Frá þessu segir í tilkynningu á vef Embættis landlæknis. „Ferðamenn sem koma frá Færeyjum eru því ekki lengur undanþegnir sóttvarnaaðgerðum á landamærum og sömu reglur gilda því um þá og eiga almennt við um farþega sem koma til Íslands.
Öll lönd og svæði heims nema Grænland teljast áhættusvæði vegna COVID-19,“ segir í tilkynningunni.
Greint var frá því í gær að sextán smit hafi greinst í Færeyjum á sunnudaginn. Þá greindust tveir í gær, mánudag.
Alls hafa 694 manns greinst smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum frá upphafi faraldursins. Eitt dauðsfall hefur verið rakið til Covid-19.