9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 12:00 Grikkir fagna hér hinum óvænta sigri sínum á EM í Portúgal sumarið 2004. Getty/Henri Szwarc Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Grikkir urðu mjög óvænt Evrópumeistarar á EM í Portúgal sumarið 2004. Gríska karlalandsliðið í knattspyrnu er ekki með á EM í sumar og var heldur ekki með í Frakklandi fyrir fimm árum síðan. Fyrir sautján árum komu Grikkir hins vegar öllum á óvörum með því að fara alla leið í keppninni. Það gerðu þeir þrátt fyrir að skora færri mörk en íslensku strákarnir á síðasta Evrópumóti. Grikkir mættu á EM í Portúgal sumarið 2004 í 35. sæti styrkleikalista FIFA og það voru sautján Evrópuþjóðir á undan þeim á listanum. Grikkir voru þannig á eftir þjóðum sem komust ekki einu sinni inn á Evrópumótið þetta sumar enda bara sextán þjóða keppni í þá daga. The History of The UEFA Euro: 2004, Boring Greece Stun Europe https://t.co/x5TVWZR6vn Bet now via https://t.co/0I4IIflkwI pic.twitter.com/CW6shh3TMv— Bitcoin Sportsbook (@SportsbookBTC) June 1, 2021 Það bjuggust því fæstir við því að Grikkir kæmust upp úr sínum riðli og hvað þá að þeir færu eitthvað lengra en það. Þetta var fyrsta Evrópumót þeirra í 24 ár og árangurinn á hinum tveimur var ekki til að hrópa húrra fyrir. Þetta var aðeins þriðja stórmót gríska landsliðsins í sögunni og Grikkir höfðu aldrei unnið leik á EM eða HM. Þeir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á EM 1980 og töpuðu síðan öllum þremur leikjum sínum á HM í Bandaríkjunum sumarið 1994 þar sem markatalan var 0-10. Grikkir gerðu aftur á móti það ómögulega á Evrópumótinu fyrir sautján árum. Þeir byrjuðu á því að vinna 2-1 sigur á gestgjöfum Portúgal í opnunarleiknum og eitt stig úr leikjunum á móti Spáni (1-1) og Rússlandi (1-2 tap) dugði til að tryggja liðinu annað sætið í riðlinum og sæti í átta liða úrslitunum. watch on YouTube Þetta var reyndar stórfurðulegt mót því risarnir Þýskaland, Ítalía og Spánn sátu allir eftir í riðlakeppninni og ríkjandi meistarar Frakka duttu síðan út í átta liða úrslitunum fyrir Grikkjum. Grikkir héldu hreinu alla útsláttarkeppnina og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið með þremur 1-0 sigrum í röð. Angelos Charisteas skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum með skalla á 57. mínútu þar sem Grikkir mættu gestgjöfum Portúgal í annað skiptið á mótinu og unnu aftur. Hann var markhæsti leikmaður Grikkja á mótinu skoraði þrjú af sjö mörkum liðsins. Sjö mörk þýða að íslensku strákarnir náðu að skora fleiri mörk á EM í Frakklandi 2016 en dugði Grikkjum til að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn 2004. Charisteas var einnig með sigurmarkið í átta liða úrslitunum á móti Frökkum en sigurmarkið í undanúrslitaleiknum á móti Tékkum skoraði Traianos Dellas í framlengingu. Theodoros Zagorakis, miðjumaður og fyrirliði gríska liðsins, var valinn besti leikmaður keppninnar af UEFA og í úrvalshópi mótsins voru einnig markvörðurinn Antonios Nikopolidis, varnarmennirnir Traianos Dellas og Giourkas Seitaridis og svo sóknarmaðurinn Angelos Charisteas. Þjóðverjinn Otto Rehhagel þjálfaði gríska landsliðið og landaði þessum óvænta Evrópumeistaratitli á þéttum varnarleik og vel útfærðum skyndisóknum og föstum leikatriðum. Þetta var langt frá því að vera skemmtilegasta fótboltaliðið en það tókst bara engum að brjótast í gegnum grísku vörnina þær þrjú hundruð mínútur sem liðið spilaði í útsláttarkeppni EM 2004. watch on YouTube EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Sjá meira
Gríska karlalandsliðið í knattspyrnu er ekki með á EM í sumar og var heldur ekki með í Frakklandi fyrir fimm árum síðan. Fyrir sautján árum komu Grikkir hins vegar öllum á óvörum með því að fara alla leið í keppninni. Það gerðu þeir þrátt fyrir að skora færri mörk en íslensku strákarnir á síðasta Evrópumóti. Grikkir mættu á EM í Portúgal sumarið 2004 í 35. sæti styrkleikalista FIFA og það voru sautján Evrópuþjóðir á undan þeim á listanum. Grikkir voru þannig á eftir þjóðum sem komust ekki einu sinni inn á Evrópumótið þetta sumar enda bara sextán þjóða keppni í þá daga. The History of The UEFA Euro: 2004, Boring Greece Stun Europe https://t.co/x5TVWZR6vn Bet now via https://t.co/0I4IIflkwI pic.twitter.com/CW6shh3TMv— Bitcoin Sportsbook (@SportsbookBTC) June 1, 2021 Það bjuggust því fæstir við því að Grikkir kæmust upp úr sínum riðli og hvað þá að þeir færu eitthvað lengra en það. Þetta var fyrsta Evrópumót þeirra í 24 ár og árangurinn á hinum tveimur var ekki til að hrópa húrra fyrir. Þetta var aðeins þriðja stórmót gríska landsliðsins í sögunni og Grikkir höfðu aldrei unnið leik á EM eða HM. Þeir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á EM 1980 og töpuðu síðan öllum þremur leikjum sínum á HM í Bandaríkjunum sumarið 1994 þar sem markatalan var 0-10. Grikkir gerðu aftur á móti það ómögulega á Evrópumótinu fyrir sautján árum. Þeir byrjuðu á því að vinna 2-1 sigur á gestgjöfum Portúgal í opnunarleiknum og eitt stig úr leikjunum á móti Spáni (1-1) og Rússlandi (1-2 tap) dugði til að tryggja liðinu annað sætið í riðlinum og sæti í átta liða úrslitunum. watch on YouTube Þetta var reyndar stórfurðulegt mót því risarnir Þýskaland, Ítalía og Spánn sátu allir eftir í riðlakeppninni og ríkjandi meistarar Frakka duttu síðan út í átta liða úrslitunum fyrir Grikkjum. Grikkir héldu hreinu alla útsláttarkeppnina og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið með þremur 1-0 sigrum í röð. Angelos Charisteas skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum með skalla á 57. mínútu þar sem Grikkir mættu gestgjöfum Portúgal í annað skiptið á mótinu og unnu aftur. Hann var markhæsti leikmaður Grikkja á mótinu skoraði þrjú af sjö mörkum liðsins. Sjö mörk þýða að íslensku strákarnir náðu að skora fleiri mörk á EM í Frakklandi 2016 en dugði Grikkjum til að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn 2004. Charisteas var einnig með sigurmarkið í átta liða úrslitunum á móti Frökkum en sigurmarkið í undanúrslitaleiknum á móti Tékkum skoraði Traianos Dellas í framlengingu. Theodoros Zagorakis, miðjumaður og fyrirliði gríska liðsins, var valinn besti leikmaður keppninnar af UEFA og í úrvalshópi mótsins voru einnig markvörðurinn Antonios Nikopolidis, varnarmennirnir Traianos Dellas og Giourkas Seitaridis og svo sóknarmaðurinn Angelos Charisteas. Þjóðverjinn Otto Rehhagel þjálfaði gríska landsliðið og landaði þessum óvænta Evrópumeistaratitli á þéttum varnarleik og vel útfærðum skyndisóknum og föstum leikatriðum. Þetta var langt frá því að vera skemmtilegasta fótboltaliðið en það tókst bara engum að brjótast í gegnum grísku vörnina þær þrjú hundruð mínútur sem liðið spilaði í útsláttarkeppni EM 2004. watch on YouTube EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Sjá meira