Ofurframlína hjá Frökkum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 09:31 Það er ekkert grín að reyna að stoppa þá Karim Benzema og Kylian Mbappe sitt í hvoru lagi hvað þá að eiga við þá þegar þeir eru farnir að vinna saman inn á vellinum. Getty/Quality Sport Images Knattspyrnuáhugafólk gæti séð svolítið í kvöld sem það hefur aldrei séð áður. Frakkar geta nefnilega stillt upp mjög áhugaverðari framlínu í vináttuleik á móti Wales. Heimsmeistarar Frakka eru að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið í sumar en þeir fengu silfur á heimavelli sumarið 2016 og hafa því komist í úrslitaleikinn á síðustu tveimur stórmótum fótboltans. Liðið er nú komið saman og hefur hafið lokaundirbúning sinn fyrir mótið. Liður í því er að spila vináttuleiki og í kvöld mæta Frakkarnir liði Wales. Dream trio of forwards??? @equipedefrance coach Didier Deschamps has dropped hints that @Benzema, @AntoGriezmann, and @KMbappe could all start together for the first time in the friendly against @FAWales! https://t.co/dEMTK5nWIT— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 2, 2021 Á blaðamannafundi fyrir leikinn þá var ekki að heyra annað á franska landsliðsþjálfaranum Didier Deschamps að hann ætlaði að frumsýna nýja framlínu í kvöld. Deschamps verður væntanlega með þá Karim Benzema, Kylian Mbappe og Antoine Griezmann í framlínunni í fyrsta sinn þegar hann sendir lið út á völl í kvöld. Allir eru þeir lykilmenn í sóknarleik þriggja af stærstu fótboltaklúbbum heims, Real Madrid, Paris Saint-Germain og Barcelona. Deschamps er nefnilega með Real Madrid manninn Karim Benzema í landsliði sínu í fyrsta sinn í fimm ár en svo langur tími er liðin síðan Benzema lék sinn síðasta landsleik. Benzema var settur út í kuldann eftir deilur við Deschamps. Síðan þá hefur Karim Benzema raðað inn mörkum hjá Real Madrid og hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn besti framherji heims. Frakkar unnu samt silfur á EM og gull á HM án hans. Deschamps worked again today with this team in a 4-4-2 diamond formation to play against Wales tomorrow: Lloris - Pavard, Varane, Kimpembe, Hernandez - Pogba, Tolisso, Rabiot - Griezmann - Benzema, Mbappé.Put Kanté instead of Tolisso and you have the team for the Germany game?— Julien Laurens (@LaurensJulien) June 1, 2021 Nú ætla Frakkar hins vegar að gera allt til að vinna báða stóru titlana og Deschamps fannst því kominn tími á slyðra sverðin og kalla á Benzema. Frumsýningin í kvöld mun síðan gefa okkur sýnishorn af því hvernig lið ráða við að mæta framlínu með þeim Benzema, Mbappe og Griezmann. Allt eru þetta ólíkir leikmenn og frábærir hver á sinn hátt. Það yrði því frábærar fréttir fyrir Frakka ef þeir ná vel saman í þessum fyrsta leik sínum í framlínu franska landsliðsins. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Heimsmeistarar Frakka eru að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið í sumar en þeir fengu silfur á heimavelli sumarið 2016 og hafa því komist í úrslitaleikinn á síðustu tveimur stórmótum fótboltans. Liðið er nú komið saman og hefur hafið lokaundirbúning sinn fyrir mótið. Liður í því er að spila vináttuleiki og í kvöld mæta Frakkarnir liði Wales. Dream trio of forwards??? @equipedefrance coach Didier Deschamps has dropped hints that @Benzema, @AntoGriezmann, and @KMbappe could all start together for the first time in the friendly against @FAWales! https://t.co/dEMTK5nWIT— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 2, 2021 Á blaðamannafundi fyrir leikinn þá var ekki að heyra annað á franska landsliðsþjálfaranum Didier Deschamps að hann ætlaði að frumsýna nýja framlínu í kvöld. Deschamps verður væntanlega með þá Karim Benzema, Kylian Mbappe og Antoine Griezmann í framlínunni í fyrsta sinn þegar hann sendir lið út á völl í kvöld. Allir eru þeir lykilmenn í sóknarleik þriggja af stærstu fótboltaklúbbum heims, Real Madrid, Paris Saint-Germain og Barcelona. Deschamps er nefnilega með Real Madrid manninn Karim Benzema í landsliði sínu í fyrsta sinn í fimm ár en svo langur tími er liðin síðan Benzema lék sinn síðasta landsleik. Benzema var settur út í kuldann eftir deilur við Deschamps. Síðan þá hefur Karim Benzema raðað inn mörkum hjá Real Madrid og hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn besti framherji heims. Frakkar unnu samt silfur á EM og gull á HM án hans. Deschamps worked again today with this team in a 4-4-2 diamond formation to play against Wales tomorrow: Lloris - Pavard, Varane, Kimpembe, Hernandez - Pogba, Tolisso, Rabiot - Griezmann - Benzema, Mbappé.Put Kanté instead of Tolisso and you have the team for the Germany game?— Julien Laurens (@LaurensJulien) June 1, 2021 Nú ætla Frakkar hins vegar að gera allt til að vinna báða stóru titlana og Deschamps fannst því kominn tími á slyðra sverðin og kalla á Benzema. Frumsýningin í kvöld mun síðan gefa okkur sýnishorn af því hvernig lið ráða við að mæta framlínu með þeim Benzema, Mbappe og Griezmann. Allt eru þetta ólíkir leikmenn og frábærir hver á sinn hátt. Það yrði því frábærar fréttir fyrir Frakka ef þeir ná vel saman í þessum fyrsta leik sínum í framlínu franska landsliðsins.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira