Mjög gott kvöld á Kópavogsvelli Andri Gíslason skrifar 21. maí 2021 22:30 Óskar Hrafn var sáttur með sigur sinna manna. Annar 4-0 sigur Blika í röð á heimavelli. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks var kátur eftir 4-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. „Ég er sáttur með spilamennskuna, sáttur með sigurinn, sáttur með að halda hreinu þannig að heilt yfir, bara mjög gott kvöld á Kópavogsvelli.“ Blikar töpuðu 3-0 á móti Víking í síðustu umferð en sýndu allt aðra frammistöðu á Kópavogsvelli í kvöld. „Tveir ólíkir andstæðingar á tveim ólíkum dögum. Ég held að stærsti munurinn hafi verið að orkan sem við lögðum í þennan leik var meiri. Ég talaði um fyrir leik að við þyrftum að finna fyrsta skrefið okkar, bæði sóknarlega og varnarlega. Fyrsta skrefið er þannig að þegar þú tapar boltanum þá hundeltiru andstæðinginn til að vinna boltann og það var til staðar í dag. Fyrsta skrefið í sóknarleiknum er að þegar þú spilar hratt og ert ákveðinn í því sem þú ert að gera þá hafa hlutirnir verið að ganga betur hjá okkur og mér fannst það vera raunin í dag. Mér fannst meiri kraftur og orka í okkur, það var betri taktur og öryggi í okkur.“ Höskuldur var stórkostlegur bæði varnarlega og sóknarlega í kvöld og var Óskar virkilega sáttur með hans framlag á vellinum. „Hann leysti þessa stöðu frábærlega í dag og en það er nýr leikur á mánudaginn og það kemur bara í ljós hvort hann henti þar í þessari stöðu. Það er alveg ljóst og við vissum það fyrir leikinn að Höskuldur er frábær leikmaður og reynslumikill. Það var gleðilegt hversu hann spilaði í dag og átti svo sannarlega skilið að skora.“ Sölvi Snær Guðbjargarson gekk til liðs við Breiðablik frá Stjörnunni fyrir lok félagaskiptagluggans og kom á óvart að hann hafi ekki verið í hópnum í kvöld. „Hann mátti ekki spila gegn Stjörnunni. Það hefði kostað okkur töluverðar fjárhæðir ef hann hefði spilað. Einnig er stutt liðið frá þessum félagsskiptum og var hann aldrei að fara að spila þennan leik hvort eð er þannig hann fékk frí í kvöld.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Breiðablik Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira
„Ég er sáttur með spilamennskuna, sáttur með sigurinn, sáttur með að halda hreinu þannig að heilt yfir, bara mjög gott kvöld á Kópavogsvelli.“ Blikar töpuðu 3-0 á móti Víking í síðustu umferð en sýndu allt aðra frammistöðu á Kópavogsvelli í kvöld. „Tveir ólíkir andstæðingar á tveim ólíkum dögum. Ég held að stærsti munurinn hafi verið að orkan sem við lögðum í þennan leik var meiri. Ég talaði um fyrir leik að við þyrftum að finna fyrsta skrefið okkar, bæði sóknarlega og varnarlega. Fyrsta skrefið er þannig að þegar þú tapar boltanum þá hundeltiru andstæðinginn til að vinna boltann og það var til staðar í dag. Fyrsta skrefið í sóknarleiknum er að þegar þú spilar hratt og ert ákveðinn í því sem þú ert að gera þá hafa hlutirnir verið að ganga betur hjá okkur og mér fannst það vera raunin í dag. Mér fannst meiri kraftur og orka í okkur, það var betri taktur og öryggi í okkur.“ Höskuldur var stórkostlegur bæði varnarlega og sóknarlega í kvöld og var Óskar virkilega sáttur með hans framlag á vellinum. „Hann leysti þessa stöðu frábærlega í dag og en það er nýr leikur á mánudaginn og það kemur bara í ljós hvort hann henti þar í þessari stöðu. Það er alveg ljóst og við vissum það fyrir leikinn að Höskuldur er frábær leikmaður og reynslumikill. Það var gleðilegt hversu hann spilaði í dag og átti svo sannarlega skilið að skora.“ Sölvi Snær Guðbjargarson gekk til liðs við Breiðablik frá Stjörnunni fyrir lok félagaskiptagluggans og kom á óvart að hann hafi ekki verið í hópnum í kvöld. „Hann mátti ekki spila gegn Stjörnunni. Það hefði kostað okkur töluverðar fjárhæðir ef hann hefði spilað. Einnig er stutt liðið frá þessum félagsskiptum og var hann aldrei að fara að spila þennan leik hvort eð er þannig hann fékk frí í kvöld.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Breiðablik Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira