Skýra hvenær bera þarf grímu og hvenær ekki Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2021 21:52 Verulega var slakað á grímuskyldu þegar ný reglugerð um samkomutakmarkanir tók gildi í dag. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út frekari leiðbeiningar til að taka af tvímæli um hvernig grímuskyldu er háttað eftir að slakað var á sóttvarnaaðgerðum í dag. Verulega var slakað á reglum um grímuskyldu þegar ný reglugerð um takmarkanir á samkomum tók gildi á miðnætti. Þannig er ekki lengur grímuskylda í verslunum og á vinnustöðum. Grímuskylda er þó enn í gildi við tilteknar aðstæður og ræðst hún af því hvort hægt sé að halda nálægðarmörk. Farið er yfir hvenær ber að nota grímu og hvenær ekki á nýrri upplýsingasíðu ráðuneytisins þar sem helstu spurningum um grímunotkun er svarað. Þar kemur meðal annars fram að tveggja metra nálægðarmörk séu í gildi á samkomum sem falla ekki undir reglu um sitjandi viðburði, öllum vinnustöðum og allri annarri starfsemi, þar á meðal verslunum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum. Eins metra nálægðarmörk gilda í skólastarfi, á sitjandi viðburðum, á veitingastöðum og sund- og baðstöðum. Kennarar þurfa að nota grímu í samskiptum við nemendur þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra nálægðartakmörk en börn sem eru fædd árið 2005 og síðar þurfa ekki að nota grímu í grunnskólum. Í framhaldsskólum þurfa nemendur og kennarar að nota grímu þar sem ekki er hægt að halda metra fjarlægð, þar á meðal í verklegri kennslu, listkennslu og kennslu nemenda á starfsbrautum. Grímuskylda er áfram í almenningsamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk. Sömuleiðis á hárgreiðslustofum, snyrtistofum, nuddstofum og sambærilegri starfsemi þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk. Einnig er grímuskylda á sitjandi viðburðum, þar á meðal á íþróttaviðburðum og í leikhúsum nema þegar fólk neytir drykkja eða neysluvöru og við athafnir trúar- og lífsskoðunarfélaga. Alls staðar þar sem ekki er gerð krafa um grímunotkun er hún enn valfrjáls. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. 25. maí 2021 20:18 Flestir hafa kosið að vera grímulausir Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. 25. maí 2021 12:12 Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Verulega var slakað á reglum um grímuskyldu þegar ný reglugerð um takmarkanir á samkomum tók gildi á miðnætti. Þannig er ekki lengur grímuskylda í verslunum og á vinnustöðum. Grímuskylda er þó enn í gildi við tilteknar aðstæður og ræðst hún af því hvort hægt sé að halda nálægðarmörk. Farið er yfir hvenær ber að nota grímu og hvenær ekki á nýrri upplýsingasíðu ráðuneytisins þar sem helstu spurningum um grímunotkun er svarað. Þar kemur meðal annars fram að tveggja metra nálægðarmörk séu í gildi á samkomum sem falla ekki undir reglu um sitjandi viðburði, öllum vinnustöðum og allri annarri starfsemi, þar á meðal verslunum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum. Eins metra nálægðarmörk gilda í skólastarfi, á sitjandi viðburðum, á veitingastöðum og sund- og baðstöðum. Kennarar þurfa að nota grímu í samskiptum við nemendur þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra nálægðartakmörk en börn sem eru fædd árið 2005 og síðar þurfa ekki að nota grímu í grunnskólum. Í framhaldsskólum þurfa nemendur og kennarar að nota grímu þar sem ekki er hægt að halda metra fjarlægð, þar á meðal í verklegri kennslu, listkennslu og kennslu nemenda á starfsbrautum. Grímuskylda er áfram í almenningsamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk. Sömuleiðis á hárgreiðslustofum, snyrtistofum, nuddstofum og sambærilegri starfsemi þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk. Einnig er grímuskylda á sitjandi viðburðum, þar á meðal á íþróttaviðburðum og í leikhúsum nema þegar fólk neytir drykkja eða neysluvöru og við athafnir trúar- og lífsskoðunarfélaga. Alls staðar þar sem ekki er gerð krafa um grímunotkun er hún enn valfrjáls.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. 25. maí 2021 20:18 Flestir hafa kosið að vera grímulausir Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. 25. maí 2021 12:12 Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. 25. maí 2021 20:18
Flestir hafa kosið að vera grímulausir Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. 25. maí 2021 12:12
Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01