Þau mega alveg gagnrýna en ég veit alveg hvað ég get og greinilega landsliðsþjálfarinn líka Atli Arason skrifar 24. maí 2021 22:25 Rúnar Þór Sigurgeirsson [númer 24], vinstri bakvörður Keflavíkur, var ekki sáttur með tapði en er sáttur með landsliðssætið. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Þór Sigurgeirsson, leikmaður Keflavíkur, var ekki sáttur við 1-2 tap gegn Val í kvöld. „Þetta er svekkjandi. Við vorum að sækja mikið í seinni hálfleik en við vorum ekki að skapa neitt svo mikið af færum. Seinna markið sem við fáum á okkur var klaufalegt. Við héldum allavegana haus sem er annað en við höfum verið að gera í hinum leikjunum, við fengum ekki á okkur fjögur mörk eins og í öllum hinu leikjunum. Við verðum bara að byggja ofan á þetta. Við erum að spila við Íslandsmeistarana og við erum bara að mínu mati miklu betri í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Það eru einhver batamerki á leik Keflavíkur sem hafa verið að tapa stórt í undanförnum leikjum. Rúnari er alveg sama hvort Keflavík nái að halda Val í fáum mörkum, eins lengi og þeir fá enginn stig fyrir það. „Það er samt bara 0 stig sem er pirrandi. Það er bara næsti leikur, sama hvaða lið það er þá förum við í næsta leik til að sækja þrjú stig,“ svaraði Rúnar. „Við töluðum um það fyrir leik að bæta varnarleikinn. Við erum búnir að fá á okkur 12 mörk í 3 leikjum. Sem er bara allt of mikið. Við þurfum að bæta varnarleikinn og þá koma mörkin eftir það.“ Það eru einmitt einhverjir sem hafa gagnrýnt landsliðsþjálfarana fyrir að velja tvo varnarmenn úr því liði sem hefur fengið flest mörk á sig í Pepsi Max deildinni það sem af er. Rúnar er meðvitaður um umræðuna en tekur hana þó ekki inn á sig. „Það er allt í lagi. Fólk gagnrýnir allt, það er alveg sama þótt það sé ég eða Messi eða einhver annar, það verður alltaf gagnrýnt. Þau mega alveg gagnrýna en ég veit alveg hvað ég get og greinilega landsliðsþjálfarinn líka,“ sagði Rúnar. Rúnar Þór er talinn með efnilegri bakvörðum Íslands.Stöð 2 Sport Landsliðshópurinn er óvenju stór og víst er að ekki fá allir tækifæri inn á leikvellinum. Rúnar hefur ekki fengið nein skilaboð frá landsliðsþjálfurum um það hvaða leiki hann gæti komið til með að spila í þessum glugga. „Það var bara talað um að ákveðið verður eftir leikina hverjir fara með í hina leikina. Hann talaði bara um þennan Mexíkó leik. Ég geri bara mitt besta í þeim leik og ég vona að ég verði áfram í hópnum.“ Rúnar missir af næsta leik Keflavíkur gegn FH en mögulegt er þó að þeim leik verði frestað vegna landsleiknum gegn Mexíkó, sem er sama dag. Bæði lið eru með tvo leikmenn í landsliðshópnum. Næsti leikur Rúnars með Keflavík verður að öllum líkindum gegn HK þann 13. júní. Rúnar telur það sé margt sem Keflavík megi taka úr leik kvöldsins gegn Val fyrir leikinn gegn HK. „Mér fannst við spila vel í þessum leik og við þurfum að bæta ofan á það, við þurfum bara að klára færin og fá betri færi. Við erum enn þá að fá á okkur svolítið klaufaleg mörk og við verðum að loka því.“ „Það er mikil tími sem við fáum til að bæta margt. Við verðum bara að koma vel inn í þann leik og ekkert annað en þrjú stig sem koma til greina þar,“ sagði Rúnar Þór Sigurgeirsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Fótbolti Keflavík ÍF Íslenski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
„Þetta er svekkjandi. Við vorum að sækja mikið í seinni hálfleik en við vorum ekki að skapa neitt svo mikið af færum. Seinna markið sem við fáum á okkur var klaufalegt. Við héldum allavegana haus sem er annað en við höfum verið að gera í hinum leikjunum, við fengum ekki á okkur fjögur mörk eins og í öllum hinu leikjunum. Við verðum bara að byggja ofan á þetta. Við erum að spila við Íslandsmeistarana og við erum bara að mínu mati miklu betri í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Það eru einhver batamerki á leik Keflavíkur sem hafa verið að tapa stórt í undanförnum leikjum. Rúnari er alveg sama hvort Keflavík nái að halda Val í fáum mörkum, eins lengi og þeir fá enginn stig fyrir það. „Það er samt bara 0 stig sem er pirrandi. Það er bara næsti leikur, sama hvaða lið það er þá förum við í næsta leik til að sækja þrjú stig,“ svaraði Rúnar. „Við töluðum um það fyrir leik að bæta varnarleikinn. Við erum búnir að fá á okkur 12 mörk í 3 leikjum. Sem er bara allt of mikið. Við þurfum að bæta varnarleikinn og þá koma mörkin eftir það.“ Það eru einmitt einhverjir sem hafa gagnrýnt landsliðsþjálfarana fyrir að velja tvo varnarmenn úr því liði sem hefur fengið flest mörk á sig í Pepsi Max deildinni það sem af er. Rúnar er meðvitaður um umræðuna en tekur hana þó ekki inn á sig. „Það er allt í lagi. Fólk gagnrýnir allt, það er alveg sama þótt það sé ég eða Messi eða einhver annar, það verður alltaf gagnrýnt. Þau mega alveg gagnrýna en ég veit alveg hvað ég get og greinilega landsliðsþjálfarinn líka,“ sagði Rúnar. Rúnar Þór er talinn með efnilegri bakvörðum Íslands.Stöð 2 Sport Landsliðshópurinn er óvenju stór og víst er að ekki fá allir tækifæri inn á leikvellinum. Rúnar hefur ekki fengið nein skilaboð frá landsliðsþjálfurum um það hvaða leiki hann gæti komið til með að spila í þessum glugga. „Það var bara talað um að ákveðið verður eftir leikina hverjir fara með í hina leikina. Hann talaði bara um þennan Mexíkó leik. Ég geri bara mitt besta í þeim leik og ég vona að ég verði áfram í hópnum.“ Rúnar missir af næsta leik Keflavíkur gegn FH en mögulegt er þó að þeim leik verði frestað vegna landsleiknum gegn Mexíkó, sem er sama dag. Bæði lið eru með tvo leikmenn í landsliðshópnum. Næsti leikur Rúnars með Keflavík verður að öllum líkindum gegn HK þann 13. júní. Rúnar telur það sé margt sem Keflavík megi taka úr leik kvöldsins gegn Val fyrir leikinn gegn HK. „Mér fannst við spila vel í þessum leik og við þurfum að bæta ofan á það, við þurfum bara að klára færin og fá betri færi. Við erum enn þá að fá á okkur svolítið klaufaleg mörk og við verðum að loka því.“ „Það er mikil tími sem við fáum til að bæta margt. Við verðum bara að koma vel inn í þann leik og ekkert annað en þrjú stig sem koma til greina þar,“ sagði Rúnar Þór Sigurgeirsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Fótbolti Keflavík ÍF Íslenski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira