22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 12:30 Memphis Depay hefur skorað 20 mörk í frönsku 1. deildinni í vetur og gæti reynst Hollendingum dýrmætur á EM. GETTY/MAURICE VAN STEEN Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. Úkraína og Austurríki koma til með að veita Hollendingum keppni um efsta sætið og ætla sér svo sannarlega upp úr riðlinum. Norður-Makedónía er lakasta lið keppninnar, samkvæmt heimslistanum, og fór afar auðvelda leið á EM en sýndi með sigrinum á Þýskalandi í mars að ekkert er útilokað. Íslendingar ættu að gefa Norður-Makedóníumönnum gaum því þeir mæta á Laugardalsvöll í haust. Leikirnir í C-riðli: 13. júní kl. 16: Austurríki - N-Makedónía, Búkarest 13. júní kl. 19: Holland - Úkraína, Amsterdam 17. júní kl. 13: Úkraína - N-Makedónía, Búkarest 17. júní kl. 19: Holland - Austurríki, Amsterdam 21. júní kl. 16: Úkraína - Austurríki, Búkarest 21. júní kl. 16: N-Makedónía - Austurríki, Amsterdam Það mun mikið mæða á Georginio Wijnaldum ef Holland á að ná langt á EM.Getty/Aykut Akici Holland Þjálfari: Frank de Boer Stjörnur liðsins: Georginio Wijnaldum (Liverpool), Memphis Depay (Lyon), Frenkie de Jong (Barcelona). Árangur á EM: Níu sinnum með (1976, 1980, 1988, 1992, 1996, 2000, 2004, 2008 og 2012). Evrópumeistari 1988. Hollendingar eru með sterkasta leikmannahópinn í C-riðli þó að vissulega sé áfall fyrir þá að Virgil van Dijk hafi ekki jafnað sig af meiðslum í tæka tíð fyrir mótið. Þessi stórþjóð í fótboltanum mætir svelt til leiks nú eftir hafa horft á eftir sæti á EM 2016 í hendur Íslendinga og einnig misst af HM 2018. Hollendingar komust auðveldlega áfram úr undankeppninni, undir stjórn Ronalds Koeman, en enduðu þó fyrir neðan Þýskaland í sínum riðli. Liðið tapaði svo fyrir Tyrklandi í fyrsta leik í undankeppni HM í mars og væntingar til þess eru hófstilltar þó að allir geri ráð fyrir að Holland fljúgi upp úr riðlinum. Frank de Boer tók við af Koeman í september í fyrra þegar sá síðarnefndi tók við Barcelona. De Boer var aðstoðarþjálfari þegar Holland komst í úrslitaleik HM árið 2010 og lék með liðinu þegar það hafnaði í 4. sæti á HM 1998. Austurríki Marko Arnautovic felldi tár eftir tapið gegn Íslandi á EM 2016 sem þýddi að Austurríki var úr leik en Ísland komið áfram í 16-liða úrslit. Aron Einar Gunnarsson gekk til hans til að hughreysta hann.Getty/Peter Kneffel Þjálfari: Franco Foda Stjörnur liðsins: David Alaba (Bayern), Marcel Sabitzer (RB Leipzig), Marko Arnautovic (Shanghai Port). Árangur á EM: Tvisvar með (2008 og 2016). Aldrei komist upp úr riðlakeppni. Á meðan að Íslendingar hugsa um markið hans Arnórs Ingva Traustasonar í París, á EM 2016, sem eitt af stærstu augnablikum íslenskrar íþróttasögu þá gráta Austurríkismenn það að hafa ekki unnið leikinn. Þeir eru staðráðnir í að gera betur nú og komast í fyrsta sinn upp úr riðlakeppninni. David Alaba, sem fer frá Bayern til Real Madrid í sumar, mun leiða Austurríkismenn áfram en fleiri þurfa að láta til sín taka eins og Marko Arnautovic, fyrrverandi leikmaður West Ham og Stoke, sem skoraði sex mörk í undankeppni EM. Undir stjórn Franco Foda, sem tók við Austurríki í lok árs 2017, endaði liðið í 2. sæti í sínum riðli í undankeppni EM, á eftir Póllandi. Austurríki vann meðal annars báða leiki sína við Norður-Makedóníu sem á ný verður andstæðingur liðsins á EM. Úkraína Vinstri fóturinn hans Oleksandr Zinchenko verður með á EM.Getty/Stanislav Vedmid Þjálfari: Andriy Shevchenko Stjörnur liðsins: Oleksandr Zinchenko (Man. City), Andriy Yarmolenko (West Ham), Ruslan Malinovskyi (Atalanta). Árangur á EM: Tvisvar sinnum með (2012 og 2016). Aldrei komist upp úr riðlakeppni. Eftir að hafa horft upp á HM-sæti til Íslendinga fyrir þremur árum flugu Úkraínumenn í gegnum undankeppni EM án þess að tapa leik. Liðið endaði fyrir ofan ríkjandi Evrópumeistara Portúgals. Gamla markamaskínan úr AC Milan (og Chelsea), Andriy Shevchenko, hefur stýrt Úkraínu frá árinu 2016. Hann er með nokkra hágæðaleikmenn í sínum hópi, þar á meðal þrefalda Englandsmeistarann Oleksandr Zinchenko og Andriy Yarmolenko sem farinn er að nálgast markamet þjálfarans en glímir reyndar við óvissu vegna meiðsla. Þó að ekki megi líta framhjá góðum árangri þegar Úkraína tilheyrði Sovétríkjunum þá hefur úkraínska landsliðið litlum árangri náð og vill bæta úr því. Liðið hefur ekki náð lengra en í riðlakeppni EM og þetta er í fyrsta sinn sem Úkraína kemst á mótið án þess að þurfa að fara í umspil eða fá frípassa sem heimaþjóð. Norður-Makedónía Goran Pandev verður 38 ára í sumar en það leynast enn töfrar í tánum.Getty/Alex Gottschalk Þjálfari: Igor Angelovski. Stjörnur liðsins: Goran Pandev (Genoa), Ezgjan Alioski (Leeds), Elif Elmas (Napoli). Árangur á EM: Nýliði. Norður-Makedóníumenn verða andstæðingar Íslands í haust í undankeppni HM. Fyrst ætla þeir sér hins vegar að sýna sig og sanna á sínu fyrsta stórmóti og þangað fara þeir fullir sjálfstrausts eftir útisigurinn óvænta á Þýskalandi í mars. Með gamla brýnið Goran Pandev í broddi fylkingar komst Norður-Makedónía á EM í gegnum umspil. Þar græddi liðið á því að hafa verið í neðstu deild Þjóðadeildarinnar því UEFA ákvað að eitt lið þaðan kæmist á EM. Á meðan að Ísland hefði þurft að vinna Rúmeníu og Ungverjaland til að komast úr sínu umspili, þurfti Norður-Makedónía því aðeins að vinna Kósovó og Georgíu. Það verður að teljast auðveldasta leið á EM í sögu keppninnar. Pandev skoraði einmitt eina markið í sigrinum á Georgíu. Igor Angelovski hefur stýrt Norður-Makedóníu í fimm og hálft ár. Þessi 44 ára Makedóníumaður hafði áður náð góðum árangri með Rabotnicki í deildinni heima, í sínu fyrsta þjálfarastarfi. Það yrði hálfgert kraftaverk ef Norður-Makedónía kæmist upp úr riðlinum en ekkert er útilokað, sérstaklega ef hinn ungi miðjumaður Napoli, Eljif Elmas, nær að láta ljós sitt skína. Hvað tekur við? Tvö efstu liðin í riðlinum eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast einnig í 16-liða úrslitin. Sigurliðið í C-riðli mætir liðinu í 3. sæti í riðli D, E eða F. Liðið í 2. sæti C-riðils mætir sigurliði A-riðils (Ítalía, Tyrkland, Wales, Sviss). Ef liðið í 3. sæti C-riðils kemst áfram mætir það sigurliði F-riðils eða sigurliði E-riðils. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 23 dagar í EM: Níu mörk í fimm leikjum er met sem seint verður slegið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nú ætlum við að skora frammistöðu Michel Platini á EM 1984. 19. maí 2021 12:01 24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. 18. maí 2021 12:01 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjá meira
Úkraína og Austurríki koma til með að veita Hollendingum keppni um efsta sætið og ætla sér svo sannarlega upp úr riðlinum. Norður-Makedónía er lakasta lið keppninnar, samkvæmt heimslistanum, og fór afar auðvelda leið á EM en sýndi með sigrinum á Þýskalandi í mars að ekkert er útilokað. Íslendingar ættu að gefa Norður-Makedóníumönnum gaum því þeir mæta á Laugardalsvöll í haust. Leikirnir í C-riðli: 13. júní kl. 16: Austurríki - N-Makedónía, Búkarest 13. júní kl. 19: Holland - Úkraína, Amsterdam 17. júní kl. 13: Úkraína - N-Makedónía, Búkarest 17. júní kl. 19: Holland - Austurríki, Amsterdam 21. júní kl. 16: Úkraína - Austurríki, Búkarest 21. júní kl. 16: N-Makedónía - Austurríki, Amsterdam Það mun mikið mæða á Georginio Wijnaldum ef Holland á að ná langt á EM.Getty/Aykut Akici Holland Þjálfari: Frank de Boer Stjörnur liðsins: Georginio Wijnaldum (Liverpool), Memphis Depay (Lyon), Frenkie de Jong (Barcelona). Árangur á EM: Níu sinnum með (1976, 1980, 1988, 1992, 1996, 2000, 2004, 2008 og 2012). Evrópumeistari 1988. Hollendingar eru með sterkasta leikmannahópinn í C-riðli þó að vissulega sé áfall fyrir þá að Virgil van Dijk hafi ekki jafnað sig af meiðslum í tæka tíð fyrir mótið. Þessi stórþjóð í fótboltanum mætir svelt til leiks nú eftir hafa horft á eftir sæti á EM 2016 í hendur Íslendinga og einnig misst af HM 2018. Hollendingar komust auðveldlega áfram úr undankeppninni, undir stjórn Ronalds Koeman, en enduðu þó fyrir neðan Þýskaland í sínum riðli. Liðið tapaði svo fyrir Tyrklandi í fyrsta leik í undankeppni HM í mars og væntingar til þess eru hófstilltar þó að allir geri ráð fyrir að Holland fljúgi upp úr riðlinum. Frank de Boer tók við af Koeman í september í fyrra þegar sá síðarnefndi tók við Barcelona. De Boer var aðstoðarþjálfari þegar Holland komst í úrslitaleik HM árið 2010 og lék með liðinu þegar það hafnaði í 4. sæti á HM 1998. Austurríki Marko Arnautovic felldi tár eftir tapið gegn Íslandi á EM 2016 sem þýddi að Austurríki var úr leik en Ísland komið áfram í 16-liða úrslit. Aron Einar Gunnarsson gekk til hans til að hughreysta hann.Getty/Peter Kneffel Þjálfari: Franco Foda Stjörnur liðsins: David Alaba (Bayern), Marcel Sabitzer (RB Leipzig), Marko Arnautovic (Shanghai Port). Árangur á EM: Tvisvar með (2008 og 2016). Aldrei komist upp úr riðlakeppni. Á meðan að Íslendingar hugsa um markið hans Arnórs Ingva Traustasonar í París, á EM 2016, sem eitt af stærstu augnablikum íslenskrar íþróttasögu þá gráta Austurríkismenn það að hafa ekki unnið leikinn. Þeir eru staðráðnir í að gera betur nú og komast í fyrsta sinn upp úr riðlakeppninni. David Alaba, sem fer frá Bayern til Real Madrid í sumar, mun leiða Austurríkismenn áfram en fleiri þurfa að láta til sín taka eins og Marko Arnautovic, fyrrverandi leikmaður West Ham og Stoke, sem skoraði sex mörk í undankeppni EM. Undir stjórn Franco Foda, sem tók við Austurríki í lok árs 2017, endaði liðið í 2. sæti í sínum riðli í undankeppni EM, á eftir Póllandi. Austurríki vann meðal annars báða leiki sína við Norður-Makedóníu sem á ný verður andstæðingur liðsins á EM. Úkraína Vinstri fóturinn hans Oleksandr Zinchenko verður með á EM.Getty/Stanislav Vedmid Þjálfari: Andriy Shevchenko Stjörnur liðsins: Oleksandr Zinchenko (Man. City), Andriy Yarmolenko (West Ham), Ruslan Malinovskyi (Atalanta). Árangur á EM: Tvisvar sinnum með (2012 og 2016). Aldrei komist upp úr riðlakeppni. Eftir að hafa horft upp á HM-sæti til Íslendinga fyrir þremur árum flugu Úkraínumenn í gegnum undankeppni EM án þess að tapa leik. Liðið endaði fyrir ofan ríkjandi Evrópumeistara Portúgals. Gamla markamaskínan úr AC Milan (og Chelsea), Andriy Shevchenko, hefur stýrt Úkraínu frá árinu 2016. Hann er með nokkra hágæðaleikmenn í sínum hópi, þar á meðal þrefalda Englandsmeistarann Oleksandr Zinchenko og Andriy Yarmolenko sem farinn er að nálgast markamet þjálfarans en glímir reyndar við óvissu vegna meiðsla. Þó að ekki megi líta framhjá góðum árangri þegar Úkraína tilheyrði Sovétríkjunum þá hefur úkraínska landsliðið litlum árangri náð og vill bæta úr því. Liðið hefur ekki náð lengra en í riðlakeppni EM og þetta er í fyrsta sinn sem Úkraína kemst á mótið án þess að þurfa að fara í umspil eða fá frípassa sem heimaþjóð. Norður-Makedónía Goran Pandev verður 38 ára í sumar en það leynast enn töfrar í tánum.Getty/Alex Gottschalk Þjálfari: Igor Angelovski. Stjörnur liðsins: Goran Pandev (Genoa), Ezgjan Alioski (Leeds), Elif Elmas (Napoli). Árangur á EM: Nýliði. Norður-Makedóníumenn verða andstæðingar Íslands í haust í undankeppni HM. Fyrst ætla þeir sér hins vegar að sýna sig og sanna á sínu fyrsta stórmóti og þangað fara þeir fullir sjálfstrausts eftir útisigurinn óvænta á Þýskalandi í mars. Með gamla brýnið Goran Pandev í broddi fylkingar komst Norður-Makedónía á EM í gegnum umspil. Þar græddi liðið á því að hafa verið í neðstu deild Þjóðadeildarinnar því UEFA ákvað að eitt lið þaðan kæmist á EM. Á meðan að Ísland hefði þurft að vinna Rúmeníu og Ungverjaland til að komast úr sínu umspili, þurfti Norður-Makedónía því aðeins að vinna Kósovó og Georgíu. Það verður að teljast auðveldasta leið á EM í sögu keppninnar. Pandev skoraði einmitt eina markið í sigrinum á Georgíu. Igor Angelovski hefur stýrt Norður-Makedóníu í fimm og hálft ár. Þessi 44 ára Makedóníumaður hafði áður náð góðum árangri með Rabotnicki í deildinni heima, í sínu fyrsta þjálfarastarfi. Það yrði hálfgert kraftaverk ef Norður-Makedónía kæmist upp úr riðlinum en ekkert er útilokað, sérstaklega ef hinn ungi miðjumaður Napoli, Eljif Elmas, nær að láta ljós sitt skína. Hvað tekur við? Tvö efstu liðin í riðlinum eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast einnig í 16-liða úrslitin. Sigurliðið í C-riðli mætir liðinu í 3. sæti í riðli D, E eða F. Liðið í 2. sæti C-riðils mætir sigurliði A-riðils (Ítalía, Tyrkland, Wales, Sviss). Ef liðið í 3. sæti C-riðils kemst áfram mætir það sigurliði F-riðils eða sigurliði E-riðils.
Leikirnir í C-riðli: 13. júní kl. 16: Austurríki - N-Makedónía, Búkarest 13. júní kl. 19: Holland - Úkraína, Amsterdam 17. júní kl. 13: Úkraína - N-Makedónía, Búkarest 17. júní kl. 19: Holland - Austurríki, Amsterdam 21. júní kl. 16: Úkraína - Austurríki, Búkarest 21. júní kl. 16: N-Makedónía - Austurríki, Amsterdam
Þjálfari: Frank de Boer Stjörnur liðsins: Georginio Wijnaldum (Liverpool), Memphis Depay (Lyon), Frenkie de Jong (Barcelona). Árangur á EM: Níu sinnum með (1976, 1980, 1988, 1992, 1996, 2000, 2004, 2008 og 2012). Evrópumeistari 1988.
Þjálfari: Franco Foda Stjörnur liðsins: David Alaba (Bayern), Marcel Sabitzer (RB Leipzig), Marko Arnautovic (Shanghai Port). Árangur á EM: Tvisvar með (2008 og 2016). Aldrei komist upp úr riðlakeppni.
Þjálfari: Andriy Shevchenko Stjörnur liðsins: Oleksandr Zinchenko (Man. City), Andriy Yarmolenko (West Ham), Ruslan Malinovskyi (Atalanta). Árangur á EM: Tvisvar sinnum með (2012 og 2016). Aldrei komist upp úr riðlakeppni.
Þjálfari: Igor Angelovski. Stjörnur liðsins: Goran Pandev (Genoa), Ezgjan Alioski (Leeds), Elif Elmas (Napoli). Árangur á EM: Nýliði.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 23 dagar í EM: Níu mörk í fimm leikjum er met sem seint verður slegið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nú ætlum við að skora frammistöðu Michel Platini á EM 1984. 19. maí 2021 12:01 24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. 18. maí 2021 12:01 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjá meira
23 dagar í EM: Níu mörk í fimm leikjum er met sem seint verður slegið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nú ætlum við að skora frammistöðu Michel Platini á EM 1984. 19. maí 2021 12:01
24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. 18. maí 2021 12:01
25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01
26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01
27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00
28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00
29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15
30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00