Óttast það að þurfa að velja á milli Ólympíuleikanna og barnsins síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 11:30 Aliphine Tiliamuk fagnar hér eftir að hún tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana. Það var í febrúar í fyrra en síðan þá hefur hún eignast sitt fyrsta barn. Getty/Kevin C. Cox Erlendir áhorfendur eru bannaðir á Ólympíuleikunum í Tókýó og það skapar meðal annars vandamál fyrir íþróttakonur með kornabörn. Ein af þeim er maraþonhlauparinn Aliphine Tuliamuk. „Ég er enn með Zoe á brjósti og get ekki ímyndað mér að vera án hennar,“ sagði Aliphine Tuliamuk í viðtali við Runners World en þar ræðir hún þá krísu sína að þurfa að velja á milli Ólympíuleikanna og fjögurra mánaða barnsins síns. Tuliamuk tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana 29. febrúar 2020 og ætlaði að stofna fjölskyldu í framhaldi þeirra í fyrrasumar. Leikunum var frestað en Aliphine eignaðist síðan dóttur sína 13. janúar síðastliðinn. Olympians who are nursing moms might have to choose between the Games and their babies https://t.co/yxnrEoOk5J— Post Sports (@PostSports) May 20, 2021 Tuliamuk þarf væntanlega að vera án barnsins síns í eina viku á meðan hún fer og keppir á leikunum og það er eitthvað sem Aliphine getur ekki hugsað sér. „Ef ég á að ná fram mínu besta þá verður hún að vera með mér. Ég vona að ég fái það,“ sagði Tuliamuk. Tuliamuk er með dóttur sína á brjósti og gefur henni á þriggja klukkutíma fresti. Það er erfitt að sætti sig við það að íþróttakona með svona ungt barn fái ekki að taka barnið með sér. En um leið er ljóst að hún þarf fleiri með sér því einhver þarf að hugsa um barnið á meðan hún er að keppa. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þetta harðlega er tenniskonan Serena Williams sem hefur ekki verið frá dóttur sinni Olympiu í meira en sólarhring samfellt. Serena gæti sleppt því að keppa á Ólympíuleikunum í ár ef hún fær ekki að taka Olympiu með en dóttir hennar er samt orðið þriggja ára gömul. View this post on Instagram A post shared by Mother Honestly (@motherhonestly) Alþjóða Ólympíunefndin segist vera með þetta í skoðun og að hver beiðnir verði tekin fyrir sér. Það eru því möguleikar fyrir íþróttakonur með ung börn að fá að taka þau með sér. Þær hafa þegar stigið svo stór og mikilvæg skref með því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum svo stuttu eftir að þær urðu mæður. Vandamálið er líka að hver þjóð má bara koma með ákveðin fjölda til Japans og auk keppenda eru það stjórnendur, þjálfarar, læknalið og annað aðstoðarfólk. Bandaríkin má koma með 600 manns og ef að dóttir Aliphine og maður hennar Tim Gannon fá að fara með þá taka þau tvö sæti frá einhverjum öðrum. „Ég er þakklát öllum þeim sem eru að leggja mikið á sig til að hjálpa mér að láta þetta ganga upp. Ég er bara ekki tilbúin að skila hana eftir,“ sagði Aliphine Tuliamuk. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
„Ég er enn með Zoe á brjósti og get ekki ímyndað mér að vera án hennar,“ sagði Aliphine Tuliamuk í viðtali við Runners World en þar ræðir hún þá krísu sína að þurfa að velja á milli Ólympíuleikanna og fjögurra mánaða barnsins síns. Tuliamuk tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana 29. febrúar 2020 og ætlaði að stofna fjölskyldu í framhaldi þeirra í fyrrasumar. Leikunum var frestað en Aliphine eignaðist síðan dóttur sína 13. janúar síðastliðinn. Olympians who are nursing moms might have to choose between the Games and their babies https://t.co/yxnrEoOk5J— Post Sports (@PostSports) May 20, 2021 Tuliamuk þarf væntanlega að vera án barnsins síns í eina viku á meðan hún fer og keppir á leikunum og það er eitthvað sem Aliphine getur ekki hugsað sér. „Ef ég á að ná fram mínu besta þá verður hún að vera með mér. Ég vona að ég fái það,“ sagði Tuliamuk. Tuliamuk er með dóttur sína á brjósti og gefur henni á þriggja klukkutíma fresti. Það er erfitt að sætti sig við það að íþróttakona með svona ungt barn fái ekki að taka barnið með sér. En um leið er ljóst að hún þarf fleiri með sér því einhver þarf að hugsa um barnið á meðan hún er að keppa. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þetta harðlega er tenniskonan Serena Williams sem hefur ekki verið frá dóttur sinni Olympiu í meira en sólarhring samfellt. Serena gæti sleppt því að keppa á Ólympíuleikunum í ár ef hún fær ekki að taka Olympiu með en dóttir hennar er samt orðið þriggja ára gömul. View this post on Instagram A post shared by Mother Honestly (@motherhonestly) Alþjóða Ólympíunefndin segist vera með þetta í skoðun og að hver beiðnir verði tekin fyrir sér. Það eru því möguleikar fyrir íþróttakonur með ung börn að fá að taka þau með sér. Þær hafa þegar stigið svo stór og mikilvæg skref með því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum svo stuttu eftir að þær urðu mæður. Vandamálið er líka að hver þjóð má bara koma með ákveðin fjölda til Japans og auk keppenda eru það stjórnendur, þjálfarar, læknalið og annað aðstoðarfólk. Bandaríkin má koma með 600 manns og ef að dóttir Aliphine og maður hennar Tim Gannon fá að fara með þá taka þau tvö sæti frá einhverjum öðrum. „Ég er þakklát öllum þeim sem eru að leggja mikið á sig til að hjálpa mér að láta þetta ganga upp. Ég er bara ekki tilbúin að skila hana eftir,“ sagði Aliphine Tuliamuk.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira