Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2021 14:38 Málinu var áfrýjað beint til Hæstaréttar en ekki Landsréttar eins og hefð er fyrir. Vísir/Hanna Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. Um var að ræða mál tveggja hjóna sem tóku fjörutíu ára lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2008. Var sjóðurinn sýknaður máli annarra hjónanna en dómurinn í máli hinna ómerktur þar sem Hæstiréttur taldi héraðsdóm hafa byggt niðurstöðu sína á málsaðstæðum sem hefðu mátt koma fram við meðferð málsins en gerðu ekki. Málin varða mikla hagsmuni fyrir lántakendur sjóðsins, en árið 2018 höfðu hátt í fjórtán þúsund manns tekið húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Hjónin Erla Stefánsdóttir og Finnbjörn Börkur Ólafsson fögnuðu sigrinum í héraði í desember þó með þeim fyrirvara að málinu væri ekki lokið. Íslensk stjórnvöld ákváðu að áfrýja dómunum í héraði beint til Hæstaréttar í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir væru. „Það sem við ætlum að gera í þessu máli er að við ætlum að reyna að fara eins skjóta leið og hægt er í gegnum dómskerfið og við munum láta reyna á sérstaka heimild í lögunum til þess að óska eftir beinni meðferð fyrir Hæstarétti, fram hjá Landsrétti, til þess að málsmeðferðartíminn verði sem allra stystur,“ segir Bjarni Benediktsson í ræðu á Alþingi þann 10. desember vegna málsins. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu í kjölfar dómanna í héraði kom fram að innheimtir hefðu verið 5,2 milljarðar króna í sambærilegum uppgreiðsluþóknunum. Ógjaldfallin uppgreiðslugjöld virkra lána væru um þrír milljarðar króna. Tilgangur gjaldanna væri að mæta kostnaði sjóðsins af uppgreiðslu lána. Lántakendur með uppgreiðslugjald eru um 8500 talsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42 „Í dag er fallinn tímamótadómur“ Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. 4. desember 2020 18:30 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Um var að ræða mál tveggja hjóna sem tóku fjörutíu ára lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2008. Var sjóðurinn sýknaður máli annarra hjónanna en dómurinn í máli hinna ómerktur þar sem Hæstiréttur taldi héraðsdóm hafa byggt niðurstöðu sína á málsaðstæðum sem hefðu mátt koma fram við meðferð málsins en gerðu ekki. Málin varða mikla hagsmuni fyrir lántakendur sjóðsins, en árið 2018 höfðu hátt í fjórtán þúsund manns tekið húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Hjónin Erla Stefánsdóttir og Finnbjörn Börkur Ólafsson fögnuðu sigrinum í héraði í desember þó með þeim fyrirvara að málinu væri ekki lokið. Íslensk stjórnvöld ákváðu að áfrýja dómunum í héraði beint til Hæstaréttar í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir væru. „Það sem við ætlum að gera í þessu máli er að við ætlum að reyna að fara eins skjóta leið og hægt er í gegnum dómskerfið og við munum láta reyna á sérstaka heimild í lögunum til þess að óska eftir beinni meðferð fyrir Hæstarétti, fram hjá Landsrétti, til þess að málsmeðferðartíminn verði sem allra stystur,“ segir Bjarni Benediktsson í ræðu á Alþingi þann 10. desember vegna málsins. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu í kjölfar dómanna í héraði kom fram að innheimtir hefðu verið 5,2 milljarðar króna í sambærilegum uppgreiðsluþóknunum. Ógjaldfallin uppgreiðslugjöld virkra lána væru um þrír milljarðar króna. Tilgangur gjaldanna væri að mæta kostnaði sjóðsins af uppgreiðslu lána. Lántakendur með uppgreiðslugjald eru um 8500 talsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42 „Í dag er fallinn tímamótadómur“ Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. 4. desember 2020 18:30 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15
Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42
„Í dag er fallinn tímamótadómur“ Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. 4. desember 2020 18:30