8 dagar í EM: Tvisvar Evrópumeistari án þess að spila eina mínútu á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2021 12:03 Rainer Bonhof fagnar sigri vestur-þýska landsliðsins með þeim Uli Hoeneß og Georg Schwarzenbeck en þessi mynd er tekin eftir úrslitaleik HM 1974. Getty/Werner Baum Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Aðeins einn leikmaður hefur unnið þrenn verðlaun í sögu Evrópumótsins í knattspyrnu. Rainer Bonhof er ekki þekktasta nafnið í fótboltasögunni en hann stóran sess í metabókum Evrópumótsins í knattspyrnu. Rainer Bonhof vann nefnilega alls þrenn verðlaun með vestur-þýska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu, tvö gull og eitt silfur. Bonhof deilir efsta sætinu yfir flesta EM-titla með tólf leikmönnum úr spænska landsliðinu sem vann Evrópukeppnina 2008 og 2012. Á árunum 1980 til 2012 var hann því sá eini sem hafði unnið Evrópumótið tvisvar sinnum. #UEFAEURORecords Most consecutive finalsRainer Bonhof 1972-1980Winner in 1972 and 1980; finalists in 1976 pic.twitter.com/9SdK4G4gsH— Stickerpedia (@Stickerpedia1) May 28, 2021 Það fylgir samt sögunni að Rainer Bonhof spilaði ekki eina mínútu á Evrópumótunum sem hann vann með Vestur-Þýskaland 1972 og 1980. Hann spilaði aftur á móti með liðinu sem þurfti að sætta sig við tap í vítakeppni í úrslitakeppninni 1976. Þá var þessi öflugi miðjumaður einn af bestu leikmönnum keppninnar. Bonhof var í leikmannahópi Vestur-Þjóðverja sem þurftu bara að spila tvo leiki til að vinna 1976 en léku fjóra leiki í úrslitakeppninni 1980. Í fyrra mótinu sumarið 1972 var Bonhof aðeins tvítugur og hann var yngsti leikmaður vestur-þýska liðsins sem varð heimsmeistari 1974. Hann spilaði alls 54 landsleiki á ferlinum en þá spilaði hann á árunum 1972 til 1981. Bonhof var leikmaður Borussia Mönchengladbach fyrstu átta ár ferilsins en var leikmaður Valencia á Spáni í aðdraganda Evrópukeppninnar 1980. Eftir hana gerðist hann leikmaður Köln. Hann varð Evrópumeistari með bæði Borussia Mönchengladbach (UEFA-bikarinn 1975) og Valencia (Evrópukeppni bikarhafa 1980). Bonhof kom líka að einum Evrópumeistaratitli í viðbót því hann var aðstoðarmaður Berti Vogts þegar Þýskaland varð Evrópumeistari 1996. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Grikkir urðu mjög óvænt Evrópumeistarar á EM í Portúgal sumarið 2004. 2. júní 2021 12:00 10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Rainer Bonhof er ekki þekktasta nafnið í fótboltasögunni en hann stóran sess í metabókum Evrópumótsins í knattspyrnu. Rainer Bonhof vann nefnilega alls þrenn verðlaun með vestur-þýska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu, tvö gull og eitt silfur. Bonhof deilir efsta sætinu yfir flesta EM-titla með tólf leikmönnum úr spænska landsliðinu sem vann Evrópukeppnina 2008 og 2012. Á árunum 1980 til 2012 var hann því sá eini sem hafði unnið Evrópumótið tvisvar sinnum. #UEFAEURORecords Most consecutive finalsRainer Bonhof 1972-1980Winner in 1972 and 1980; finalists in 1976 pic.twitter.com/9SdK4G4gsH— Stickerpedia (@Stickerpedia1) May 28, 2021 Það fylgir samt sögunni að Rainer Bonhof spilaði ekki eina mínútu á Evrópumótunum sem hann vann með Vestur-Þýskaland 1972 og 1980. Hann spilaði aftur á móti með liðinu sem þurfti að sætta sig við tap í vítakeppni í úrslitakeppninni 1976. Þá var þessi öflugi miðjumaður einn af bestu leikmönnum keppninnar. Bonhof var í leikmannahópi Vestur-Þjóðverja sem þurftu bara að spila tvo leiki til að vinna 1976 en léku fjóra leiki í úrslitakeppninni 1980. Í fyrra mótinu sumarið 1972 var Bonhof aðeins tvítugur og hann var yngsti leikmaður vestur-þýska liðsins sem varð heimsmeistari 1974. Hann spilaði alls 54 landsleiki á ferlinum en þá spilaði hann á árunum 1972 til 1981. Bonhof var leikmaður Borussia Mönchengladbach fyrstu átta ár ferilsins en var leikmaður Valencia á Spáni í aðdraganda Evrópukeppninnar 1980. Eftir hana gerðist hann leikmaður Köln. Hann varð Evrópumeistari með bæði Borussia Mönchengladbach (UEFA-bikarinn 1975) og Valencia (Evrópukeppni bikarhafa 1980). Bonhof kom líka að einum Evrópumeistaratitli í viðbót því hann var aðstoðarmaður Berti Vogts þegar Þýskaland varð Evrópumeistari 1996. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Grikkir urðu mjög óvænt Evrópumeistarar á EM í Portúgal sumarið 2004. 2. júní 2021 12:00 10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Grikkir urðu mjög óvænt Evrópumeistarar á EM í Portúgal sumarið 2004. 2. júní 2021 12:00
10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01
11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01
14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00