Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2021 08:25 Mótmælendur draga hér á eftir sér ófrýnilega uppblásna skopmynd af Bolsonaro. EPA-EFE/Joédson Alves Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. Vinsældir Bolsonaro hafa snarminnkað eftir að faraldurinn skall á og gagnrýnendur segja að viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið í samræmi við alvarleika sóttarinnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Rétt tæplega 460 þúsund hafa dáið af völdum kórónuveirunnar í Brasilíu, svo vitað sé. Hvergi annars staðar nema í Bandaríkjunum hafa svo margir farist af völdum veirunnar. Þá er landið í þriðja sæti hvað varðar smittölur, en meira en 16 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni. Þúsundir mótmæltu í helstu borgum Brasilíu í gær.EPA-EFE/Fernando Bizerra Öldungadeild brasilíska þingsins hefur þegar efnt til rannsóknar á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar og forsetans við faraldrinum og bóluefnaáætluninni sem hann stendur fyrir. Aðeins hefur tekist að bólusetja 21 prósent landsmanna með fyrri skammti bóluefnisins og dreifingaráætlunin er talin taka of langan tíma. Stjórnarandstöðuflokkar, stéttafélög og aðgerðasinnar hafa sakað forsetann um að viljandi hægja á dreifingu bóluefnisins án þess að líta til afleiðinga þess. Faraldurinn hefur nær ekkert hægt á sér frá því hann barst til Brasilíu sem hefur nær knéfellt heilbrigðiskerfið í landinu. Bolsonaru hefur á undanförnu ári lagst gegn hertum takmörkunum, útgöngubönnum og fleiru, og haldið því fram að áhrifin sem það hefði á efnahagslífið hefði verri afleiðingar en veiran sjálf á þjóðina. Hann hefur ítrekað sagt Brasilíumönnum að „hætta að væla“ vegna ástandsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Tengdar fréttir Rannsaka viðbrögð Bolsonaro við faraldrinum Brasilíska þingið rannsakar nú viðbrögð ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro forseta við kórónuveirufaraldrinum sem hefur orðið að minnsta kosti 391.000 manns að bana í landinu. Bolsonaro segist engar áhyggjur hafa af rannsókninni jafnvel þó að hún gæti leitt til þess að hann yrði sviptur embætti. 27. apríl 2021 22:21 Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49 Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Vinsældir Bolsonaro hafa snarminnkað eftir að faraldurinn skall á og gagnrýnendur segja að viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið í samræmi við alvarleika sóttarinnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Rétt tæplega 460 þúsund hafa dáið af völdum kórónuveirunnar í Brasilíu, svo vitað sé. Hvergi annars staðar nema í Bandaríkjunum hafa svo margir farist af völdum veirunnar. Þá er landið í þriðja sæti hvað varðar smittölur, en meira en 16 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni. Þúsundir mótmæltu í helstu borgum Brasilíu í gær.EPA-EFE/Fernando Bizerra Öldungadeild brasilíska þingsins hefur þegar efnt til rannsóknar á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar og forsetans við faraldrinum og bóluefnaáætluninni sem hann stendur fyrir. Aðeins hefur tekist að bólusetja 21 prósent landsmanna með fyrri skammti bóluefnisins og dreifingaráætlunin er talin taka of langan tíma. Stjórnarandstöðuflokkar, stéttafélög og aðgerðasinnar hafa sakað forsetann um að viljandi hægja á dreifingu bóluefnisins án þess að líta til afleiðinga þess. Faraldurinn hefur nær ekkert hægt á sér frá því hann barst til Brasilíu sem hefur nær knéfellt heilbrigðiskerfið í landinu. Bolsonaru hefur á undanförnu ári lagst gegn hertum takmörkunum, útgöngubönnum og fleiru, og haldið því fram að áhrifin sem það hefði á efnahagslífið hefði verri afleiðingar en veiran sjálf á þjóðina. Hann hefur ítrekað sagt Brasilíumönnum að „hætta að væla“ vegna ástandsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Tengdar fréttir Rannsaka viðbrögð Bolsonaro við faraldrinum Brasilíska þingið rannsakar nú viðbrögð ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro forseta við kórónuveirufaraldrinum sem hefur orðið að minnsta kosti 391.000 manns að bana í landinu. Bolsonaro segist engar áhyggjur hafa af rannsókninni jafnvel þó að hún gæti leitt til þess að hann yrði sviptur embætti. 27. apríl 2021 22:21 Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49 Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Rannsaka viðbrögð Bolsonaro við faraldrinum Brasilíska þingið rannsakar nú viðbrögð ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro forseta við kórónuveirufaraldrinum sem hefur orðið að minnsta kosti 391.000 manns að bana í landinu. Bolsonaro segist engar áhyggjur hafa af rannsókninni jafnvel þó að hún gæti leitt til þess að hann yrði sviptur embætti. 27. apríl 2021 22:21
Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49
Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33