Tilmæli um lækkun umferðarhraða í þéttbýli í 30 km á klukkustund Heimsljós 18. maí 2021 14:03 UN Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að á hverju ári deyja rúmlega 1,3 milljónir manna í umferðarslysum. Í gær hófst sjötta alþjóðlega umferðaröryggisvika Sameinuðu þjóðanna. Að þessu sinni er áhersla lögð á fækkun umferðarslysa með tilmælum til borgar- og bæjaryfirvalda að lækka hámarkshraða í þéttbýli niður í 30 km á klukkustund, á götum með gangandi vegfarendum, reiðhjólafólki og öðrum sem stafar mest hætta á umferð vélknúinna ökutækja. Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að á hverju ári deyja rúmlega 1,3 milljónir manna í umferðarslysum – sem merkir eitt mannslíf á 24 sekúndna fresti. Of hraður akstur er meginskýringin á umferðarslysum en eitt af hverjum þremur dauðsföllum í hátekjuríkjum er rakið til hraðaaksturs. Í frétt frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir að frá því snemma árs í fyrra hafi dregið úr umferð vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og aukinnar fjarvinnu að heiman. Þetta hafi leitt til fækkunar á umferðarslysum en hins vegar hafi dauðaslysum í umferðinni ekki fækkað hlutfallslega vegna þess að umferðarhraði hafi aukist. „Við þurfum á nýrri framtíðarsýn að halda til að skapa öruggar, heilbrigðar, grænar og lífvænlegar borgir,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO. „Götur með lágum hámarkshraða eru mikilvægur þáttur í þeirra framtíðarsýn. Nú þegar við byggjum okkur upp eftir COVID-19 eigum við skapa öruggar samgöngur fyrir öruggari heim.“ Gangandi vegfarandur, reiðhjólafólk og vélhjólafólk er í meirihluta þeirra sem deyja í umferðarslysum. Um 93 prósent banaslysa í umferðinni verða í lág- eða millitekjuríkjum. Þá eru umferðarslys helsta banamein barna og ungs fólks á aldrinum 5-29 ára. Alþjóðlega umferðaröryggisvikan markar upphaf áratugs aðgerða í þágu umferðaröryggis 2021-2030 og Sameinuðu þjóðirnar hafa ásamt WHO hleypt af stokkunum herferðinni #Streets For Life #Love30. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Umferðaröryggi Umferð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent
Í gær hófst sjötta alþjóðlega umferðaröryggisvika Sameinuðu þjóðanna. Að þessu sinni er áhersla lögð á fækkun umferðarslysa með tilmælum til borgar- og bæjaryfirvalda að lækka hámarkshraða í þéttbýli niður í 30 km á klukkustund, á götum með gangandi vegfarendum, reiðhjólafólki og öðrum sem stafar mest hætta á umferð vélknúinna ökutækja. Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að á hverju ári deyja rúmlega 1,3 milljónir manna í umferðarslysum – sem merkir eitt mannslíf á 24 sekúndna fresti. Of hraður akstur er meginskýringin á umferðarslysum en eitt af hverjum þremur dauðsföllum í hátekjuríkjum er rakið til hraðaaksturs. Í frétt frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir að frá því snemma árs í fyrra hafi dregið úr umferð vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og aukinnar fjarvinnu að heiman. Þetta hafi leitt til fækkunar á umferðarslysum en hins vegar hafi dauðaslysum í umferðinni ekki fækkað hlutfallslega vegna þess að umferðarhraði hafi aukist. „Við þurfum á nýrri framtíðarsýn að halda til að skapa öruggar, heilbrigðar, grænar og lífvænlegar borgir,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO. „Götur með lágum hámarkshraða eru mikilvægur þáttur í þeirra framtíðarsýn. Nú þegar við byggjum okkur upp eftir COVID-19 eigum við skapa öruggar samgöngur fyrir öruggari heim.“ Gangandi vegfarandur, reiðhjólafólk og vélhjólafólk er í meirihluta þeirra sem deyja í umferðarslysum. Um 93 prósent banaslysa í umferðinni verða í lág- eða millitekjuríkjum. Þá eru umferðarslys helsta banamein barna og ungs fólks á aldrinum 5-29 ára. Alþjóðlega umferðaröryggisvikan markar upphaf áratugs aðgerða í þágu umferðaröryggis 2021-2030 og Sameinuðu þjóðirnar hafa ásamt WHO hleypt af stokkunum herferðinni #Streets For Life #Love30. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Umferðaröryggi Umferð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent