu.“ Samhliða þessu verkefni opnaði Hanna Lilja Instagram síðu. Hugmyndin kviknaði eftir að hún svaraði spurningum í hlaðvarpinu Kviknar hér á Vísi. Þar var hún gestur Andreu Eyland og ætla þær nú að taka samstarfið enn lengra og gera saman sex til tíu þætti af hlaðvarpinu Kviknar, sérstaklega um kvenheilsu. Hanna Lilja og fleiri læknar muna þar miðla þekkingu sinni, ræða við Andreu, svara aðsendum spurningum frá Kviknar Instagram samfélaginu og fjalla um allt sem viðkemur þessu viðfangsefni. Andrea Eyland hefur síðustu mánuði fjallað um allt tengt meðgöngu, fæðingu og sængurlegu í hlaðvarpinu Kviknar hér á Vísi. Kviknar/Þorleifur Kamban. Fyrstu kynnin á skurðarborðinu Andrea Eyland er margra barna móðir og höfundur bókarinnar Kviknar. Hún gerði sjónvarpsþættina Líf Kviknar og Líf Dafnar sem sýndir voru á Stöð 2 fyrr á árinu og heldur svo úti hlaðvarpinu Kviknar hér á Vísi. Hún hefur sjálf fætt fimm börn, þar af eitt með keisara og var það Hanna Lilja sem framkvæmdi þá aðgerð. „Við Andrea kynnumst þegar ég er deildarlæknir á kvennadeildinni hérna á Landspítalanum þegar hún er að fara að eiga sitt fimmta barn,“ segir Hanna Lilja um þeirra fyrstu kynni. Þorleifur Kamban barnsfaðir Andreu tók upp fæðinguna og birtu þau svo myndbandið á Instagramminu Kviknar. „Ég var hugsaði bara vá, því ég hafði aldrei séð mig skera áður. Ég sá mig gera aðgerðina,“ segir Hanna Lilja um þetta myndband sem birt var á Kviknar Instagramminu. „Mér fannst gaman að sjá þetta, sjá eigin handbragð frá þessu sjónarhorni.“ View this post on Instagram A post shared by Kviknar (@kviknar) Með alls konar upplifanir á bakinu Í kjölfarið ákvað Hanna Lilja að senda Andreu línu, sem varð til þess að hún var fengin að koma sem gestur í hlaðvarpið og hafa þær verið í reglulegum samskiptum síðan. „Mér fannst svo gaman að hún sendi mér skilaboð af því að læknar eru oft eitthvað svo ósnertanleg stétt, en þarna var hún bara manneskja. Læknar eru bara fólk eins og við og það var svo gaman að tengjast henni þarna.“ Andrea fjallar mikið um fæðingar í hlaðvarpinu og á Instagram og segir hún að sennilega hafi yngsta barnið hennar fæðst með keisara, svo hún gæti tengst enn betur þeim hópi fylgjenda og hlustenda sinna sem hafa upplifað keisarafæðingar. Í hlaðvarpinu fékk Andrea Hönnu Lilju til að svara spurningum sem hlustendur höfðu sent inn fyrir þáttinn. „Maður vill auðvitað ræða það sem fólk vill ræða um og það sem brennur á fólki,“ útskýrir Hanna Lilja. Andrea segir að þær hafi tengst samstundis. „Við komumst að því þarna að við erum bara tvær mæður með alls konar upplifanir.“ Andrea Eyland hefur skapað samfélag foreldra undir nafninu Kviknar á Instagram, þar sem hún sýnir raunina á bak við þetta hlutverk og allt sem því fylgir.Vísir/Vilhelm Þörf umræða Andrea og barnsfaðir hennar eiga samtals átta börn og Hanna Lilja á þrjú börn. Þær eru sammála um að fæðingarupplifanirnar geta verið mjög ólíkar. „Það er engin mýta að það er engin fæðing eins. Þó að það sé hjá sömu konunni, er enginn fæðing eins. Þú veist í rauninni aldrei við hverju á að búast.“ Hanna Lilja viðurkennir að hlaðvarpið hafi verið út fyrir hennar þægindaramma að fara í hlaðvarpið, en hún hafi í leiðinni séð að það var mikil þörf fyrir umræðuna. View this post on Instagram A post shared by Hanna Lilja (@gynamedica) „Um allt mögulegt tengt kvenheilsu. Þarna sá ég það svart á hvítu. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt, að miðla þessum upplýsingum.“ Nýlega byrjaði hún með Instagram-síðuna Gynamedica og er nú komin með yfir tvö þúsund fylgjendur þar sem hún miðlar upplýsingum um kvenheilsu á aðgengilegan hátt en veitir samt ekki persónulega ráðgjöf. Taka fyrir allt tengt kvenheilsu Þegar félag kvensjúkdóma- og fæðingarlækna ræddi saman um leiðir til að fræða meira um kvenheilsu stakk Hanna Lilja upp á samstarfi við hlaðvarpið Kviknar, þar sem stór hluti hlustenda þáttanna eru konur. Umræðuefnið er þess eðlis að Andrea var auðvitað til í það samstarf. Hanna Lilja og Andrea eru byrjaðar í tökum og verða þættirnir að minnsta kosti sex talsins.Vísir/Vilhelm Þær Hanna Lilja og Andrea eru byrjaðar í tökum og verða þættirnir birtir reglulega næstu mánuði hér á Vísi og fara einnig samhliða því eins og aðrar efnisveitur eins og Spotify. „Við ætlum að taka fyrir efni eins og kvenheilsu almennt frá kynþroskaskeiði og fram yfir breytingaskeið. Svo um frjósemi, endómetríósu, getnaðarvarnir, tíðarhvörf, fósturmissi, leghálsskimanir og fleira,“ segir Andrea. Eldri þætti af Kviknar má finna HÉR á Vísi.
Kvenheilsa Kviknar Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00 Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30 „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira
„Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00
Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30
„Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00