Vill lobbía fyrir veiðimanninum og frambjóðandanum Guðlaugi Þór Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2021 14:01 Ýmsir skotveiðimenn eru áfram um að veiðimaðurinn Guðlaugur Þór hljóti góða kosningu í Reykjavík. vísir/vilhelm/skjáskot Skotveiðimenn sumir hverjir vilja styðja Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í prófkjörsslag en það er umdeilt. Einar Haraldsson leiðsögumaður og byggingatæknifræðingur er stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og hefur birt tilkomumikla mynd af honum í ýmsum hópum þar sem veiðar eru til umræðu. Þar má sjá Guðlaug Þór stilla sér upp hjá myndarlegum tarfi sem hann hefur fellt, nánar tiltekið á svæði 2 þar sem heitir Þuríðardalur. „Þurfum Guðlaug Þór Þórðarson í toppsæti. Allt of fáir veiðimenn á þingi. Kjósið alla veiðimenn í öllum prófkjörum!“ segir Einar í Facebook-hópi sem heitir Hreindýraveiðispjallið. Og birtir téða mynd. Umdeildur áróður fyrir Guðlaug Þór Einar kemur þessum skilaboðum einnig á framfæri í öðrum Facebook-hópi sem heitir Skotveiðispjallið. Þar segir hann: „Eini þingmaðurinn og ráðherrann sem ég hef leiðsagt við hreindýraveiðar. Mér er slétt sama hvað þið kjósið í kosningum en þurfum Gulla (Guðlaugur Þór Þórðarson) í toppsæti. Kjósum í öllum prófkjörum!“ Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður umhverfisstofnunar, sem annast skipulag á hreindýraveiðum fyrir austan segir í athugasemd að hans skoðun sé sú að svona spjallsíður eigi ekki að nota í pólitískum tilgangi. Þær séu ekki til þess ætlaðar. Einar segist, í samtali við Vísi, alveg skilja hvað Jóhann sé að meina. Og hann sé öðrum þræði sammála honum. Þetta eigi ekki að vera pólitískur vettvangur. En til hins beri að líta að um er að ræða prófkjörsbaráttu, ekki flokkapólitík í sjálfu sér. „Ég ætla ekki að hamast í að segja mönnum hvaða flokk það á að kjósa. Þetta snýst um að fá fólk inn sem þekkir til. Við eigum ekki að vera feimin við að lobbía fyrir þeim sem vilja gera hlutina skynsamlega. Burtséð frá því hvaða flokkum þeir tilheyra.“ Vill fá veiðimenn á þing og í forystu Myndin sem Einar birtir af Guðlaugi er um tíu ára gömul. Einar segist hafa farið tvisvar með Guðlaug Þór á hreindýraveiðar sem og á svartfuglsveiðar. Honum þykir gæta verulegrar firringar í stjórnsýslunni og meðal stjórnmálamanna í öllu því sem lýtur að veiðum. Einar hefur setið í stjórn Skotvís og þekkir þá baráttu mæta vel. Einar á gæsaveiðum. Hann segir bráðnauðsynlegt að vegur veiðimanna í prófkjörum verði sem mestur. Mikillar firringar gæti í stjórnsýslunni og meðal stjórnmálastéttarinnar á veiðum og í ýmsu því er snýr að hálendinu.aðsend Hann vísar í því sambandi til fyrirhugaðra laga um hálendisþjóðgarð, nýja veiðilöggjöf og skotvopnalöggjöf þar sem honum sýnist gæta mikillar vanþekkingar. „Við þurfum menn sem vita um hvað þeir eru að tala. Við þurfum stjórnmálamenn sem þora að opna kjaftinn. Við þurfum menn sem vita um hvað þeir eru að tala. Þekkja hálendið. Það skiptir öllu máli,“ segir Einar. Eins og Vísir greindi frá í morgun er nú yfirstandandi mikil barátta í Reykjavík um leiðtogasætið, milli Guðlaugs Þórs og svo Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Guðlaugur Þór er þekktur afreksmaður í kosningabaráttu en Áslaug Arna, sem tilheyrir annarri kynslóð, sækir inn á áður óþekktar lendur sem eru samfélagsmiðlarnir – Instagram og þar hefur andinn verið sá að veiðar séu ekkert endilega eitthvað sem hafa á í hávegum. Spennandi verður, meðal annars í því ljósi, að sjá hvernig fer. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skotveiði Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Skotvopn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Einar Haraldsson leiðsögumaður og byggingatæknifræðingur er stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og hefur birt tilkomumikla mynd af honum í ýmsum hópum þar sem veiðar eru til umræðu. Þar má sjá Guðlaug Þór stilla sér upp hjá myndarlegum tarfi sem hann hefur fellt, nánar tiltekið á svæði 2 þar sem heitir Þuríðardalur. „Þurfum Guðlaug Þór Þórðarson í toppsæti. Allt of fáir veiðimenn á þingi. Kjósið alla veiðimenn í öllum prófkjörum!“ segir Einar í Facebook-hópi sem heitir Hreindýraveiðispjallið. Og birtir téða mynd. Umdeildur áróður fyrir Guðlaug Þór Einar kemur þessum skilaboðum einnig á framfæri í öðrum Facebook-hópi sem heitir Skotveiðispjallið. Þar segir hann: „Eini þingmaðurinn og ráðherrann sem ég hef leiðsagt við hreindýraveiðar. Mér er slétt sama hvað þið kjósið í kosningum en þurfum Gulla (Guðlaugur Þór Þórðarson) í toppsæti. Kjósum í öllum prófkjörum!“ Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður umhverfisstofnunar, sem annast skipulag á hreindýraveiðum fyrir austan segir í athugasemd að hans skoðun sé sú að svona spjallsíður eigi ekki að nota í pólitískum tilgangi. Þær séu ekki til þess ætlaðar. Einar segist, í samtali við Vísi, alveg skilja hvað Jóhann sé að meina. Og hann sé öðrum þræði sammála honum. Þetta eigi ekki að vera pólitískur vettvangur. En til hins beri að líta að um er að ræða prófkjörsbaráttu, ekki flokkapólitík í sjálfu sér. „Ég ætla ekki að hamast í að segja mönnum hvaða flokk það á að kjósa. Þetta snýst um að fá fólk inn sem þekkir til. Við eigum ekki að vera feimin við að lobbía fyrir þeim sem vilja gera hlutina skynsamlega. Burtséð frá því hvaða flokkum þeir tilheyra.“ Vill fá veiðimenn á þing og í forystu Myndin sem Einar birtir af Guðlaugi er um tíu ára gömul. Einar segist hafa farið tvisvar með Guðlaug Þór á hreindýraveiðar sem og á svartfuglsveiðar. Honum þykir gæta verulegrar firringar í stjórnsýslunni og meðal stjórnmálamanna í öllu því sem lýtur að veiðum. Einar hefur setið í stjórn Skotvís og þekkir þá baráttu mæta vel. Einar á gæsaveiðum. Hann segir bráðnauðsynlegt að vegur veiðimanna í prófkjörum verði sem mestur. Mikillar firringar gæti í stjórnsýslunni og meðal stjórnmálastéttarinnar á veiðum og í ýmsu því er snýr að hálendinu.aðsend Hann vísar í því sambandi til fyrirhugaðra laga um hálendisþjóðgarð, nýja veiðilöggjöf og skotvopnalöggjöf þar sem honum sýnist gæta mikillar vanþekkingar. „Við þurfum menn sem vita um hvað þeir eru að tala. Við þurfum stjórnmálamenn sem þora að opna kjaftinn. Við þurfum menn sem vita um hvað þeir eru að tala. Þekkja hálendið. Það skiptir öllu máli,“ segir Einar. Eins og Vísir greindi frá í morgun er nú yfirstandandi mikil barátta í Reykjavík um leiðtogasætið, milli Guðlaugs Þórs og svo Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Guðlaugur Þór er þekktur afreksmaður í kosningabaráttu en Áslaug Arna, sem tilheyrir annarri kynslóð, sækir inn á áður óþekktar lendur sem eru samfélagsmiðlarnir – Instagram og þar hefur andinn verið sá að veiðar séu ekkert endilega eitthvað sem hafa á í hávegum. Spennandi verður, meðal annars í því ljósi, að sjá hvernig fer.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skotveiði Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Skotvopn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent