„Það yrði léttara yfir fólki og ég held að það væri meiri slaki í kerfinu. Fólk verður ekki jafn stuðað og ekki jafn mikill kvíði yfir að það komist upp um það. Það skammast sín fyrir það sem það gerir, það sem það gerir ekki, það skammast sín fyrir það sem það veit og fyrir það sem það vei ekki. Það sem það veit ekki. Það er alið upp í:
„Skammastu þín, það eru allir að horfa á þig.Hvað heldur þú að þau haldi um þig núna?“
Hvað ef þetta tungutak er þetta ekki til? Hvað ef þú átt bara að koma vel fram ef þér líður bara illa og þess vegna ertu svona núna. Hvað ef við spólum alveg aftur til byrjunar þegar við fáum barn í hendurnar og skömm er ekki til?“
Sigga Dögg var gestur í hlaðvarpinu 24/7. Hún segir að það þurfi að sýna oftar skilning í stað þess að láta fólk skammast sín.
„Skömm er bara félagslegt taumhald. Það er það sem skömmin er. Hún er reglur samfélagsins um hvað má og hvað má ekki. Af því að við segjum Þú átt að skammast þín.“
Að hennar mati þarf að útrýma þessu hugtaki algjörlega.
„Við fæðumst ekki með skömm, það er lært. Maður fæðist með samkennd.“
Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum ræðir Sigga um kynheilbrigði, karlmennsku, ábyrgð, sjálfsþekkingu, opin sambönd, kynlíf, skömm og margt fleira.