„Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Havertz eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er ólýsanleg tilfinning og við eigum þetta skilið.“
Þetta var fyrsta mark Kai Havertz í Meistaradeildinni, en þetta var tólfti leikurinn hans í keppninni. Það má því segja að hans fyrsta mark hafi komið á fullkomnum tíma.
„Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu og nú tókst það loksins. Mig langar að þakka fjölskyldunni minni. Mig langar að þakka foreldrum mínum og systkinum.“
Havertz var svo í lokin minntur á það að hann væri dýrasti leikmaður í sögu Chelsea, og því væri mikil pressa á honum.
„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er mér alveg drullu sama akkúrat núna. Við unnum helvítis Meistaradeildina.“