Nóg væntanlegt í bíó Heiðar Sumarliðason skrifar 20. maí 2021 14:31 Fast & Furious 9 er væntanleg. Í gær safnaðist allt helsta fólkið í Hollywood saman og fagnaði því að dyrnar að kvikmyndahúsum séu nú galopnar. Þar kynntu kvikmyndaverin sínar helstu væntanlegu myndir, en margar þeirra urðu frestunum að bráð vegna Covid-19. Þetta þýðir að íslenskir kvikmyndahúsagestir eiga von á betri tíð og munu stórmyndir loks skjóta upp kollinum á komandi vikum og mánuðum. Hér gefur að líta það helsta sem er væntanlegt í íslensk kvikmyndahús á næstu fjórum vikum. A Quiet Place Part II. Sambíó, Laugarásbíó. 26. maí. A Quiet Place er klárlega ein af betur heppnuðu hrollvekjum síðari ára, en nú kemur framhald hennar. Hún fjallaði um baráttu Abbott-fjölskyldunnar við blind skrímsli með ofurnæma heyrn. Hér halda þau viðureign sinni við skrímslin áfram, en ný ógn lætur þó einnig á sér kræla. Það munaði minnstu að A Quiet Place Part II slyppi inn fyrir fyrstu Covid-lokanir, auglýsingaskiltið var m.a.s. komið á framhlið Sambíóanna við Álfabakka á sínum tíma. Það er því viðeigandi að hún sé ein fyrstu seinkuðu myndanna til að rata á hvíta tjaldið. Dómar um myndina hafa þegar birst og eru í jákvæðari kantinum, þó þeir nái ekki alveg sömu hæðum og umsagnir um fyrri myndina. Cruella. Sambíó, Smárabíó. 26. maí. Cruella fjallar um yngri ári Cruellu de Vil úr 101 Dalmatians. Það er Emma Stone sem leikur Grimmhildi, sem síðar átti sér þá ósk heitasta að eignast pels úr dalmatíuhundaskinni. Í þessum undanfara er de Vil ungur og upprennandi fatahönnuður í miðri pönk senunni í London. En hér sjáum við hvað varð til þess að hún breyttist í grimman hundaslátrara. Cruella er gefin út á Disney+ samhliða kvikmyndahúsaútgáfunni, en greiða þarf aukalega fyrir aðgang að henni þar. Saumaklúbburinn. Laugarásbíó, Smárabíó. 2. júní. Fimm konur á besta aldri skella sér saman í bústað til að hafa það reglulega gott og slaka á - frjálsar frá sifelldu amstri hversdagsins. Undir huggulegu yfirborðinu leynast þó gamlar syndir sem leysast úr læðingi þegar síst varir. Þetta er þriðja gamanmyndin í röð frá framleiðendunum Erni Marinó Arnarsyni og Þorkeli Harðarsyni, en frá þeim komu Síðasta veiðiferðin og Amma Hófí. Gagga Jónsdóttir og Snjólaug Lúðvíksdóttir skrifuðu handritið, en Gagga leikstýrir. Meðal helstu hlutverk fara Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. The Conjuring: The Devil Made Me Do It. Sambíó, Smárabíó. 2. júní. The Devil Made Me Do It er þriðja myndin í The Conjuring seríunni (þó hún sé áttunda kvikmyndin úr The Conjuring heiminum). Líkt og áður er innblásturinn sóttur í raunveruleg mál, en nú er það réttarhaldið yfir Arne Cheyenne Johnson sem er stökkpallurinn. Johnson myrti leigusala sinn árið 1981 og hélt því fram við réttarhöldin að hann hefði verið andsetinn af illum anda. Maðurinn á bak við seríuna, James Wan, er hér fjarri góðu gamni og Michael Chaves hefur tekið við stjórnartaumunum. Chaves hefur áður leikstýrt mynd úr Conjuring heiminum, The Curse of la Llorna, sem var því miður ekki á sama gæðastaðli og Conjuring-myndir James Wans. Því verður áhugavert að sjá hvort hér verði haldið dampi, eða hvort standardinn lækki vegna brotthvarfs Wans. In the Heights. Sambíó. 17. júní. Hér er á ferðinni kvikmynda aðlögun á vinsælum söngleik, sem fjallar um íbúa Washington Heights-hverfisins í New York og drauma þeirra. Höfundarnir eru ekki af verri endanum, því söngleikurinn er eftir Lin-Manuel Miranda sem þekktastur er fyrir að vera höfundur Hamilton, sem sýndur var á Broadway við miklar vinsældir. Quiara Alegría Hudes er meðhöfundur söngleiksins, en hún skrifar einnig handritið að kvikmyndaútgáfunni. Leikstjórinn er Jon M. Chu, sem þekktastur er fyrir Crazy Rich Asians og G.I. Joe: Retaliation. Fast & Furious 9. Sambíó, Smárabíó, Laugarásbíó. 25. júní. The Fast and the Furious kvikmyndabálkurinn virðist ódrepandi, því hér kemur níunda myndin í röðinni. Í henni fær Cipher yngri bróður Doms til að aðstoða sig við að ná fram hefndum gegn Dom og hans liði. Það Tævaninn Justin Lin sem heldur um stjórnartaumana á sinni fjórðu Fast and the Furious-mynd. Vin Diesel er hér enn í hlutverki Doms og Charlize Theron leikur Cipher. Stjörnubíó Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Þetta þýðir að íslenskir kvikmyndahúsagestir eiga von á betri tíð og munu stórmyndir loks skjóta upp kollinum á komandi vikum og mánuðum. Hér gefur að líta það helsta sem er væntanlegt í íslensk kvikmyndahús á næstu fjórum vikum. A Quiet Place Part II. Sambíó, Laugarásbíó. 26. maí. A Quiet Place er klárlega ein af betur heppnuðu hrollvekjum síðari ára, en nú kemur framhald hennar. Hún fjallaði um baráttu Abbott-fjölskyldunnar við blind skrímsli með ofurnæma heyrn. Hér halda þau viðureign sinni við skrímslin áfram, en ný ógn lætur þó einnig á sér kræla. Það munaði minnstu að A Quiet Place Part II slyppi inn fyrir fyrstu Covid-lokanir, auglýsingaskiltið var m.a.s. komið á framhlið Sambíóanna við Álfabakka á sínum tíma. Það er því viðeigandi að hún sé ein fyrstu seinkuðu myndanna til að rata á hvíta tjaldið. Dómar um myndina hafa þegar birst og eru í jákvæðari kantinum, þó þeir nái ekki alveg sömu hæðum og umsagnir um fyrri myndina. Cruella. Sambíó, Smárabíó. 26. maí. Cruella fjallar um yngri ári Cruellu de Vil úr 101 Dalmatians. Það er Emma Stone sem leikur Grimmhildi, sem síðar átti sér þá ósk heitasta að eignast pels úr dalmatíuhundaskinni. Í þessum undanfara er de Vil ungur og upprennandi fatahönnuður í miðri pönk senunni í London. En hér sjáum við hvað varð til þess að hún breyttist í grimman hundaslátrara. Cruella er gefin út á Disney+ samhliða kvikmyndahúsaútgáfunni, en greiða þarf aukalega fyrir aðgang að henni þar. Saumaklúbburinn. Laugarásbíó, Smárabíó. 2. júní. Fimm konur á besta aldri skella sér saman í bústað til að hafa það reglulega gott og slaka á - frjálsar frá sifelldu amstri hversdagsins. Undir huggulegu yfirborðinu leynast þó gamlar syndir sem leysast úr læðingi þegar síst varir. Þetta er þriðja gamanmyndin í röð frá framleiðendunum Erni Marinó Arnarsyni og Þorkeli Harðarsyni, en frá þeim komu Síðasta veiðiferðin og Amma Hófí. Gagga Jónsdóttir og Snjólaug Lúðvíksdóttir skrifuðu handritið, en Gagga leikstýrir. Meðal helstu hlutverk fara Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. The Conjuring: The Devil Made Me Do It. Sambíó, Smárabíó. 2. júní. The Devil Made Me Do It er þriðja myndin í The Conjuring seríunni (þó hún sé áttunda kvikmyndin úr The Conjuring heiminum). Líkt og áður er innblásturinn sóttur í raunveruleg mál, en nú er það réttarhaldið yfir Arne Cheyenne Johnson sem er stökkpallurinn. Johnson myrti leigusala sinn árið 1981 og hélt því fram við réttarhöldin að hann hefði verið andsetinn af illum anda. Maðurinn á bak við seríuna, James Wan, er hér fjarri góðu gamni og Michael Chaves hefur tekið við stjórnartaumunum. Chaves hefur áður leikstýrt mynd úr Conjuring heiminum, The Curse of la Llorna, sem var því miður ekki á sama gæðastaðli og Conjuring-myndir James Wans. Því verður áhugavert að sjá hvort hér verði haldið dampi, eða hvort standardinn lækki vegna brotthvarfs Wans. In the Heights. Sambíó. 17. júní. Hér er á ferðinni kvikmynda aðlögun á vinsælum söngleik, sem fjallar um íbúa Washington Heights-hverfisins í New York og drauma þeirra. Höfundarnir eru ekki af verri endanum, því söngleikurinn er eftir Lin-Manuel Miranda sem þekktastur er fyrir að vera höfundur Hamilton, sem sýndur var á Broadway við miklar vinsældir. Quiara Alegría Hudes er meðhöfundur söngleiksins, en hún skrifar einnig handritið að kvikmyndaútgáfunni. Leikstjórinn er Jon M. Chu, sem þekktastur er fyrir Crazy Rich Asians og G.I. Joe: Retaliation. Fast & Furious 9. Sambíó, Smárabíó, Laugarásbíó. 25. júní. The Fast and the Furious kvikmyndabálkurinn virðist ódrepandi, því hér kemur níunda myndin í röðinni. Í henni fær Cipher yngri bróður Doms til að aðstoða sig við að ná fram hefndum gegn Dom og hans liði. Það Tævaninn Justin Lin sem heldur um stjórnartaumana á sinni fjórðu Fast and the Furious-mynd. Vin Diesel er hér enn í hlutverki Doms og Charlize Theron leikur Cipher.
Stjörnubíó Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira