Íslendingar mæta frægustu og bestu FIFA-spilurum heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 09:30 vísir/ksí/dan mullan Ísland hefur leik í undankeppni FIFA eNations Cup í dag. Næstu tvo daga leikur íslenska liðið sex leiki og verða þeir allir sýndir beint á Stöð 2 eSport. Auk Íslands eru Pólland, England, Eistland, Belgía, Ísrael og Króatía í riðlinum í undankeppninni. Fjögur efstu liðin komast áfram í næstu umferð sem verður leikin á morgun og laugardaginn. Íslenska liðið er skipað þeim Aroni Þormari Lárussyni, Tindi Örvari Örvarssyni, Bjarka Má Sigurðssyni og Alexander Aroni Hannessyni. Riðilinn sem Ísland er í er afar sterkur. England er til að mynda með eitt besta lið heims og eru með hina öflugu hashtag Tom og Tekkz innan sinna raða. Þeir eru sennilega frægustu og bestu FIFA-spilarar heims. Tekkz (Donovan Hunt) hashtag Tom (Tom Leese) hafa báðir unnið ensku úrvalsdeildina í eFótbolta, Tekkz með Liverpool en hashtag Tom með Watford. Tekkz hefur einnig unnið Meistaradeildina í eFótbolta. Hashtag Tom og Tekkz, eða Tom Leese og Donovan Hunt, eins og þeir heita réttum nöfnum.vísir/dan mullan Eftir góðan árangur í æfingaleikjum er Ísland talið ellefta besta lið Evrópu. Ísland mætir Eistlandi, Englandi, Króatíu og Belgíu í dag og Póllandi og Ísrael á morgun. Bein útsending frá undankeppninni hefst á Stöð 2 eSport klukkan 14:50 í dag og á morgun. FIFA eNations Cup fór í fyrsta sinn fram fyrir tveimur árum og þá hrósaði Frakkland sigri. Frakkar unnu Argentínumenn í úrslitaleik, 3-2. Rafíþróttir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti
Auk Íslands eru Pólland, England, Eistland, Belgía, Ísrael og Króatía í riðlinum í undankeppninni. Fjögur efstu liðin komast áfram í næstu umferð sem verður leikin á morgun og laugardaginn. Íslenska liðið er skipað þeim Aroni Þormari Lárussyni, Tindi Örvari Örvarssyni, Bjarka Má Sigurðssyni og Alexander Aroni Hannessyni. Riðilinn sem Ísland er í er afar sterkur. England er til að mynda með eitt besta lið heims og eru með hina öflugu hashtag Tom og Tekkz innan sinna raða. Þeir eru sennilega frægustu og bestu FIFA-spilarar heims. Tekkz (Donovan Hunt) hashtag Tom (Tom Leese) hafa báðir unnið ensku úrvalsdeildina í eFótbolta, Tekkz með Liverpool en hashtag Tom með Watford. Tekkz hefur einnig unnið Meistaradeildina í eFótbolta. Hashtag Tom og Tekkz, eða Tom Leese og Donovan Hunt, eins og þeir heita réttum nöfnum.vísir/dan mullan Eftir góðan árangur í æfingaleikjum er Ísland talið ellefta besta lið Evrópu. Ísland mætir Eistlandi, Englandi, Króatíu og Belgíu í dag og Póllandi og Ísrael á morgun. Bein útsending frá undankeppninni hefst á Stöð 2 eSport klukkan 14:50 í dag og á morgun. FIFA eNations Cup fór í fyrsta sinn fram fyrir tveimur árum og þá hrósaði Frakkland sigri. Frakkar unnu Argentínumenn í úrslitaleik, 3-2.
Rafíþróttir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti