Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2021 15:43 Margrét er með BA í bókmenntafræði og MA í menningarstjórnun hefur starfað sem fræðimaður, ritstjóri, þýðandi, rekið gallerí og skrifað bækur, einkum fyrir börn. Vísir/Vilhelm Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum eins okkar ástsælasta barnabókahöfunda. Verðlaunaféð er ein milljón krónur. Borgarstjóri afhenti verðlaunin í Höfða við hátíðlega en fámenna athöfn í Höfða í dag og gladdi Snorri Helgason viðstadda með tónlistarflutningi. Hátt á fjórða tug handrita bárust í samkeppnina í ár og var dómnefndin á einu máli um að handrit Margrétar Tryggvadóttur, Sterk, skyldi hljóta verðlaunin að þessu sinni. Í sögunni, sem er skrifuð fyrir unglinga, kveður við nýjan tón í íslenskum bókmenntum þar sem söguhetjan er transstúlka sem er að fóta sig í nýju lífi í Reykjavík, þangað sem hún er komin utan af landi til náms. Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson, sem var formaður, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Heiða Rúnarsdóttir. Sterk kemur út í dag og er það Mál og menning sem gefur bókina út að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Umsögn dómnefndar Handritið sem bar sigur úr bítum heitið Sterk og er eftir Margréti Tryggvadóttur. Þetta er grípandi saga sem dregur upp mynd úr lífi minnihlutahópa á Íslandi. Sagan fjallar meðal annars um daglegt líf og viðkvæma stöðu transfólks og innflytjenda í samfélaginu. Hér opnast sagnaheimur sem fáir rithöfundar hafa fetað. Það er mikilvægt fyrir þroska og skilning lesenda að eiga kost á að upplifa fjölbreytileika samfélagsins í gegnum lestur, setja sig í spor ólíkra sögupersóna og finna samkennd með þeim. Það að söguhetja er trans er hvorki aðalatriði frásagnarinnar né óvænt atriði til að þjóna fléttu hennar heldur fellur sá veruleiki átakalaust inn í söguþráðinn. Af einlægni og með virðingu fyrir viðfangsefninu hefur Margréti tekist að setja fram sögu sem fjallar um vegferð transstúlku og þörf hennar fyrir viðurkenningu fjölskyldu og vina; að vera metin á eigin forsendum. Á meðan hún er að fóta sig í nýjum veruleika flækist hún í dularfullt mál innflytjanda sem hún er knúin til að leysa. Aðalpersóna sögunnar heitir Birta. Hún hefur flúið heimahaga, þar sem henni finnst enginn af hennar nánustu skilja sig, henni finnst hún litin hornauga og vera afskipt. Í Reykjavík sér hún tækifæri til að byrja nýtt líf. Sjálfsmynd Birtu er löskuð og henni finnst þægilegast að einangra sig frá öðrum. Stökkið inn í heim hinna fullorðnu er þó ekki einfalt og hún á fullt í fangi með að sinna námi og vinnu og standa skil á leigu kjallaraherbergis. Hún forðast kynni við fólk sem hún deilir með bað- og eldhúsaðstöðu. Þegar áhyggjur hennar vaxa yfir velferð innflytjanda sem leigir næsta herbergi dregst hún inn í dularfullt mál. Spennan magnast með hverjum kafla er Birta setur sjálfa sig í hættu og stígur út fyrir eigin þægindaramma með það eitt í huga að grafa upp sannleikann. Dómnefnd þakkar Margréti innilega fyrir innlegg sitt í flóru barna- og unglingabóka á Íslandi. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur verða næst veitt vorið 2022. Athygli er vakin á því að skilafrestur handrita er nú fyrr en verið hefur, þau skulu berast Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, Ráðhúsi Reykjavíkur, í síðasta lagi 18. október 2021. Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum eins okkar ástsælasta barnabókahöfunda. Verðlaunaféð er ein milljón krónur. Borgarstjóri afhenti verðlaunin í Höfða við hátíðlega en fámenna athöfn í Höfða í dag og gladdi Snorri Helgason viðstadda með tónlistarflutningi. Hátt á fjórða tug handrita bárust í samkeppnina í ár og var dómnefndin á einu máli um að handrit Margrétar Tryggvadóttur, Sterk, skyldi hljóta verðlaunin að þessu sinni. Í sögunni, sem er skrifuð fyrir unglinga, kveður við nýjan tón í íslenskum bókmenntum þar sem söguhetjan er transstúlka sem er að fóta sig í nýju lífi í Reykjavík, þangað sem hún er komin utan af landi til náms. Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson, sem var formaður, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Heiða Rúnarsdóttir. Sterk kemur út í dag og er það Mál og menning sem gefur bókina út að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Umsögn dómnefndar Handritið sem bar sigur úr bítum heitið Sterk og er eftir Margréti Tryggvadóttur. Þetta er grípandi saga sem dregur upp mynd úr lífi minnihlutahópa á Íslandi. Sagan fjallar meðal annars um daglegt líf og viðkvæma stöðu transfólks og innflytjenda í samfélaginu. Hér opnast sagnaheimur sem fáir rithöfundar hafa fetað. Það er mikilvægt fyrir þroska og skilning lesenda að eiga kost á að upplifa fjölbreytileika samfélagsins í gegnum lestur, setja sig í spor ólíkra sögupersóna og finna samkennd með þeim. Það að söguhetja er trans er hvorki aðalatriði frásagnarinnar né óvænt atriði til að þjóna fléttu hennar heldur fellur sá veruleiki átakalaust inn í söguþráðinn. Af einlægni og með virðingu fyrir viðfangsefninu hefur Margréti tekist að setja fram sögu sem fjallar um vegferð transstúlku og þörf hennar fyrir viðurkenningu fjölskyldu og vina; að vera metin á eigin forsendum. Á meðan hún er að fóta sig í nýjum veruleika flækist hún í dularfullt mál innflytjanda sem hún er knúin til að leysa. Aðalpersóna sögunnar heitir Birta. Hún hefur flúið heimahaga, þar sem henni finnst enginn af hennar nánustu skilja sig, henni finnst hún litin hornauga og vera afskipt. Í Reykjavík sér hún tækifæri til að byrja nýtt líf. Sjálfsmynd Birtu er löskuð og henni finnst þægilegast að einangra sig frá öðrum. Stökkið inn í heim hinna fullorðnu er þó ekki einfalt og hún á fullt í fangi með að sinna námi og vinnu og standa skil á leigu kjallaraherbergis. Hún forðast kynni við fólk sem hún deilir með bað- og eldhúsaðstöðu. Þegar áhyggjur hennar vaxa yfir velferð innflytjanda sem leigir næsta herbergi dregst hún inn í dularfullt mál. Spennan magnast með hverjum kafla er Birta setur sjálfa sig í hættu og stígur út fyrir eigin þægindaramma með það eitt í huga að grafa upp sannleikann. Dómnefnd þakkar Margréti innilega fyrir innlegg sitt í flóru barna- og unglingabóka á Íslandi. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur verða næst veitt vorið 2022. Athygli er vakin á því að skilafrestur handrita er nú fyrr en verið hefur, þau skulu berast Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, Ráðhúsi Reykjavíkur, í síðasta lagi 18. október 2021.
Umsögn dómnefndar Handritið sem bar sigur úr bítum heitið Sterk og er eftir Margréti Tryggvadóttur. Þetta er grípandi saga sem dregur upp mynd úr lífi minnihlutahópa á Íslandi. Sagan fjallar meðal annars um daglegt líf og viðkvæma stöðu transfólks og innflytjenda í samfélaginu. Hér opnast sagnaheimur sem fáir rithöfundar hafa fetað. Það er mikilvægt fyrir þroska og skilning lesenda að eiga kost á að upplifa fjölbreytileika samfélagsins í gegnum lestur, setja sig í spor ólíkra sögupersóna og finna samkennd með þeim. Það að söguhetja er trans er hvorki aðalatriði frásagnarinnar né óvænt atriði til að þjóna fléttu hennar heldur fellur sá veruleiki átakalaust inn í söguþráðinn. Af einlægni og með virðingu fyrir viðfangsefninu hefur Margréti tekist að setja fram sögu sem fjallar um vegferð transstúlku og þörf hennar fyrir viðurkenningu fjölskyldu og vina; að vera metin á eigin forsendum. Á meðan hún er að fóta sig í nýjum veruleika flækist hún í dularfullt mál innflytjanda sem hún er knúin til að leysa. Aðalpersóna sögunnar heitir Birta. Hún hefur flúið heimahaga, þar sem henni finnst enginn af hennar nánustu skilja sig, henni finnst hún litin hornauga og vera afskipt. Í Reykjavík sér hún tækifæri til að byrja nýtt líf. Sjálfsmynd Birtu er löskuð og henni finnst þægilegast að einangra sig frá öðrum. Stökkið inn í heim hinna fullorðnu er þó ekki einfalt og hún á fullt í fangi með að sinna námi og vinnu og standa skil á leigu kjallaraherbergis. Hún forðast kynni við fólk sem hún deilir með bað- og eldhúsaðstöðu. Þegar áhyggjur hennar vaxa yfir velferð innflytjanda sem leigir næsta herbergi dregst hún inn í dularfullt mál. Spennan magnast með hverjum kafla er Birta setur sjálfa sig í hættu og stígur út fyrir eigin þægindaramma með það eitt í huga að grafa upp sannleikann. Dómnefnd þakkar Margréti innilega fyrir innlegg sitt í flóru barna- og unglingabóka á Íslandi.
Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira