Enginn leikmaður frá Real í spænska hópnum fyrir EM | Laporte valinn í fyrsta skipti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2021 13:00 Sergio Ramos fær ekki tækifæri til að bæta við 180 landsleiki sína á EM í sumar. Jose Breton/Getty Images Landsliðsþjálfari Spánar, Luis Enrique, tilkynnti í dag hvaða leikmenn munu fara á Evrópumótið í knattspyrnu í sumar. Aymeric Laporte er í fyrsta sinn í hópnum en athygli vekur að enginn leikmaður Real Madrid er í hópnum. Þó Enrique megi velja 26 leikmenn hefur hann ákveðið að taka aðeins 24 leikmenn með á mótið. Undanfarin ár hefur venjan verið að hver hópur samanstandi af þremur markvörðum og 20 útileikmönnum. Vegna Covid-19 var ákveðið að fjölga leikmönnum upp í 26 talsins en Enrique virðist ekki sjá tilganginn með að taka svo marga og lét 24 duga. Þjálfarinn velur þó vissulega þrjá markverði. Reikna má með að Unai Simón [Athletic Bilbao] verði í markinu og þá heldur David De Gea [Manchester United] sæti sínu þó hann sé orðinn varamarkvörður Man Utd. Þriðji markvörðurinn er svo Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Fær hann traustið fram yfir Kepa Arrizabalaga [Chelsea] sem er líkt og De Gea varamarkvörður í sínu liði. BREAKING: Sergio Ramos, who has struggled with injury through 2021, is left out of the Spain squad for the Euros. It means that there are NO Real Madrid players in the roster. pic.twitter.com/sRLqYCoWBj— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Eins og áður sagði er enginn leikmaður Real Madrid í hópnum. Talið var að Sergio Ramos færi með enda verið fyrirliði Spánar - sem og Real - undanfarin misseri þó svo hann sé meiddur um þessar mundir. Þá er Dani Carvajal einnig meiddur og því ekki pláss fyrir hann í hópnum. Marco Asensio og Isco hafa ef til vill búist við að fara allavega með á mótið en Enrique sá sér ekki fært að velja þá. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan en það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr. Spain squad: Manchester City Barcelona Villarreal/Atletico Brighton/Chelsea/Leeds/Liverpool/Man Utd/Wolves/PSG/RB Leipzig/Juventus/Napoli/Athletic/Real Sociedad/Valencia Unused picks And not a single Real Madrid player pic.twitter.com/jkvGaynVqs— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Marcos Llorente er titlaður sem varnarmaður en hann spilaði aðallega á miðjunni hjá Spánarmeisturum Atlético Madríd í vetur. Er hann stór ástæða þess að Atl. Madríd landaði titlinum. Þá er Laporte í fyrsta skipti í hópnum en þessi 26 ára gamli Baski var í herbúðum Athletic Bilbao frá 2010 til 2018. Hann lék þó með öllum yngri landsliðum Frakklands en fékk aldrei tækifæri með A-landsliðinu og hefur nú ákveðið að taka slaginn með Spánverjum. Samherji hans Eric Garcia er einnig hópnum en sá hefur setið nær allt tímabilið á varamannabekk Englansmeistara Manchester City. Það vekur einnig athygli að Adama Traoré sé í hópnum en hann hefur ekki verið upp á sitt besta með Wolverhampton Wanderers á tímabilinu. Hann var hins vegar kominn í ágætis gír undir lok tímabils og hver veit nema hann blómstri á EM í sumar. Leikmannahópur Spánar Markverðir: Unai Simón [Athletic Bilbao], David de Gea [Manchester United] Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Varnarmenn: José Gayà [Valencia], Jordi Alba [Barcelona], Pau Torres [Villareal], Aymeric Laporte [Manchester City], Eric Garcia [Man City], Diego Llorente [Leeds United], César Azpilicueta [Chelsea] og Marcos Llorente [Atlético Madrid]. Miðjumenn: Sergio Busquets [Barca], Rodri [Man City], Thiago [Liverpool], Koke [Atl. Madríd] og Fabian [Napoli]. Framherjar: Dani Olmo [RB Leipzig], Mikel Oyarzabal [Real Sociedad], Álvaro Morata [Juventus], Gerard Moreno [Villareal], Ferran Torres [Man City], Adama Traore [Wolves] og Pablo Sarabia [París Saint-Germain]. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Þó Enrique megi velja 26 leikmenn hefur hann ákveðið að taka aðeins 24 leikmenn með á mótið. Undanfarin ár hefur venjan verið að hver hópur samanstandi af þremur markvörðum og 20 útileikmönnum. Vegna Covid-19 var ákveðið að fjölga leikmönnum upp í 26 talsins en Enrique virðist ekki sjá tilganginn með að taka svo marga og lét 24 duga. Þjálfarinn velur þó vissulega þrjá markverði. Reikna má með að Unai Simón [Athletic Bilbao] verði í markinu og þá heldur David De Gea [Manchester United] sæti sínu þó hann sé orðinn varamarkvörður Man Utd. Þriðji markvörðurinn er svo Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Fær hann traustið fram yfir Kepa Arrizabalaga [Chelsea] sem er líkt og De Gea varamarkvörður í sínu liði. BREAKING: Sergio Ramos, who has struggled with injury through 2021, is left out of the Spain squad for the Euros. It means that there are NO Real Madrid players in the roster. pic.twitter.com/sRLqYCoWBj— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Eins og áður sagði er enginn leikmaður Real Madrid í hópnum. Talið var að Sergio Ramos færi með enda verið fyrirliði Spánar - sem og Real - undanfarin misseri þó svo hann sé meiddur um þessar mundir. Þá er Dani Carvajal einnig meiddur og því ekki pláss fyrir hann í hópnum. Marco Asensio og Isco hafa ef til vill búist við að fara allavega með á mótið en Enrique sá sér ekki fært að velja þá. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan en það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr. Spain squad: Manchester City Barcelona Villarreal/Atletico Brighton/Chelsea/Leeds/Liverpool/Man Utd/Wolves/PSG/RB Leipzig/Juventus/Napoli/Athletic/Real Sociedad/Valencia Unused picks And not a single Real Madrid player pic.twitter.com/jkvGaynVqs— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Marcos Llorente er titlaður sem varnarmaður en hann spilaði aðallega á miðjunni hjá Spánarmeisturum Atlético Madríd í vetur. Er hann stór ástæða þess að Atl. Madríd landaði titlinum. Þá er Laporte í fyrsta skipti í hópnum en þessi 26 ára gamli Baski var í herbúðum Athletic Bilbao frá 2010 til 2018. Hann lék þó með öllum yngri landsliðum Frakklands en fékk aldrei tækifæri með A-landsliðinu og hefur nú ákveðið að taka slaginn með Spánverjum. Samherji hans Eric Garcia er einnig hópnum en sá hefur setið nær allt tímabilið á varamannabekk Englansmeistara Manchester City. Það vekur einnig athygli að Adama Traoré sé í hópnum en hann hefur ekki verið upp á sitt besta með Wolverhampton Wanderers á tímabilinu. Hann var hins vegar kominn í ágætis gír undir lok tímabils og hver veit nema hann blómstri á EM í sumar. Leikmannahópur Spánar Markverðir: Unai Simón [Athletic Bilbao], David de Gea [Manchester United] Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Varnarmenn: José Gayà [Valencia], Jordi Alba [Barcelona], Pau Torres [Villareal], Aymeric Laporte [Manchester City], Eric Garcia [Man City], Diego Llorente [Leeds United], César Azpilicueta [Chelsea] og Marcos Llorente [Atlético Madrid]. Miðjumenn: Sergio Busquets [Barca], Rodri [Man City], Thiago [Liverpool], Koke [Atl. Madríd] og Fabian [Napoli]. Framherjar: Dani Olmo [RB Leipzig], Mikel Oyarzabal [Real Sociedad], Álvaro Morata [Juventus], Gerard Moreno [Villareal], Ferran Torres [Man City], Adama Traore [Wolves] og Pablo Sarabia [París Saint-Germain].
Markverðir: Unai Simón [Athletic Bilbao], David de Gea [Manchester United] Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Varnarmenn: José Gayà [Valencia], Jordi Alba [Barcelona], Pau Torres [Villareal], Aymeric Laporte [Manchester City], Eric Garcia [Man City], Diego Llorente [Leeds United], César Azpilicueta [Chelsea] og Marcos Llorente [Atlético Madrid]. Miðjumenn: Sergio Busquets [Barca], Rodri [Man City], Thiago [Liverpool], Koke [Atl. Madríd] og Fabian [Napoli]. Framherjar: Dani Olmo [RB Leipzig], Mikel Oyarzabal [Real Sociedad], Álvaro Morata [Juventus], Gerard Moreno [Villareal], Ferran Torres [Man City], Adama Traore [Wolves] og Pablo Sarabia [París Saint-Germain].
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira