Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2021 08:25 Mótmælendur draga hér á eftir sér ófrýnilega uppblásna skopmynd af Bolsonaro. EPA-EFE/Joédson Alves Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. Vinsældir Bolsonaro hafa snarminnkað eftir að faraldurinn skall á og gagnrýnendur segja að viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið í samræmi við alvarleika sóttarinnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Rétt tæplega 460 þúsund hafa dáið af völdum kórónuveirunnar í Brasilíu, svo vitað sé. Hvergi annars staðar nema í Bandaríkjunum hafa svo margir farist af völdum veirunnar. Þá er landið í þriðja sæti hvað varðar smittölur, en meira en 16 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni. Þúsundir mótmæltu í helstu borgum Brasilíu í gær.EPA-EFE/Fernando Bizerra Öldungadeild brasilíska þingsins hefur þegar efnt til rannsóknar á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar og forsetans við faraldrinum og bóluefnaáætluninni sem hann stendur fyrir. Aðeins hefur tekist að bólusetja 21 prósent landsmanna með fyrri skammti bóluefnisins og dreifingaráætlunin er talin taka of langan tíma. Stjórnarandstöðuflokkar, stéttafélög og aðgerðasinnar hafa sakað forsetann um að viljandi hægja á dreifingu bóluefnisins án þess að líta til afleiðinga þess. Faraldurinn hefur nær ekkert hægt á sér frá því hann barst til Brasilíu sem hefur nær knéfellt heilbrigðiskerfið í landinu. Bolsonaru hefur á undanförnu ári lagst gegn hertum takmörkunum, útgöngubönnum og fleiru, og haldið því fram að áhrifin sem það hefði á efnahagslífið hefði verri afleiðingar en veiran sjálf á þjóðina. Hann hefur ítrekað sagt Brasilíumönnum að „hætta að væla“ vegna ástandsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Tengdar fréttir Rannsaka viðbrögð Bolsonaro við faraldrinum Brasilíska þingið rannsakar nú viðbrögð ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro forseta við kórónuveirufaraldrinum sem hefur orðið að minnsta kosti 391.000 manns að bana í landinu. Bolsonaro segist engar áhyggjur hafa af rannsókninni jafnvel þó að hún gæti leitt til þess að hann yrði sviptur embætti. 27. apríl 2021 22:21 Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49 Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Vinsældir Bolsonaro hafa snarminnkað eftir að faraldurinn skall á og gagnrýnendur segja að viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið í samræmi við alvarleika sóttarinnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Rétt tæplega 460 þúsund hafa dáið af völdum kórónuveirunnar í Brasilíu, svo vitað sé. Hvergi annars staðar nema í Bandaríkjunum hafa svo margir farist af völdum veirunnar. Þá er landið í þriðja sæti hvað varðar smittölur, en meira en 16 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni. Þúsundir mótmæltu í helstu borgum Brasilíu í gær.EPA-EFE/Fernando Bizerra Öldungadeild brasilíska þingsins hefur þegar efnt til rannsóknar á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar og forsetans við faraldrinum og bóluefnaáætluninni sem hann stendur fyrir. Aðeins hefur tekist að bólusetja 21 prósent landsmanna með fyrri skammti bóluefnisins og dreifingaráætlunin er talin taka of langan tíma. Stjórnarandstöðuflokkar, stéttafélög og aðgerðasinnar hafa sakað forsetann um að viljandi hægja á dreifingu bóluefnisins án þess að líta til afleiðinga þess. Faraldurinn hefur nær ekkert hægt á sér frá því hann barst til Brasilíu sem hefur nær knéfellt heilbrigðiskerfið í landinu. Bolsonaru hefur á undanförnu ári lagst gegn hertum takmörkunum, útgöngubönnum og fleiru, og haldið því fram að áhrifin sem það hefði á efnahagslífið hefði verri afleiðingar en veiran sjálf á þjóðina. Hann hefur ítrekað sagt Brasilíumönnum að „hætta að væla“ vegna ástandsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Tengdar fréttir Rannsaka viðbrögð Bolsonaro við faraldrinum Brasilíska þingið rannsakar nú viðbrögð ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro forseta við kórónuveirufaraldrinum sem hefur orðið að minnsta kosti 391.000 manns að bana í landinu. Bolsonaro segist engar áhyggjur hafa af rannsókninni jafnvel þó að hún gæti leitt til þess að hann yrði sviptur embætti. 27. apríl 2021 22:21 Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49 Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Rannsaka viðbrögð Bolsonaro við faraldrinum Brasilíska þingið rannsakar nú viðbrögð ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro forseta við kórónuveirufaraldrinum sem hefur orðið að minnsta kosti 391.000 manns að bana í landinu. Bolsonaro segist engar áhyggjur hafa af rannsókninni jafnvel þó að hún gæti leitt til þess að hann yrði sviptur embætti. 27. apríl 2021 22:21
Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49
Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33