Umdeildur Guðni opnar Norðurá með að setja í vænan hæng Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2021 10:44 Ýmsir veiðimenn eru þeirrar skoðunar að það hefði mátt finna heppilegri mann en Guðna Ágústsson til að opna Norðurá. Ekki eru allir stangveiðimenn jafn ánægðir með að Guðna Ágústssyni fyrrverandi landbúnaðarráðherra hafi hlotnast sá heiður að hefja laxveiðitímabilið. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gerði sér lítið fyrir, setti í og landaði 14 punda hæng. Þetta mun vera fyrsti laxinn sem Guðni veiðir á flugu. Skessuhorn greindi frá þessu nú fyrir stundu. Það má því segja að laxveiðin fari vel af stað. Norðurá í Borgarfirði var opnuð í morgun. Í hugum margra er það til marks um að laxveiðitímabilið sé formlega hafið. Jafnan ríkir nokkur spenna um hver velst til þess að hefja veiðar en í gegnum tíðina hafa margir þjóðþekktir einstaklingar verið fengnir til þess. Þannig hafa tónlistarmenn verið vinsælir: Helgi Björns og Vilborg Halldórsdóttir völdust til þess síðast, þá hafa óperusöngvararnir Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson opnað ána, sem og Bó. Þá mættu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson þegar þeir leiddu ríkisstjórn Íslands. Ekki eru allir veiðimenn jafn ánægðir með að Guðna hafi hlotnast þessi heiður. Þannig bendir Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður; landsþekktur veiðimaður og náttúruverndarsinni, á það að Guðni sé einn af höfundum núverandi laga um laxeldi. „Passar einstaklega vel að bjóða honum í opnun Norðurár,“ segir Pálmi háðskur. En sjókvíaeldið er eitur í beinum flestra stangveiðimanna. Erling Ingvason bætir því við að Guðni sé „líka sá sem breytti jarðalögum þann veg að auðmenn gátu farið að safna jörðum, hann er mesti trúður íslenskrar stjórnmálasögu og ég er ekki að grínast...auðvitað á að bjóða honum í veiði, annað væri óeðlilegt.“ Þessar umræður eiga sér stað á Facebookfærslu Gunnars Benders veiðiskríbents og sitt sýnist hverjum um hverjum hefði átt að bjóða. Fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Bjarni Júlíusson, vill þó bera blak að Guðna og segir að sér þyki vænt um hann. Guðni sé „skemmtilegur og velviljaður“. Pálmi er ekki tilbúinn til að sleppa Bjarna við svo búið og svarar: „ekki sló hjarta hans fyrir villta lax- og silung stofna meðan hann hélt um stjórntaumana.“ En Bjarni bendir á móti á það að Guðni hafi samt sýnt „stuðning í verki þegar hann aðstoðaði mig við að kaupa upp netin í Hvítá og Ölfusá. Ráðuneytið veitti mér styrk og hann hjálpaði til og gaf góð ráð. Ég kann vel við Guðna!“ Lax Borgarbyggð Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gerði sér lítið fyrir, setti í og landaði 14 punda hæng. Þetta mun vera fyrsti laxinn sem Guðni veiðir á flugu. Skessuhorn greindi frá þessu nú fyrir stundu. Það má því segja að laxveiðin fari vel af stað. Norðurá í Borgarfirði var opnuð í morgun. Í hugum margra er það til marks um að laxveiðitímabilið sé formlega hafið. Jafnan ríkir nokkur spenna um hver velst til þess að hefja veiðar en í gegnum tíðina hafa margir þjóðþekktir einstaklingar verið fengnir til þess. Þannig hafa tónlistarmenn verið vinsælir: Helgi Björns og Vilborg Halldórsdóttir völdust til þess síðast, þá hafa óperusöngvararnir Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson opnað ána, sem og Bó. Þá mættu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson þegar þeir leiddu ríkisstjórn Íslands. Ekki eru allir veiðimenn jafn ánægðir með að Guðna hafi hlotnast þessi heiður. Þannig bendir Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður; landsþekktur veiðimaður og náttúruverndarsinni, á það að Guðni sé einn af höfundum núverandi laga um laxeldi. „Passar einstaklega vel að bjóða honum í opnun Norðurár,“ segir Pálmi háðskur. En sjókvíaeldið er eitur í beinum flestra stangveiðimanna. Erling Ingvason bætir því við að Guðni sé „líka sá sem breytti jarðalögum þann veg að auðmenn gátu farið að safna jörðum, hann er mesti trúður íslenskrar stjórnmálasögu og ég er ekki að grínast...auðvitað á að bjóða honum í veiði, annað væri óeðlilegt.“ Þessar umræður eiga sér stað á Facebookfærslu Gunnars Benders veiðiskríbents og sitt sýnist hverjum um hverjum hefði átt að bjóða. Fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Bjarni Júlíusson, vill þó bera blak að Guðna og segir að sér þyki vænt um hann. Guðni sé „skemmtilegur og velviljaður“. Pálmi er ekki tilbúinn til að sleppa Bjarna við svo búið og svarar: „ekki sló hjarta hans fyrir villta lax- og silung stofna meðan hann hélt um stjórntaumana.“ En Bjarni bendir á móti á það að Guðni hafi samt sýnt „stuðning í verki þegar hann aðstoðaði mig við að kaupa upp netin í Hvítá og Ölfusá. Ráðuneytið veitti mér styrk og hann hjálpaði til og gaf góð ráð. Ég kann vel við Guðna!“
Lax Borgarbyggð Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent