Yndisleg sveitaferð heyrnarlausra barna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. maí 2021 20:21 Mikil ánægja var hjá krökkunum og starfsfólkinu með sveitaferðina í Myrkholt í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikil gleði og ánægja sem skein úr hverju andliti þegar ellefu heyrnarlaus börn eða verulega heyrnarskert heimsóttu sveitabæ í Biskupstungum í Bláskógabyggð í vikunni og fengu að skoða lömbin og að fara á hestbak. Bærinn heitir Myrkholt. Loftur Jónasson og Vilborg Guðmundsdóttir eru bændur í Myrkholti með kindur og hesta, auk ferðaþjónustu. Krakkarnir, sem eru úr Hlíðaskóla í Reykjavík komu í heimsóknina með kennurum sínum og táknmálstúlkum. „Börnin okkar á táknmálssviði þurfa að fá tækifæri til að hitta dýrin og kynnast kindum og nýfæddum lömbum og haft ró og næði til að kynnast dýrunum, þetta er algjört ævintýri fyrir þau að koma hingað. Það er líka svo mikið vor í lofti hérna og skemmtilegt að koma á bæinn, mjög góð tilbreyting,“ segir Eyrún Ólafsdóttir, grunnskólakennari á táknmálssviði Hlíðaskóla. Eyrún Ólafsdóttir, kennari á táknmálssviði Hlíðaskóla var alsæl með heimsóknina í Myrkholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Krökkunum þótti frábært að komast í sveitaheimsókn, ekki síst að sjá lömbin. Lömbin eru svo sæt „Mér finnst það ofboðslega skemmtilegt og ég elska dýr og mér finnst svo skemmtilegt að sjá svona mismunandi dýr, þau eru svo loðin og miklar dúllur. Ég myndi svo gjarnan vilja fá að taka eitt með mér heim en ég efast um að það megi,“ segir Amalie Daszkowska, 11 ára nemandi í Hlíðaskóla, sem er alveg heyrnarlaus, alsæl með sveitaferðina. Amalie Daszkowska, sem vild helst taka eitt lambið með sér heim því henni fannst þau svo krúttleg og sæt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir krakkarnir fengu að fara á hestbak en sum þeir höfðu aldrei áður farið á hestbak og hvað þá haldið á lömbum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitaferðin heppnaðist frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Krakkar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Loftur Jónasson og Vilborg Guðmundsdóttir eru bændur í Myrkholti með kindur og hesta, auk ferðaþjónustu. Krakkarnir, sem eru úr Hlíðaskóla í Reykjavík komu í heimsóknina með kennurum sínum og táknmálstúlkum. „Börnin okkar á táknmálssviði þurfa að fá tækifæri til að hitta dýrin og kynnast kindum og nýfæddum lömbum og haft ró og næði til að kynnast dýrunum, þetta er algjört ævintýri fyrir þau að koma hingað. Það er líka svo mikið vor í lofti hérna og skemmtilegt að koma á bæinn, mjög góð tilbreyting,“ segir Eyrún Ólafsdóttir, grunnskólakennari á táknmálssviði Hlíðaskóla. Eyrún Ólafsdóttir, kennari á táknmálssviði Hlíðaskóla var alsæl með heimsóknina í Myrkholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Krökkunum þótti frábært að komast í sveitaheimsókn, ekki síst að sjá lömbin. Lömbin eru svo sæt „Mér finnst það ofboðslega skemmtilegt og ég elska dýr og mér finnst svo skemmtilegt að sjá svona mismunandi dýr, þau eru svo loðin og miklar dúllur. Ég myndi svo gjarnan vilja fá að taka eitt með mér heim en ég efast um að það megi,“ segir Amalie Daszkowska, 11 ára nemandi í Hlíðaskóla, sem er alveg heyrnarlaus, alsæl með sveitaferðina. Amalie Daszkowska, sem vild helst taka eitt lambið með sér heim því henni fannst þau svo krúttleg og sæt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir krakkarnir fengu að fara á hestbak en sum þeir höfðu aldrei áður farið á hestbak og hvað þá haldið á lömbum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitaferðin heppnaðist frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Krakkar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira