Belgar með níu leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni í EM-hópnum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 15:31 Kevin De Bruyne, Romelu Lukaku og félagar þeirra í belgíska landsliðinu ætla sér stóra hluti á EM í sumar. Getty/Photonews Roberto Martinez valdi í dag lokahóp sinn fyrir komandi Evrópumót í knattspyrnu en Belgar eru í hóp sigurstranglegustu liðanna á mótinu. Martinez mátti velja 26 leikmenn í hópinn í stað 23 en sú undantekning er leyfð núna vegna kórónuveirufaraldursins. Það eru mikið af leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinni eða níu talsins. Martinez valdi líka leikmann sem fór í aðgerð á hásin í janúar og er nýbyrjaður að æfa aftur. Kevin de Bruyne hjá Manchester City er auðvitað í hópnum en þar eru líka þrír nýkrýndir bikarmeistarar með Leicester City eða þeir Timothy Castagne, Dennis Praet og Youri Tielemans. Romelu Lukaku, framherji Internazionale og Eden Hazard hjá Real Madrid eru líka í hópnum. Hinir leikmennirnir úr ensku úrvalsdeildinni eru þeir Toby Alderweireld hjá Tottenham, Leander Dendoncker hjá Úlfunum, Leandro Trossard hjá Brighton, Christian Benteke hjá Crystal Palace og Michy Batshuayi sem er í láni hjá Palace frá Chelsea. Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund, er líka í hópnum en hann fór í aðgerð á hásin í janúar og hefur nýliða hafið æfingar aftur af fullum krafti. „Það er sem að hópurinn telur nú 26 leikmenn þá get ég tekið áhættuna með Witsel. Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Roberto Martinez. Belgíumenn eru í riðli með Rússlandi, Danmörku og Finnlandi. 11.5 million Belgians. 26 names. 1 goal. #EURO2020 pic.twitter.com/DYK7pYPz9j— Belgian Red Devils (@BelRedDevils) May 17, 2021 EM-hópur Belgíumanna: Markmenn: Thibaut Courtois (Real Madrid), Simon Mignolet (Club Bruges) og Matz Sels (Racing Strasbourg). Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hotspur), Dedryck Boyata (Hertha Berlin), Timothy Castagne (Leicester City), Jason Denayer (Olympique Lyonnais), Thomas Meunier (Borussia Dortmund), Thomas Vermaelen (Vissel Kobe) og Jan Vertonghen (Benfica). Miðjumenn: Nacer Chadli (Istanbul Basaksehir), Kevin de Bruyne (Manchester City), Leander Dendoncker (Wolverhampton Wanderers), Thorgan Hazard (Borussia Dortmund), Dennis Praet, Youri Tielemans (báður frá Leicester City), Hans Vanaken (Club Bruges) og Axel Witsel (Borussia Dortmund). Framherjar: Michy Batshuayi, Christian Benteke (báðir frá Crystal Palace), Yannick Carrasco (Atletico Madrid), Jeremy Doku (Stade Rennes), Eden Hazard (Real Madrid), Romelu Lukaku (Inter Milan), Dries Mertens (Napoli) og Leandro Trossard (Brighton and Hove Albion). EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
Martinez mátti velja 26 leikmenn í hópinn í stað 23 en sú undantekning er leyfð núna vegna kórónuveirufaraldursins. Það eru mikið af leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinni eða níu talsins. Martinez valdi líka leikmann sem fór í aðgerð á hásin í janúar og er nýbyrjaður að æfa aftur. Kevin de Bruyne hjá Manchester City er auðvitað í hópnum en þar eru líka þrír nýkrýndir bikarmeistarar með Leicester City eða þeir Timothy Castagne, Dennis Praet og Youri Tielemans. Romelu Lukaku, framherji Internazionale og Eden Hazard hjá Real Madrid eru líka í hópnum. Hinir leikmennirnir úr ensku úrvalsdeildinni eru þeir Toby Alderweireld hjá Tottenham, Leander Dendoncker hjá Úlfunum, Leandro Trossard hjá Brighton, Christian Benteke hjá Crystal Palace og Michy Batshuayi sem er í láni hjá Palace frá Chelsea. Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund, er líka í hópnum en hann fór í aðgerð á hásin í janúar og hefur nýliða hafið æfingar aftur af fullum krafti. „Það er sem að hópurinn telur nú 26 leikmenn þá get ég tekið áhættuna með Witsel. Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Roberto Martinez. Belgíumenn eru í riðli með Rússlandi, Danmörku og Finnlandi. 11.5 million Belgians. 26 names. 1 goal. #EURO2020 pic.twitter.com/DYK7pYPz9j— Belgian Red Devils (@BelRedDevils) May 17, 2021 EM-hópur Belgíumanna: Markmenn: Thibaut Courtois (Real Madrid), Simon Mignolet (Club Bruges) og Matz Sels (Racing Strasbourg). Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hotspur), Dedryck Boyata (Hertha Berlin), Timothy Castagne (Leicester City), Jason Denayer (Olympique Lyonnais), Thomas Meunier (Borussia Dortmund), Thomas Vermaelen (Vissel Kobe) og Jan Vertonghen (Benfica). Miðjumenn: Nacer Chadli (Istanbul Basaksehir), Kevin de Bruyne (Manchester City), Leander Dendoncker (Wolverhampton Wanderers), Thorgan Hazard (Borussia Dortmund), Dennis Praet, Youri Tielemans (báður frá Leicester City), Hans Vanaken (Club Bruges) og Axel Witsel (Borussia Dortmund). Framherjar: Michy Batshuayi, Christian Benteke (báðir frá Crystal Palace), Yannick Carrasco (Atletico Madrid), Jeremy Doku (Stade Rennes), Eden Hazard (Real Madrid), Romelu Lukaku (Inter Milan), Dries Mertens (Napoli) og Leandro Trossard (Brighton and Hove Albion).
EM-hópur Belgíumanna: Markmenn: Thibaut Courtois (Real Madrid), Simon Mignolet (Club Bruges) og Matz Sels (Racing Strasbourg). Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hotspur), Dedryck Boyata (Hertha Berlin), Timothy Castagne (Leicester City), Jason Denayer (Olympique Lyonnais), Thomas Meunier (Borussia Dortmund), Thomas Vermaelen (Vissel Kobe) og Jan Vertonghen (Benfica). Miðjumenn: Nacer Chadli (Istanbul Basaksehir), Kevin de Bruyne (Manchester City), Leander Dendoncker (Wolverhampton Wanderers), Thorgan Hazard (Borussia Dortmund), Dennis Praet, Youri Tielemans (báður frá Leicester City), Hans Vanaken (Club Bruges) og Axel Witsel (Borussia Dortmund). Framherjar: Michy Batshuayi, Christian Benteke (báðir frá Crystal Palace), Yannick Carrasco (Atletico Madrid), Jeremy Doku (Stade Rennes), Eden Hazard (Real Madrid), Romelu Lukaku (Inter Milan), Dries Mertens (Napoli) og Leandro Trossard (Brighton and Hove Albion).
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira