Kominn tími á að jafna kynjahlutföllin Eiður Þór Árnason skrifar 18. maí 2021 15:41 Um 6.300 manns sóttu Laugardalshöll í dag. Vísir/Vilhelm Um 6.300 fengu bóluefni Pfizer/BioNTech í Laugardalshöll í dag. Er það svipaður fjöldi og í gær þegar tæplega 7.200 fengu bóluefni Moderna. Annars vegar er um að ræða fólk sem var að fá sinn seinni skammt og hins vegar konur yngri en 55 ára sem tilheyra áhættuhópum. „Svo gerum við smá hlé og verðum með Janssen á fimmtudaginn þegar ráðherrafundurinn er búinn,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og vísar þar til ráðherrafundar Norðurskautsráðsins sem hefst á miðvikudag og lýkur á fimmtudag. Ragnheiður segir að bólusetning hafi gengið mjög vel síðustu daga og að tími hafi verið kominn á að jafna kynjahlutföllin. Um 37 þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca hafa verið gefnir hérlendis síðustu þrjár vikur. Enginn þeirra hefur farið til kvenna undir 55 ára aldri í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Áfram er bólusett eftir aldursröð innan forgangshópa en Ragnheiður vonast til að bólusetning með slembiúrtaki þvert á aldurshópa muni hefjast í næstu viku þegar uppfærslu tölvukerfis verður lokið. Talið er að slík aðferð geti stytt tímann sem taki til að ná hjarðónæmi. Hnikuðu til vegna fundarins Líkt og áður segir var tekið mið af ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þegar bólusetningavikan var sett upp að þessu sinni en undir venjulegum kringumstæðum yrði bólusetningu lokið á miðvikudag í stað þess að bíða fram á fimmtudag. Mikið umstang er í kringum sendinefndir utanríkisráðherranna sem sækja fundinn og má gera ráð fyrir að bílalestir þeirra verði áberandi í Reykjavík. „Við gátum kannski ekki alveg verið að teppa alla umferð þarna í kring,“ segir Ragnheiður. „Við áttum bara tvö þúsund skammta af Janssen eftir svo það er ekkert mál að taka það á fimmtudaginn eftir hádegi.“ Aðspurð segir hún að tilfærslan hafi ekki verið gerð að beiðni utanríkisráðuneytisins eða annarra yfirvalda. Ragnheiður gerir ráð fyrir að næsta bólusetningavika verði eitthvað minni í sniðum en sú sem nú stendur yfir. Þá er von á jafnmörgum skömmtum frá Pfizer/BioNTech auk sendingar frá AstraZeneca. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga. 18. maí 2021 08:00 Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36 Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7. maí 2021 17:14 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Svo gerum við smá hlé og verðum með Janssen á fimmtudaginn þegar ráðherrafundurinn er búinn,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og vísar þar til ráðherrafundar Norðurskautsráðsins sem hefst á miðvikudag og lýkur á fimmtudag. Ragnheiður segir að bólusetning hafi gengið mjög vel síðustu daga og að tími hafi verið kominn á að jafna kynjahlutföllin. Um 37 þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca hafa verið gefnir hérlendis síðustu þrjár vikur. Enginn þeirra hefur farið til kvenna undir 55 ára aldri í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Áfram er bólusett eftir aldursröð innan forgangshópa en Ragnheiður vonast til að bólusetning með slembiúrtaki þvert á aldurshópa muni hefjast í næstu viku þegar uppfærslu tölvukerfis verður lokið. Talið er að slík aðferð geti stytt tímann sem taki til að ná hjarðónæmi. Hnikuðu til vegna fundarins Líkt og áður segir var tekið mið af ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þegar bólusetningavikan var sett upp að þessu sinni en undir venjulegum kringumstæðum yrði bólusetningu lokið á miðvikudag í stað þess að bíða fram á fimmtudag. Mikið umstang er í kringum sendinefndir utanríkisráðherranna sem sækja fundinn og má gera ráð fyrir að bílalestir þeirra verði áberandi í Reykjavík. „Við gátum kannski ekki alveg verið að teppa alla umferð þarna í kring,“ segir Ragnheiður. „Við áttum bara tvö þúsund skammta af Janssen eftir svo það er ekkert mál að taka það á fimmtudaginn eftir hádegi.“ Aðspurð segir hún að tilfærslan hafi ekki verið gerð að beiðni utanríkisráðuneytisins eða annarra yfirvalda. Ragnheiður gerir ráð fyrir að næsta bólusetningavika verði eitthvað minni í sniðum en sú sem nú stendur yfir. Þá er von á jafnmörgum skömmtum frá Pfizer/BioNTech auk sendingar frá AstraZeneca.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga. 18. maí 2021 08:00 Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36 Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7. maí 2021 17:14 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga. 18. maí 2021 08:00
Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36
Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7. maí 2021 17:14