Kosningar 2021: Fjörugt stjórnmálasumar framundan Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði skrifar 26. maí 2021 10:30 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, rýnir í nýjustu könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Tiltölulega litlar breytingar eru á milli mánaða í maí-könnun Maskínu. Þær línur sem þegar voru farnar að leggjast liggja flestar áfram nokkurn veginn í sömu áttir. Ríkisstjórnarflokkarnir sigla áfram nokkuð lygnan sjó á meðan stjórnarandstaðan er ennþá strand á hvössu skeri faraldursins. Kannski eru áhugaverðustu niðurstöðurnar þær að á meðan kjósendur stjórnarflokkanna lýsa ánægju með störf ríkisstjórnarinnar eru kjósendur andstöðuflokka langt í frá eins glaðir með störf stjórnarandstöðunnar. Sterk staða stjórnarinnar Samanlagt landa stjórnarflokkarnir þrír 46,9 prósent atkvæða í þessari könnun og ívið fleiri segjast vera ánægðir með störf hennar. Þessu er þveröfugt farið með stjórnarandstöðuna. Andstöðuflokkarnir fimm á Alþingi fá samanlagt 47,9 prósent fylgi. Sé Sósíalistaflokki bætt við þá segjast 52,9 prósent ætla að kjósa andstöðuflokka. Samt lýsa aðeins 15,3 prósent aðspurðra ánægju með störf stjórnarandstöðunnar. Fyrirséð óánægja Þetta er þrælmerkileg niðurstaða. En í ljósi þess að stjórnarandstaðan hefur eiginlega skilað auðu í aðalmálinu, semsé viðbrögðum við faraldrinum, þarf þessi megna óánægja með stjórnarandstöðuna kannski ekki að koma svo ýkja mjög á óvart. Það styttist í sumarfrí á Alþingi og svo eru fjórir mánuðir upp á dag til kosningaþVísir/vilhelm Líkt og ég hef áður lýst hafa einkum öfl innan ríkisstjórnarflokkanna haldið úti andstöðu við stjórnarstefnuna. Staðan er með öðrum orðum sú að ríkisstjórnin hefur sjálf séð landinu bæði fyrir stjórnarstefnu og andstöðu við hana. Áður en við snúum okkur næst að fylgi flokkanna og rýnum í stöðu þeirra við uppstillingu á lista núna þegar haldið er inn í sumarið er fyrst til þess að taka að í maí-könnun Maskínu mælast aftur níu flokkar inni á þingi, fjölgar því um einn frá því síðast þegar met var slegið – sem aftur kom ofan í annað met árið á undan. Sú breyting hefur orðið á flokkakerfinu að þingflokkar verða sífellt fleiri og þar með fámennari. Þetta brýtur upp fyrri mynstur og torveldar okkur að sjá fyrir mögulega samsetningu ríkisstjórna. Enn fremur merkir þetta að fyrir utan Sjálfstæðisflokk eru það í raun aðeins allra efstu sætin í hverju kjördæmi – eftir atvikum eitt til tvö – sem skipta máli. Við skoðun á stöðunni nú getum því að mestu horft framhjá aftari sætum. Spennan er raunar langmest í fyrirhuguðu prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þar sem vænleg sæti eru fleiri. En áður en við rýnum í þann slag skulum við fyrst líta stuttlega yfir sviðið á öðrum vígvöllum. Samfylking í sárum Í upphafi kosningabaráttunnar leit út fyrir að Samfylkingin myndi bæta við sig töluverðu fylgi en hún er nú komin langt með að síga niður í kjörfylgið – sem var önnur versta útkoma flokksins frá upphafi. Í maí-könnun Maskínu er hún áfram á fallanda fæti, fimmta mánuðinn í röð, mælist nú með 12,5 prósent. Allmikið fall frá því að hafa mælst með 17,9 prósent í lok síðasta árs. Flokkurinn má þakka fyrri að bæta við sig einu þingsæti, gæti mögulega farið úr sjö í átta þingmenn samkvæmt könnuninni. Segja má að Samfylking hafi riðið á vaðið í framboðsmálum með uppstillingu á lista snemma á árinu, með fyrirkomulagi sem ég kallaði hulið hálfprófkjör í fyrri grein. Hafi flokkurinn ætlað sér að nýta færið til þess að hefja sig til flugs upp yfir aðra snemma á kosningaári þá mistókst sú herstjórnarlist hrapalega. Í þeim vendingum öllum saman voru útskiptin á Ágústi Ólafi Ágústssyni fyrir Kristrúnu Frostadóttur einna áhugaverðust. Lengi mátti ljóst vera að Ágúst nyti ekki lengur trausts forystunnar og að honum myndi skola út. Ýmsum vélabrögðum var beitt í harðvítugum innri illdeilum sem olli heilmikilli úlfúð. Eigi að síður virðist sem forystumönnum flokksins hafi komið á óvart hversu margir urðu afhuga honum í kjölfar þeirra. Um leið má bjart vera að Kristrún Frostadóttir er feikn öflugur frambjóðandi og styrkir flokkinn í efnahagsmálum. Hún hefur þó ekki enn fundið sér leið inn í þungamiðju stjórnmálaumræðunnar. Oddný Harðardóttir, Logi Einarsson og Kristrún Frostadóttir verða í lykilhlutverkum í kosningunum í haust. Tvennt til viðbótar bar til tíðinda. Rósa Björk Brynjólfsdóttir kom frá VG og Þórunn Sveinbjarnardóttir – endurkomin fyrrum forystumaður í flokknum – ýtti Guðmundi Andra niður í annað sætið í Kraganum þar sem hún settist í öndvegi. Píratar halda sjó Píratar halda ágætum sjó með tæplega ellefu prósenta fylgi. Eygja nú möguleika á að bæta við sig einu þingsæti, fara þá úr sex í sjö þingmenn. Í tilviki Pírata er kannski athyglisverðast hversu margir forystumanna hyggjast hætta – sjálfviljugir – á þingi, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson, Smári McCarthy og Jón Ólafsson. Af viðbótum má einkum staldra við komu hinnar andófsraddarinnar úr þingflokki VG, Andrésar Jónssonar, sem naut góðs brautargengis í prófkjöri Pírata. Snúum okkur þá næst einmitt að VG. Vinstri Græn í ágætis málum Á milli kannana fellur VG úr 15,2 prósentum í 14,4 prósent. Eigi að síður er flokkurinn í sterkri stöðu, ekki svo ýkja langt frá feikimiklum sigri þegar hann landaði 16,9 prósent í síðustu kosningum. Samkvæmt þessu myndi VG missa tvo menn, fara út ellefu þingsætum í níu. Þegar rýnt er í persónupólitíkina hér þarf einnig að líta til þess að allmargir þingmenn hafa horfið á braut, fyrst fyrrnefnd Rósa og Andrés, einnig kanónur á borð við Steingrím J. Sigfússon og Kolbein Óttarsson Proppé. Kolbeinn Proppé sagðist á dögunum hafa komið illa fram við konur. Hann ætlaði því ekki að bjóða fram krafta sína í kosningunum í haust.Vísir/vilhelm Því er ekki að undra að nokkur þungi yrði í prófkjörum VG. En einhverra hluta vegna varð samkeppnin hörðust í Suðurkjördæmi þar sem fylgi flokksins er samt mun minna en á höfuðborgarsvæðinu og þingsæti verulega óvisst. Þungavigtarfólk úr Reykjavík fór þar sneypuför en vinsæll skólastjóri úr heimasveit með sigur af hólmi. – Raunar hefur það einkennt prófkjör í landsbyggðarkjördæmum í þessari hrinu að sterkir heimamenn skáka sitjandi þingmönnum. Annars hefur jú gengið á ýmsu við uppstillingu á lista hjá VG og svipleg útganga Kolbeins – sem á kjörtímabilinu hefur verið ötull baráttumaður fyrir forystuna – sendir eflaust svolítinn skjálfta eftir taugakerfi flokksins. Svo er kannski líka eftirtektarvert hve tíðindalítil baráttan var í prófkjörinu í Reykjavík en þar áttu þær Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir jú frátekin sæti. Framsóknarflokkur á floti Samkvæmt nýrri könnun Maskínu er líklegt að fækki um einn í þingflokki Framsóknarflokks, flokkurinn fái sjö menn kjörna. Þingmenn flokksins hafa að undanförnu verið að raða sér í efstu sætin á listum svo lítill möguleiki virðist á endurnýjun. Ásmundur Einar býður fram í höfuðborginni í þetta skiptið en hann er búsettur á Vesturlandi.Vísir/Vilhelm Viðreisn á góðu skriði Viðreisn er sá flokkur á Alþingi sem kannski eygir mesta fjölgun þingsæta, gæti tvöfaldað styrk sinn og farið út fjórum þingmönnum í átta. Í nýrri könnun Maskínu mælist Viðreisn með 12,2 prósent en fékk 6,3 prósent í kosningunum. Í Reykjavík sitja þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í efstu sætum. Á eftir þeim koma varaformaðurinn Daði Már Kristófersson – sem væntanlega kemur þá nýr inn á þing – og þingmaðurinn Jón Steindór Valdimarsson fer úr 2. sæti í Kraganum og yfir til Reykjavíkur. Við þessa hrókeringu losnar vænlegt sæti á eftir formanninum Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem fer fyrir flokknum í Suðvesturkjördæmi. Benedikt Jóhannesson bauð fram krafta sína í efstu sæti Viðreisnar. Stofnandanum var hins vegar boðið neðsta sæti lista og sagði nei takk.Viðreisn Í landsbyggðarkjördæmunum hefur Viðreisn stillt upp mönnum með sterkar tengingar við heimasveit. Svo vakti athygli að stofnandanum, Benedikt Jóhannessyni, var í raun úthýst. Sjálfstæðisflokkur enn langstærstur Ég sagði áðan að mest spennandi viðureignin verði eflaust prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar takast á ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í hreinræktuðum forystuslag. Þingmenn flokksins í kjördæminu eru sjö talsins en samkvæmt nýrri könnun Maskínu er líklegt að þeim fækki. Á landsvísu mælist flokkurinn nú með 21,3 prósent atkvæða en hann naut fylgis 25,4 prósent kjósenda í síðustu kosningum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að berjast við Guðlaug Þór Þórðarson um efsta sætið í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Allir þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna æskja endurkjörs og góður fjöldi öflugra frambjóðenda til viðbótar bankar á. Meðal þeirra eru vel kynntir flokksmenn á borð við Friðjón R. Friðjónsson sem ætti að eiga ágætan séns og líka aðstoðarmenn ráðherra flokksins, þær Hildur Sverrisdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir. Sú síðarnefnda, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, kom inn á sviðið með allnokkrum stæl þegar hún birti opnuauglýsingu í báðum dagblöðunum þar sem margir helstu forystumenn flokksins lýstu stuðningi við hana. Ljóst er að hart verður barist um takmörkuð gæðin sem þingsæti eru. Hægt er að greina sæmilega skýra flokkadrætti sem liggja eftir gamalkunnum línum í Sjálfstæðisflokknum. Svo virðist sem dagblöðin tvö styðji hvort sinn mann í forystuslagnum. Athygli vakti fyrir nokkru þegar þau birtust samdægurs í stórum helgarblaðsviðtölum í sitt hvoru blaðinu, Guðlaugur í Fréttablaðinu og Áslaug í Morgunblaðinu. Guðlaugur Þór fékk svo snemmbúna jólagjöf í síðustu viku í formi ráðherrafundar Norðurskautsráðsins í Hörpu þar sem hann gat baðað sig í sviðsljósi kollega sinna, utanríkisráðherranna Anthony Blinken og Sergei Lavrov. Hér vakti líka athygli hvað blöðin tvö virtust hafa mismunandi mikinn áhuga á hlut íslenska utanríkisráðherrans á fundinum – til að glöggva sig á muninum geta lesendur til að mynda skemmt sér við að bera saman ólíkt myndaval blaðanna. Aðrir ekki sýnt á spilin Í maí-könnun Maskínu bætir Miðflokkur ögn við sig í fylgi, fer úr 5,3 prósentum í 6,8. En flokkurinn er langt frá kjörfylgi sínu, sem var 10,9 prósent. Samkvæmt þessu tapar Miðflokkur þremur mönnum, fer úr sjö í fjóra þingmenn. Útlit er fyrir að fækki í þingflokki Miðflokksins ef marka má könnun Maskínu.Vísir/Sigurjón Loks ná bæði Flokkur fólksins og Sósíalistar naumlega yfir þröskuld og ættu samkvæmt því að landa þremur þingmönnum hvor. Enginn þessara flokka hefur enn sýnt á spilin varðandi uppstillingu á lista – svo sú umfjöllun verður að bíða betri tíma. Spennandi stjórnmálasumar Áður en við fellum talið að þessu sinni má kannski nefna hér í lokin að þar sem aflétting sóttvarnaráðstafana virðist ætla að ganga nokkuð hratt fyrir sig má kannski gera ráð fyrir að önnur mál komist loksins upp á yfirboð stjórnmálaumræðunnar – við fylgjumst spennt með því en svo virðist sem að bráðfjörugt stjórnmálasumar geti verið framundan. Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum. Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kosningar 2021: Stjórn og stjórnarandstaða sama flokks Öndvert við það sem gjarnan gerist þegar líður á krísur álíka þeirri sem nú hrellir okkur öll eykst ánægja með störf ríkisstjórnarinnar í nýrri könnun Maskínu. 48,2 prósent aðspurðra eru ánægð með ríkisstjórnina. 19. apríl 2021 06:01 Kosningar 2021: Línur leggjast Hálfu ári fyrir kosningar eru línur svolítið farnar leggjast hvað varðar fylgi flokkanna – þótt enn geti allmargt vitaskuld gerst. Við samlestur á núna fjórum mánaðarlegum skoðanakönnunum Maskínu má greina ýmsa strauma sem ástæða er til að gefa nokkurn gaum. 22. mars 2021 07:00 Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45 Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum. 25. janúar 2021 06:30 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Þær línur sem þegar voru farnar að leggjast liggja flestar áfram nokkurn veginn í sömu áttir. Ríkisstjórnarflokkarnir sigla áfram nokkuð lygnan sjó á meðan stjórnarandstaðan er ennþá strand á hvössu skeri faraldursins. Kannski eru áhugaverðustu niðurstöðurnar þær að á meðan kjósendur stjórnarflokkanna lýsa ánægju með störf ríkisstjórnarinnar eru kjósendur andstöðuflokka langt í frá eins glaðir með störf stjórnarandstöðunnar. Sterk staða stjórnarinnar Samanlagt landa stjórnarflokkarnir þrír 46,9 prósent atkvæða í þessari könnun og ívið fleiri segjast vera ánægðir með störf hennar. Þessu er þveröfugt farið með stjórnarandstöðuna. Andstöðuflokkarnir fimm á Alþingi fá samanlagt 47,9 prósent fylgi. Sé Sósíalistaflokki bætt við þá segjast 52,9 prósent ætla að kjósa andstöðuflokka. Samt lýsa aðeins 15,3 prósent aðspurðra ánægju með störf stjórnarandstöðunnar. Fyrirséð óánægja Þetta er þrælmerkileg niðurstaða. En í ljósi þess að stjórnarandstaðan hefur eiginlega skilað auðu í aðalmálinu, semsé viðbrögðum við faraldrinum, þarf þessi megna óánægja með stjórnarandstöðuna kannski ekki að koma svo ýkja mjög á óvart. Það styttist í sumarfrí á Alþingi og svo eru fjórir mánuðir upp á dag til kosningaþVísir/vilhelm Líkt og ég hef áður lýst hafa einkum öfl innan ríkisstjórnarflokkanna haldið úti andstöðu við stjórnarstefnuna. Staðan er með öðrum orðum sú að ríkisstjórnin hefur sjálf séð landinu bæði fyrir stjórnarstefnu og andstöðu við hana. Áður en við snúum okkur næst að fylgi flokkanna og rýnum í stöðu þeirra við uppstillingu á lista núna þegar haldið er inn í sumarið er fyrst til þess að taka að í maí-könnun Maskínu mælast aftur níu flokkar inni á þingi, fjölgar því um einn frá því síðast þegar met var slegið – sem aftur kom ofan í annað met árið á undan. Sú breyting hefur orðið á flokkakerfinu að þingflokkar verða sífellt fleiri og þar með fámennari. Þetta brýtur upp fyrri mynstur og torveldar okkur að sjá fyrir mögulega samsetningu ríkisstjórna. Enn fremur merkir þetta að fyrir utan Sjálfstæðisflokk eru það í raun aðeins allra efstu sætin í hverju kjördæmi – eftir atvikum eitt til tvö – sem skipta máli. Við skoðun á stöðunni nú getum því að mestu horft framhjá aftari sætum. Spennan er raunar langmest í fyrirhuguðu prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þar sem vænleg sæti eru fleiri. En áður en við rýnum í þann slag skulum við fyrst líta stuttlega yfir sviðið á öðrum vígvöllum. Samfylking í sárum Í upphafi kosningabaráttunnar leit út fyrir að Samfylkingin myndi bæta við sig töluverðu fylgi en hún er nú komin langt með að síga niður í kjörfylgið – sem var önnur versta útkoma flokksins frá upphafi. Í maí-könnun Maskínu er hún áfram á fallanda fæti, fimmta mánuðinn í röð, mælist nú með 12,5 prósent. Allmikið fall frá því að hafa mælst með 17,9 prósent í lok síðasta árs. Flokkurinn má þakka fyrri að bæta við sig einu þingsæti, gæti mögulega farið úr sjö í átta þingmenn samkvæmt könnuninni. Segja má að Samfylking hafi riðið á vaðið í framboðsmálum með uppstillingu á lista snemma á árinu, með fyrirkomulagi sem ég kallaði hulið hálfprófkjör í fyrri grein. Hafi flokkurinn ætlað sér að nýta færið til þess að hefja sig til flugs upp yfir aðra snemma á kosningaári þá mistókst sú herstjórnarlist hrapalega. Í þeim vendingum öllum saman voru útskiptin á Ágústi Ólafi Ágústssyni fyrir Kristrúnu Frostadóttur einna áhugaverðust. Lengi mátti ljóst vera að Ágúst nyti ekki lengur trausts forystunnar og að honum myndi skola út. Ýmsum vélabrögðum var beitt í harðvítugum innri illdeilum sem olli heilmikilli úlfúð. Eigi að síður virðist sem forystumönnum flokksins hafi komið á óvart hversu margir urðu afhuga honum í kjölfar þeirra. Um leið má bjart vera að Kristrún Frostadóttir er feikn öflugur frambjóðandi og styrkir flokkinn í efnahagsmálum. Hún hefur þó ekki enn fundið sér leið inn í þungamiðju stjórnmálaumræðunnar. Oddný Harðardóttir, Logi Einarsson og Kristrún Frostadóttir verða í lykilhlutverkum í kosningunum í haust. Tvennt til viðbótar bar til tíðinda. Rósa Björk Brynjólfsdóttir kom frá VG og Þórunn Sveinbjarnardóttir – endurkomin fyrrum forystumaður í flokknum – ýtti Guðmundi Andra niður í annað sætið í Kraganum þar sem hún settist í öndvegi. Píratar halda sjó Píratar halda ágætum sjó með tæplega ellefu prósenta fylgi. Eygja nú möguleika á að bæta við sig einu þingsæti, fara þá úr sex í sjö þingmenn. Í tilviki Pírata er kannski athyglisverðast hversu margir forystumanna hyggjast hætta – sjálfviljugir – á þingi, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson, Smári McCarthy og Jón Ólafsson. Af viðbótum má einkum staldra við komu hinnar andófsraddarinnar úr þingflokki VG, Andrésar Jónssonar, sem naut góðs brautargengis í prófkjöri Pírata. Snúum okkur þá næst einmitt að VG. Vinstri Græn í ágætis málum Á milli kannana fellur VG úr 15,2 prósentum í 14,4 prósent. Eigi að síður er flokkurinn í sterkri stöðu, ekki svo ýkja langt frá feikimiklum sigri þegar hann landaði 16,9 prósent í síðustu kosningum. Samkvæmt þessu myndi VG missa tvo menn, fara út ellefu þingsætum í níu. Þegar rýnt er í persónupólitíkina hér þarf einnig að líta til þess að allmargir þingmenn hafa horfið á braut, fyrst fyrrnefnd Rósa og Andrés, einnig kanónur á borð við Steingrím J. Sigfússon og Kolbein Óttarsson Proppé. Kolbeinn Proppé sagðist á dögunum hafa komið illa fram við konur. Hann ætlaði því ekki að bjóða fram krafta sína í kosningunum í haust.Vísir/vilhelm Því er ekki að undra að nokkur þungi yrði í prófkjörum VG. En einhverra hluta vegna varð samkeppnin hörðust í Suðurkjördæmi þar sem fylgi flokksins er samt mun minna en á höfuðborgarsvæðinu og þingsæti verulega óvisst. Þungavigtarfólk úr Reykjavík fór þar sneypuför en vinsæll skólastjóri úr heimasveit með sigur af hólmi. – Raunar hefur það einkennt prófkjör í landsbyggðarkjördæmum í þessari hrinu að sterkir heimamenn skáka sitjandi þingmönnum. Annars hefur jú gengið á ýmsu við uppstillingu á lista hjá VG og svipleg útganga Kolbeins – sem á kjörtímabilinu hefur verið ötull baráttumaður fyrir forystuna – sendir eflaust svolítinn skjálfta eftir taugakerfi flokksins. Svo er kannski líka eftirtektarvert hve tíðindalítil baráttan var í prófkjörinu í Reykjavík en þar áttu þær Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir jú frátekin sæti. Framsóknarflokkur á floti Samkvæmt nýrri könnun Maskínu er líklegt að fækki um einn í þingflokki Framsóknarflokks, flokkurinn fái sjö menn kjörna. Þingmenn flokksins hafa að undanförnu verið að raða sér í efstu sætin á listum svo lítill möguleiki virðist á endurnýjun. Ásmundur Einar býður fram í höfuðborginni í þetta skiptið en hann er búsettur á Vesturlandi.Vísir/Vilhelm Viðreisn á góðu skriði Viðreisn er sá flokkur á Alþingi sem kannski eygir mesta fjölgun þingsæta, gæti tvöfaldað styrk sinn og farið út fjórum þingmönnum í átta. Í nýrri könnun Maskínu mælist Viðreisn með 12,2 prósent en fékk 6,3 prósent í kosningunum. Í Reykjavík sitja þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í efstu sætum. Á eftir þeim koma varaformaðurinn Daði Már Kristófersson – sem væntanlega kemur þá nýr inn á þing – og þingmaðurinn Jón Steindór Valdimarsson fer úr 2. sæti í Kraganum og yfir til Reykjavíkur. Við þessa hrókeringu losnar vænlegt sæti á eftir formanninum Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem fer fyrir flokknum í Suðvesturkjördæmi. Benedikt Jóhannesson bauð fram krafta sína í efstu sæti Viðreisnar. Stofnandanum var hins vegar boðið neðsta sæti lista og sagði nei takk.Viðreisn Í landsbyggðarkjördæmunum hefur Viðreisn stillt upp mönnum með sterkar tengingar við heimasveit. Svo vakti athygli að stofnandanum, Benedikt Jóhannessyni, var í raun úthýst. Sjálfstæðisflokkur enn langstærstur Ég sagði áðan að mest spennandi viðureignin verði eflaust prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar takast á ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í hreinræktuðum forystuslag. Þingmenn flokksins í kjördæminu eru sjö talsins en samkvæmt nýrri könnun Maskínu er líklegt að þeim fækki. Á landsvísu mælist flokkurinn nú með 21,3 prósent atkvæða en hann naut fylgis 25,4 prósent kjósenda í síðustu kosningum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að berjast við Guðlaug Þór Þórðarson um efsta sætið í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Allir þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna æskja endurkjörs og góður fjöldi öflugra frambjóðenda til viðbótar bankar á. Meðal þeirra eru vel kynntir flokksmenn á borð við Friðjón R. Friðjónsson sem ætti að eiga ágætan séns og líka aðstoðarmenn ráðherra flokksins, þær Hildur Sverrisdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir. Sú síðarnefnda, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, kom inn á sviðið með allnokkrum stæl þegar hún birti opnuauglýsingu í báðum dagblöðunum þar sem margir helstu forystumenn flokksins lýstu stuðningi við hana. Ljóst er að hart verður barist um takmörkuð gæðin sem þingsæti eru. Hægt er að greina sæmilega skýra flokkadrætti sem liggja eftir gamalkunnum línum í Sjálfstæðisflokknum. Svo virðist sem dagblöðin tvö styðji hvort sinn mann í forystuslagnum. Athygli vakti fyrir nokkru þegar þau birtust samdægurs í stórum helgarblaðsviðtölum í sitt hvoru blaðinu, Guðlaugur í Fréttablaðinu og Áslaug í Morgunblaðinu. Guðlaugur Þór fékk svo snemmbúna jólagjöf í síðustu viku í formi ráðherrafundar Norðurskautsráðsins í Hörpu þar sem hann gat baðað sig í sviðsljósi kollega sinna, utanríkisráðherranna Anthony Blinken og Sergei Lavrov. Hér vakti líka athygli hvað blöðin tvö virtust hafa mismunandi mikinn áhuga á hlut íslenska utanríkisráðherrans á fundinum – til að glöggva sig á muninum geta lesendur til að mynda skemmt sér við að bera saman ólíkt myndaval blaðanna. Aðrir ekki sýnt á spilin Í maí-könnun Maskínu bætir Miðflokkur ögn við sig í fylgi, fer úr 5,3 prósentum í 6,8. En flokkurinn er langt frá kjörfylgi sínu, sem var 10,9 prósent. Samkvæmt þessu tapar Miðflokkur þremur mönnum, fer úr sjö í fjóra þingmenn. Útlit er fyrir að fækki í þingflokki Miðflokksins ef marka má könnun Maskínu.Vísir/Sigurjón Loks ná bæði Flokkur fólksins og Sósíalistar naumlega yfir þröskuld og ættu samkvæmt því að landa þremur þingmönnum hvor. Enginn þessara flokka hefur enn sýnt á spilin varðandi uppstillingu á lista – svo sú umfjöllun verður að bíða betri tíma. Spennandi stjórnmálasumar Áður en við fellum talið að þessu sinni má kannski nefna hér í lokin að þar sem aflétting sóttvarnaráðstafana virðist ætla að ganga nokkuð hratt fyrir sig má kannski gera ráð fyrir að önnur mál komist loksins upp á yfirboð stjórnmálaumræðunnar – við fylgjumst spennt með því en svo virðist sem að bráðfjörugt stjórnmálasumar geti verið framundan. Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum.
Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum.
Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kosningar 2021: Stjórn og stjórnarandstaða sama flokks Öndvert við það sem gjarnan gerist þegar líður á krísur álíka þeirri sem nú hrellir okkur öll eykst ánægja með störf ríkisstjórnarinnar í nýrri könnun Maskínu. 48,2 prósent aðspurðra eru ánægð með ríkisstjórnina. 19. apríl 2021 06:01 Kosningar 2021: Línur leggjast Hálfu ári fyrir kosningar eru línur svolítið farnar leggjast hvað varðar fylgi flokkanna – þótt enn geti allmargt vitaskuld gerst. Við samlestur á núna fjórum mánaðarlegum skoðanakönnunum Maskínu má greina ýmsa strauma sem ástæða er til að gefa nokkurn gaum. 22. mars 2021 07:00 Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45 Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum. 25. janúar 2021 06:30 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Kosningar 2021: Stjórn og stjórnarandstaða sama flokks Öndvert við það sem gjarnan gerist þegar líður á krísur álíka þeirri sem nú hrellir okkur öll eykst ánægja með störf ríkisstjórnarinnar í nýrri könnun Maskínu. 48,2 prósent aðspurðra eru ánægð með ríkisstjórnina. 19. apríl 2021 06:01
Kosningar 2021: Línur leggjast Hálfu ári fyrir kosningar eru línur svolítið farnar leggjast hvað varðar fylgi flokkanna – þótt enn geti allmargt vitaskuld gerst. Við samlestur á núna fjórum mánaðarlegum skoðanakönnunum Maskínu má greina ýmsa strauma sem ástæða er til að gefa nokkurn gaum. 22. mars 2021 07:00
Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45
Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum. 25. janúar 2021 06:30