7 dagar í EM: Þurftu hlutkesti og aukaleik á leið sinni að Evrópumeistaratitlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 12:01 Giacinto Facchetti lék 94 landsleiki fyrir Ítalíu frá 1963 til 1977 þar af 70 þeirra sem fyrirliði. Getty/Peter Robinson Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ítalir unnu EM í fyrsta og eina skiptið fyrir 53 árum en þurftu þá heldur betur að treysta á heppnina. Ítalir hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar í knattspyrnu en eini Evrópumeistaratitill Ítala kom í hús árið 1968. Í þá daga var úrslitakeppnin bara undanúrslit og úrslitaleikur. Lokakeppnin fór fram á Ítalíu fimm daga í júnímánuði 1968. Það áttu bara að vera tveir leikir hjá liði í úrslitakeppninni en Ítalir enduðu á að spila þrjá áður en þeir fengu að lyfta bikarnum. Giancinto Facchetti holds aloft the Euro 1968 Trophy following a 2-0 replay victory versus Yugoslavia at Stadio Olimpico, first-half goals by Luigi Riva & Pietro Anastasi sealing it for the Azzurri. pic.twitter.com/tRlHMctiSg— Fussball Geekz (@philharrison192) March 10, 2021 Undanúrslitaleikur Ítala og Sovétmanna endaði með markalausu jafntefli eftir framlengingu en Ítalir misstu Gianni Rivera meiddan af velli snemma leiks og þurftu að spila manni færri nær allan leikinn. Í þá daga voru engar skiptingar leyfðar. Í þá daga var heldur engin vítakeppni og úrslitin réðust því á endanum á hlutkesti. Fyrirliðar Ítalíu og Sovétríkjanna hittust þá í dómaraherberginu og Giacinto Facchetti, fyrirliði Ítala, valdi rétt og kom sínum mönnum í úrslitaleikinn. „Annar leikmaður hjá okkur var með mikinn krampa þannig að við endum í raun með níu og hálfan mann. Þýski dómarinn kallaði á okkur fyrirliðana og við fórum með honum niður dómaraherbergið. Hann tók þá fram gamlan pening og ég kallaði bakhliðina. Ég valdi rétt og Ítalía var komið í úrslitaleikinn. Ég hljóp þá upp til að fagna með liðsfélögunum. Leikvangurinn var ennþá fullur og sjötíu þúsund manns biðu eftir niðurstöðunni. Fagnaðarlæti mín sögðu þeim að þau gátu fagnað ítölskum sigri,“ sagði Giacinto Facchetti í samtali við heimasíðu UEFA. Liðsfélagi Facchetti hafði engar áhyggjur þegar hann frétti af því að Facchetti myndi velja fyrir Ítalíu. watch on YouTube „Einn af liðsfélögunum mínum [Tarcisio] Burgnich, spurði hver myndi velja fyrir okkur. Þegar þeir sögðu honum að það yrði ég þá sagði hann: Þetta er búið, Facchetti er svo heppinn. Sem betur fer þá hafði hann rétt fyrir sér,“ sagði Facchetti. Þetta var fyrsti úrslitaleikur Ítala á stórmóti í þrjátíu ár eða síðan á HM 1938 þegar þeir unnu. Úrslitaleikirnir á móti Júgóslavíu urðu á endanum tveir. Ítalir jöfnuðu metin tíu mínútum fyrir leikslok í fyrri leiknum með marki Angelo Domenghini en í aukaleiknum unnu Ítalir 2-0 sigur með mörkum Luigi Riva og Pietro Anastasi á fyrsta hálftíma leiksins. Í ítalska markinu stóð Dino Zoff. Hann var líka í markinu á HM 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar en þá hafði ítalska landsliðið ekki unnið stórmót síðan á EM í júní 1968. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 8 dagar í EM: Tvisvar Evrópumeistari án þess að spila eina mínútu á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Aðeins einn leikmaður hefur unnið þrenn verðlaun í sögu Evrópumótsins í knattspyrnu. 3. júní 2021 12:03 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Grikkir urðu mjög óvænt Evrópumeistarar á EM í Portúgal sumarið 2004. 2. júní 2021 12:00 10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira
Ítalir hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar í knattspyrnu en eini Evrópumeistaratitill Ítala kom í hús árið 1968. Í þá daga var úrslitakeppnin bara undanúrslit og úrslitaleikur. Lokakeppnin fór fram á Ítalíu fimm daga í júnímánuði 1968. Það áttu bara að vera tveir leikir hjá liði í úrslitakeppninni en Ítalir enduðu á að spila þrjá áður en þeir fengu að lyfta bikarnum. Giancinto Facchetti holds aloft the Euro 1968 Trophy following a 2-0 replay victory versus Yugoslavia at Stadio Olimpico, first-half goals by Luigi Riva & Pietro Anastasi sealing it for the Azzurri. pic.twitter.com/tRlHMctiSg— Fussball Geekz (@philharrison192) March 10, 2021 Undanúrslitaleikur Ítala og Sovétmanna endaði með markalausu jafntefli eftir framlengingu en Ítalir misstu Gianni Rivera meiddan af velli snemma leiks og þurftu að spila manni færri nær allan leikinn. Í þá daga voru engar skiptingar leyfðar. Í þá daga var heldur engin vítakeppni og úrslitin réðust því á endanum á hlutkesti. Fyrirliðar Ítalíu og Sovétríkjanna hittust þá í dómaraherberginu og Giacinto Facchetti, fyrirliði Ítala, valdi rétt og kom sínum mönnum í úrslitaleikinn. „Annar leikmaður hjá okkur var með mikinn krampa þannig að við endum í raun með níu og hálfan mann. Þýski dómarinn kallaði á okkur fyrirliðana og við fórum með honum niður dómaraherbergið. Hann tók þá fram gamlan pening og ég kallaði bakhliðina. Ég valdi rétt og Ítalía var komið í úrslitaleikinn. Ég hljóp þá upp til að fagna með liðsfélögunum. Leikvangurinn var ennþá fullur og sjötíu þúsund manns biðu eftir niðurstöðunni. Fagnaðarlæti mín sögðu þeim að þau gátu fagnað ítölskum sigri,“ sagði Giacinto Facchetti í samtali við heimasíðu UEFA. Liðsfélagi Facchetti hafði engar áhyggjur þegar hann frétti af því að Facchetti myndi velja fyrir Ítalíu. watch on YouTube „Einn af liðsfélögunum mínum [Tarcisio] Burgnich, spurði hver myndi velja fyrir okkur. Þegar þeir sögðu honum að það yrði ég þá sagði hann: Þetta er búið, Facchetti er svo heppinn. Sem betur fer þá hafði hann rétt fyrir sér,“ sagði Facchetti. Þetta var fyrsti úrslitaleikur Ítala á stórmóti í þrjátíu ár eða síðan á HM 1938 þegar þeir unnu. Úrslitaleikirnir á móti Júgóslavíu urðu á endanum tveir. Ítalir jöfnuðu metin tíu mínútum fyrir leikslok í fyrri leiknum með marki Angelo Domenghini en í aukaleiknum unnu Ítalir 2-0 sigur með mörkum Luigi Riva og Pietro Anastasi á fyrsta hálftíma leiksins. Í ítalska markinu stóð Dino Zoff. Hann var líka í markinu á HM 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar en þá hafði ítalska landsliðið ekki unnið stórmót síðan á EM í júní 1968. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 8 dagar í EM: Tvisvar Evrópumeistari án þess að spila eina mínútu á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Aðeins einn leikmaður hefur unnið þrenn verðlaun í sögu Evrópumótsins í knattspyrnu. 3. júní 2021 12:03 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Grikkir urðu mjög óvænt Evrópumeistarar á EM í Portúgal sumarið 2004. 2. júní 2021 12:00 10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira
8 dagar í EM: Tvisvar Evrópumeistari án þess að spila eina mínútu á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Aðeins einn leikmaður hefur unnið þrenn verðlaun í sögu Evrópumótsins í knattspyrnu. 3. júní 2021 12:03
9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Grikkir urðu mjög óvænt Evrópumeistarar á EM í Portúgal sumarið 2004. 2. júní 2021 12:00
10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01
11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01