Vill lobbía fyrir veiðimanninum og frambjóðandanum Guðlaugi Þór Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2021 14:01 Ýmsir skotveiðimenn eru áfram um að veiðimaðurinn Guðlaugur Þór hljóti góða kosningu í Reykjavík. vísir/vilhelm/skjáskot Skotveiðimenn sumir hverjir vilja styðja Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í prófkjörsslag en það er umdeilt. Einar Haraldsson leiðsögumaður og byggingatæknifræðingur er stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og hefur birt tilkomumikla mynd af honum í ýmsum hópum þar sem veiðar eru til umræðu. Þar má sjá Guðlaug Þór stilla sér upp hjá myndarlegum tarfi sem hann hefur fellt, nánar tiltekið á svæði 2 þar sem heitir Þuríðardalur. „Þurfum Guðlaug Þór Þórðarson í toppsæti. Allt of fáir veiðimenn á þingi. Kjósið alla veiðimenn í öllum prófkjörum!“ segir Einar í Facebook-hópi sem heitir Hreindýraveiðispjallið. Og birtir téða mynd. Umdeildur áróður fyrir Guðlaug Þór Einar kemur þessum skilaboðum einnig á framfæri í öðrum Facebook-hópi sem heitir Skotveiðispjallið. Þar segir hann: „Eini þingmaðurinn og ráðherrann sem ég hef leiðsagt við hreindýraveiðar. Mér er slétt sama hvað þið kjósið í kosningum en þurfum Gulla (Guðlaugur Þór Þórðarson) í toppsæti. Kjósum í öllum prófkjörum!“ Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður umhverfisstofnunar, sem annast skipulag á hreindýraveiðum fyrir austan segir í athugasemd að hans skoðun sé sú að svona spjallsíður eigi ekki að nota í pólitískum tilgangi. Þær séu ekki til þess ætlaðar. Einar segist, í samtali við Vísi, alveg skilja hvað Jóhann sé að meina. Og hann sé öðrum þræði sammála honum. Þetta eigi ekki að vera pólitískur vettvangur. En til hins beri að líta að um er að ræða prófkjörsbaráttu, ekki flokkapólitík í sjálfu sér. „Ég ætla ekki að hamast í að segja mönnum hvaða flokk það á að kjósa. Þetta snýst um að fá fólk inn sem þekkir til. Við eigum ekki að vera feimin við að lobbía fyrir þeim sem vilja gera hlutina skynsamlega. Burtséð frá því hvaða flokkum þeir tilheyra.“ Vill fá veiðimenn á þing og í forystu Myndin sem Einar birtir af Guðlaugi er um tíu ára gömul. Einar segist hafa farið tvisvar með Guðlaug Þór á hreindýraveiðar sem og á svartfuglsveiðar. Honum þykir gæta verulegrar firringar í stjórnsýslunni og meðal stjórnmálamanna í öllu því sem lýtur að veiðum. Einar hefur setið í stjórn Skotvís og þekkir þá baráttu mæta vel. Einar á gæsaveiðum. Hann segir bráðnauðsynlegt að vegur veiðimanna í prófkjörum verði sem mestur. Mikillar firringar gæti í stjórnsýslunni og meðal stjórnmálastéttarinnar á veiðum og í ýmsu því er snýr að hálendinu.aðsend Hann vísar í því sambandi til fyrirhugaðra laga um hálendisþjóðgarð, nýja veiðilöggjöf og skotvopnalöggjöf þar sem honum sýnist gæta mikillar vanþekkingar. „Við þurfum menn sem vita um hvað þeir eru að tala. Við þurfum stjórnmálamenn sem þora að opna kjaftinn. Við þurfum menn sem vita um hvað þeir eru að tala. Þekkja hálendið. Það skiptir öllu máli,“ segir Einar. Eins og Vísir greindi frá í morgun er nú yfirstandandi mikil barátta í Reykjavík um leiðtogasætið, milli Guðlaugs Þórs og svo Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Guðlaugur Þór er þekktur afreksmaður í kosningabaráttu en Áslaug Arna, sem tilheyrir annarri kynslóð, sækir inn á áður óþekktar lendur sem eru samfélagsmiðlarnir – Instagram og þar hefur andinn verið sá að veiðar séu ekkert endilega eitthvað sem hafa á í hávegum. Spennandi verður, meðal annars í því ljósi, að sjá hvernig fer. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skotveiði Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Skotvopn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Einar Haraldsson leiðsögumaður og byggingatæknifræðingur er stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og hefur birt tilkomumikla mynd af honum í ýmsum hópum þar sem veiðar eru til umræðu. Þar má sjá Guðlaug Þór stilla sér upp hjá myndarlegum tarfi sem hann hefur fellt, nánar tiltekið á svæði 2 þar sem heitir Þuríðardalur. „Þurfum Guðlaug Þór Þórðarson í toppsæti. Allt of fáir veiðimenn á þingi. Kjósið alla veiðimenn í öllum prófkjörum!“ segir Einar í Facebook-hópi sem heitir Hreindýraveiðispjallið. Og birtir téða mynd. Umdeildur áróður fyrir Guðlaug Þór Einar kemur þessum skilaboðum einnig á framfæri í öðrum Facebook-hópi sem heitir Skotveiðispjallið. Þar segir hann: „Eini þingmaðurinn og ráðherrann sem ég hef leiðsagt við hreindýraveiðar. Mér er slétt sama hvað þið kjósið í kosningum en þurfum Gulla (Guðlaugur Þór Þórðarson) í toppsæti. Kjósum í öllum prófkjörum!“ Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður umhverfisstofnunar, sem annast skipulag á hreindýraveiðum fyrir austan segir í athugasemd að hans skoðun sé sú að svona spjallsíður eigi ekki að nota í pólitískum tilgangi. Þær séu ekki til þess ætlaðar. Einar segist, í samtali við Vísi, alveg skilja hvað Jóhann sé að meina. Og hann sé öðrum þræði sammála honum. Þetta eigi ekki að vera pólitískur vettvangur. En til hins beri að líta að um er að ræða prófkjörsbaráttu, ekki flokkapólitík í sjálfu sér. „Ég ætla ekki að hamast í að segja mönnum hvaða flokk það á að kjósa. Þetta snýst um að fá fólk inn sem þekkir til. Við eigum ekki að vera feimin við að lobbía fyrir þeim sem vilja gera hlutina skynsamlega. Burtséð frá því hvaða flokkum þeir tilheyra.“ Vill fá veiðimenn á þing og í forystu Myndin sem Einar birtir af Guðlaugi er um tíu ára gömul. Einar segist hafa farið tvisvar með Guðlaug Þór á hreindýraveiðar sem og á svartfuglsveiðar. Honum þykir gæta verulegrar firringar í stjórnsýslunni og meðal stjórnmálamanna í öllu því sem lýtur að veiðum. Einar hefur setið í stjórn Skotvís og þekkir þá baráttu mæta vel. Einar á gæsaveiðum. Hann segir bráðnauðsynlegt að vegur veiðimanna í prófkjörum verði sem mestur. Mikillar firringar gæti í stjórnsýslunni og meðal stjórnmálastéttarinnar á veiðum og í ýmsu því er snýr að hálendinu.aðsend Hann vísar í því sambandi til fyrirhugaðra laga um hálendisþjóðgarð, nýja veiðilöggjöf og skotvopnalöggjöf þar sem honum sýnist gæta mikillar vanþekkingar. „Við þurfum menn sem vita um hvað þeir eru að tala. Við þurfum stjórnmálamenn sem þora að opna kjaftinn. Við þurfum menn sem vita um hvað þeir eru að tala. Þekkja hálendið. Það skiptir öllu máli,“ segir Einar. Eins og Vísir greindi frá í morgun er nú yfirstandandi mikil barátta í Reykjavík um leiðtogasætið, milli Guðlaugs Þórs og svo Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Guðlaugur Þór er þekktur afreksmaður í kosningabaráttu en Áslaug Arna, sem tilheyrir annarri kynslóð, sækir inn á áður óþekktar lendur sem eru samfélagsmiðlarnir – Instagram og þar hefur andinn verið sá að veiðar séu ekkert endilega eitthvað sem hafa á í hávegum. Spennandi verður, meðal annars í því ljósi, að sjá hvernig fer.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skotveiði Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Skotvopn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira