Myndbandið er heldur betur magnað. Í því má sjá andlitin á söngvaranum John Grant og Daníel Ágúst komið fyrir á dansaranum Höllu Þórðardóttur sem fer á kostum í myndbandinu sem leikstýrt er af Arni & Kinski ásamt Hrafnhildi Hólmgeirsdóttur.
Hér að neðan má sjá myndbandið.
Útgáfutónleikar á laugardag
Á morgun kemur út ný plata GusGus, sem heitir Mobile Home. Þetta er ellefta plata sveitarinnar.
Til að fagna útgáfunni heldur hljómsveitin tónleika í beinni útsendingu úr hljóðverinu Sundlaugin í Mosfellsbæ á laugardagskvöld. Bæði John Grant og söngkonan Margrét Rán úr Vök koma fram með sveitinni.
Tónleikarnir verða aðgengilegir til kaups á sjónvarpskerfum Vodafone og Símans en einnig er hægt að kaupa aðgengi að streyminu hér.