5 dagar í EM: „Húh-ið“ varð heimsfrægt eftir sigurinn ógleymanlega í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2021 12:01 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, stýrir Víkingaklappinu eftir sigurinn á Austurríki á Stade de France í París. EPA/GEORGI LICOVSKI Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Víkingaklappið var á allra manna vörum eftir eftirminnilegan sigur Íslands á Austurríki í París 22. júní 2016. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016 með 2-1 sigri á Austurríki í lokaleik riðilsins. Arnór Ingi Traustason skoraði sigurmarkið með dramatískum hætti í blálokin og íslenska liðið hafi tryggt sér óskaleik á móti Englendingum. On this day in 2016, Iceland debuted at Euro 2016 and the world was introduced to the Viking Clap pic.twitter.com/eUhvPe69Gc— B/R Football (@brfootball) June 14, 2019 Eftir leikinn þá steig fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fram fyrir hópinn og stýrði sameiginlegu Víkingaklappi íslensku strákanna og fjölmargra Íslendinga sem voru í stúkunni á Stade de France í París. Þetta var mjög áhrifamikil stund enda allir í miklum tilfinningarússibana eftir sögulegt afrek íslenska landsliðsins á sínu fyrsta stórmóti. Það var líka fagnað vel og innilega á Stade de France leikvanginum þar sem strákarnir okkar sungu með stuðningsmönnum landsliðsins þar sem lagið „Lífið er yndislegt“ með Landi og sonum fékk að hljóma á þjóðarleikvangi Frakka. Þessi stund var frábær myndskreyting við árangur Íslands en þessi litla rúmlega þrjú hundruð þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi var komið í sextán liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti. Erlendir fréttamiðlar sýndu húh-ið okkar Íslendinga við hvert tækifæri og það voru ekki margir sem vissu ekki hvað það var. Iceland s Viking Thunder Clap is meant to conjure the spirit of ancient invaders from harsh volcanic lands. But the chant is actually from Scotland. https://t.co/MsoT9KZH63 pic.twitter.com/HF7t4FGblr— The New York Times (@nytimes) June 26, 2018 Aron Einar Gunnarsson sagði við Vísi eftir leikinn að hann myndi aldrei eiga eftir að gleyma fagnaðarlátunum eftir leik. „Þegar Arnór skoraði fór ég í minn eigin heim en svo labbar maður að áhorfendunum og sér allt fólkið sitt og þá veit maður að maður mun aldrei gleyma þessum stundum. Þetta er akkúrat það sem ég vildi og ég mun muna eftir þessari stund þar til ég dey,“ sagði Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins var líka yfirlýsingaglaður eftir leikinn. „Orðum það þannig. Ég held að þýðing þessa sigurs fyrir íslensku þjóðina að það sé örugglega vilji nú til þess að breyta þjóðhátíðardeginum úr 17. júní í 22. júní,“ sagði Heimir en ævintýrið var ekki búið enn. 30,000 Iceland fans doing the 'Viking Clap' unbelievable! Almost 10% of their entire population! @TrendinFootball pic.twitter.com/Z1dGjFtQg6— Sanjeev Jasani (@sanjeevjasani) June 16, 2018 Stuðningsmenn íslenska liðsins áttu eftir að fara með Víkingaklappið í sjónvarpsþætti erlendis og fleiri áttu eftir að taka það upp. Eins og var með mexíkönsku bylgjuna á níunda áratugnum þá var íslenska hú-ið orðið hluti af knattspyrnusögunni. Nú er bara spurning hvort einhver þjóð fái Víkingaklappið lánað á Evrópumótinu í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016 með 2-1 sigri á Austurríki í lokaleik riðilsins. Arnór Ingi Traustason skoraði sigurmarkið með dramatískum hætti í blálokin og íslenska liðið hafi tryggt sér óskaleik á móti Englendingum. On this day in 2016, Iceland debuted at Euro 2016 and the world was introduced to the Viking Clap pic.twitter.com/eUhvPe69Gc— B/R Football (@brfootball) June 14, 2019 Eftir leikinn þá steig fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fram fyrir hópinn og stýrði sameiginlegu Víkingaklappi íslensku strákanna og fjölmargra Íslendinga sem voru í stúkunni á Stade de France í París. Þetta var mjög áhrifamikil stund enda allir í miklum tilfinningarússibana eftir sögulegt afrek íslenska landsliðsins á sínu fyrsta stórmóti. Það var líka fagnað vel og innilega á Stade de France leikvanginum þar sem strákarnir okkar sungu með stuðningsmönnum landsliðsins þar sem lagið „Lífið er yndislegt“ með Landi og sonum fékk að hljóma á þjóðarleikvangi Frakka. Þessi stund var frábær myndskreyting við árangur Íslands en þessi litla rúmlega þrjú hundruð þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi var komið í sextán liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti. Erlendir fréttamiðlar sýndu húh-ið okkar Íslendinga við hvert tækifæri og það voru ekki margir sem vissu ekki hvað það var. Iceland s Viking Thunder Clap is meant to conjure the spirit of ancient invaders from harsh volcanic lands. But the chant is actually from Scotland. https://t.co/MsoT9KZH63 pic.twitter.com/HF7t4FGblr— The New York Times (@nytimes) June 26, 2018 Aron Einar Gunnarsson sagði við Vísi eftir leikinn að hann myndi aldrei eiga eftir að gleyma fagnaðarlátunum eftir leik. „Þegar Arnór skoraði fór ég í minn eigin heim en svo labbar maður að áhorfendunum og sér allt fólkið sitt og þá veit maður að maður mun aldrei gleyma þessum stundum. Þetta er akkúrat það sem ég vildi og ég mun muna eftir þessari stund þar til ég dey,“ sagði Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins var líka yfirlýsingaglaður eftir leikinn. „Orðum það þannig. Ég held að þýðing þessa sigurs fyrir íslensku þjóðina að það sé örugglega vilji nú til þess að breyta þjóðhátíðardeginum úr 17. júní í 22. júní,“ sagði Heimir en ævintýrið var ekki búið enn. 30,000 Iceland fans doing the 'Viking Clap' unbelievable! Almost 10% of their entire population! @TrendinFootball pic.twitter.com/Z1dGjFtQg6— Sanjeev Jasani (@sanjeevjasani) June 16, 2018 Stuðningsmenn íslenska liðsins áttu eftir að fara með Víkingaklappið í sjónvarpsþætti erlendis og fleiri áttu eftir að taka það upp. Eins og var með mexíkönsku bylgjuna á níunda áratugnum þá var íslenska hú-ið orðið hluti af knattspyrnusögunni. Nú er bara spurning hvort einhver þjóð fái Víkingaklappið lánað á Evrópumótinu í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn