Inflúensufaraldrar og hjarta- og æðasjúkdómar draga úr aukningu lífslíka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 11:38 Í evrópsku skýrslunni er sérstaklega fjallað um heilbrigði ungbarna. Meðallífslíkur íbúa í ESB-ríkjunum er nú 81 ár, að því er fram kemur í Talnabrunni Embættis landlæknis. Lífslíkur hafa aukist minna í Vestur-Evrópu síðustu ár en áratugina þar á undan, meðal annars vegna skæðra inflúensufaraldra og dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Í Talnabrunninum er byggt á skýrslunni Health at a Glance: Europe 2020 en þar segir einnig að kórónuveirufaraldurinn muni líklega hafa áhrif á lífslíkur í ríkjum Evrópu og jafnvel draga úr þeim. Þrjátíu ára karlmenn með litla menntun lifa um sjö árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Munurinn er þrjú ár meðal kvenna. Staðan er svipuð hérlendis, þar sem þrítugir karlmenn með grunnmenntun geta átt von á því að lifa fimm árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Hjartasjúkdómar og krabbamein eru enn helstu dánarmein Evrópubúa og valda samanlagt um 60 prósent allra dauðsfalla. „Um 40% fólks eldra en 65 ára segist vera með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma og um 30% telja sig glíma við erfiðleika sem hafa áhrif á daglegt líf og sem gætu krafist þjónustu til langs tíma,“ segir í Talnabrunni. Útgjöld til heilbrigðismála hærra á Íslandi en í Evrópu Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um heilbrigði ungbarna og birt tölfræði um tíðni lágrar fæðingarþyngdar. Hún er lægst á Íslandi eða um 3,6 prósent. Meðaltalið í Evrópu er 6,6 prósent og staðan verst í Kýpur, Grikklandi og Búlgaríu. Þá segir að árlega megi rekja um 700 þúsund dauðsföll til reykinga en um fimmtungur fullorðinna Evrópubúa reykir enn daglega. Á Íslandi er hlutfallið 7 prósent. Áfengisneysla er talin valda hátt í 290 þúsund dauðsföllum en þriðjungur fullorðinna í Evrópusambandsríkjunum sagðist reglulega neyta áfengis í óhóflegu magni. Talið er að einn af hverjum sex fullorðnum glími við offitu í Evrópu en hlutfallið er hærra á Íslandi, einn af fjórum. Árið 2019 námu útgjöld til heilbrigðismála að meðaltali 8,3 prósentum í ESB-ríkjunum. Hlutfallið var hæst í Þýskalandi, 11 prósent, en lægst í Lúxemborg og Rúmeníu, 6 prósent. Á Íslandi var hlutfallið 8,8 prósent. Heilbrigðismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Í Talnabrunninum er byggt á skýrslunni Health at a Glance: Europe 2020 en þar segir einnig að kórónuveirufaraldurinn muni líklega hafa áhrif á lífslíkur í ríkjum Evrópu og jafnvel draga úr þeim. Þrjátíu ára karlmenn með litla menntun lifa um sjö árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Munurinn er þrjú ár meðal kvenna. Staðan er svipuð hérlendis, þar sem þrítugir karlmenn með grunnmenntun geta átt von á því að lifa fimm árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Hjartasjúkdómar og krabbamein eru enn helstu dánarmein Evrópubúa og valda samanlagt um 60 prósent allra dauðsfalla. „Um 40% fólks eldra en 65 ára segist vera með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma og um 30% telja sig glíma við erfiðleika sem hafa áhrif á daglegt líf og sem gætu krafist þjónustu til langs tíma,“ segir í Talnabrunni. Útgjöld til heilbrigðismála hærra á Íslandi en í Evrópu Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um heilbrigði ungbarna og birt tölfræði um tíðni lágrar fæðingarþyngdar. Hún er lægst á Íslandi eða um 3,6 prósent. Meðaltalið í Evrópu er 6,6 prósent og staðan verst í Kýpur, Grikklandi og Búlgaríu. Þá segir að árlega megi rekja um 700 þúsund dauðsföll til reykinga en um fimmtungur fullorðinna Evrópubúa reykir enn daglega. Á Íslandi er hlutfallið 7 prósent. Áfengisneysla er talin valda hátt í 290 þúsund dauðsföllum en þriðjungur fullorðinna í Evrópusambandsríkjunum sagðist reglulega neyta áfengis í óhóflegu magni. Talið er að einn af hverjum sex fullorðnum glími við offitu í Evrópu en hlutfallið er hærra á Íslandi, einn af fjórum. Árið 2019 námu útgjöld til heilbrigðismála að meðaltali 8,3 prósentum í ESB-ríkjunum. Hlutfallið var hæst í Þýskalandi, 11 prósent, en lægst í Lúxemborg og Rúmeníu, 6 prósent. Á Íslandi var hlutfallið 8,8 prósent.
Heilbrigðismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira