Glundroði í EM-hópi Spánverja eftir að fyrirliðinn greindist með Covid-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 09:02 Sergio Busquets gæti hafa smitað einhverja aðra í spænska EM-hópnum en það kemur ekki í ljós strax. Getty/Angel Martinez Sergio Busquets, fyrirliði spænska landsliðsins, er kominn með kórónuveiruna og það hefur sett stórt strik í reikninginn í lokaundirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í knattspyrnu. Busquets greindist með kórónuveiruna á sunnudagsmorgunn og allt spænska liðið fór í framhaldinu í sóttkví og getur ekki spilað lokaundirbúningsleik sinn á móti Litháen. Góður fréttirnar voru þó að allir hinir í 24 manna hópi Spánverjar fengu neikvæða niðurstöðu úr prófinu. Slæmu fréttirnar er að allt spænska landsliðið er komið í tíu daga sóttkví og á því í raun að vera í sóttkví þegar fyrsti leikur liðsins á EM fer fram. Spain have had to pull out of their final Euro 2020 warm-up match due to Sergio Busquets' positive Covid test.— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2021 Landsleikur Spánverja og Litháa mun fara fram en Spánverjar munu tefla þar fram 21 árs landsliðinu sínu. Allir leikmenn spænska landsliðsins eru í sóttkví og verða prófaðir á næstu dögum. Það er enn hætta á hópsýkingu innan liðsins en næstu dagar munu opinbera það hvort að kórónuveiran hafi dreifst á milli manna. Það er líka spurning um hvaða áhrif þetta hefur á portúgalska hópinn en Busquets spilaði vináttulandsleik þjóðanna fyrir nokkrum dögum. Allur spænski hópurinn sem telur fimmtíu manns mun fara í annað kórónuveirupróf í dag og má búast við því að hann verði prófaður daglega fram að EM til að fullvissa alla um að ekki sé hópsýking í gangi. Spain squad in isolation after Sergio Busquets tests positive for Covid https://t.co/cuZo0u7AdE— The Guardian (@guardian) June 6, 2021 Leikmenn munu því ekki æfa saman sem lið á næstunni en leikmenn fá væntanlega að æfa í einrúmi. Spænska knattspyrnusambandið hefur líka aflýst öllum viðburðum hjá landsliðinu eins og blaðamannafundum og öðrum heimsóknum utanaðkomandi. Nú eru bara vika í fyrsta leik Spánverja á EM sem verður á móti Svíum í Sevilla 14. júní næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique valdi bara 24 manna hóp en hver þjóð má mæta með 26 menn á þetta Evrópumót. UEFA leyfir Enrique að kalla á leikmanna í staðinn fyrir Sergio Busquets en hann má ekki taka inn þessa tvo sem vantaði upp á. Sergio Busquets has tested positive for COVID-19 the midfielder is isolating after captaining the team in the 0-0 draw with Portugal on Friday.Spain's first game at the Euros is on June 14 vs. Sweden. pic.twitter.com/8RK4mC2trg— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Ef smit Sergio Busquets breytist í hópsmit þá á spænska landsliðið á hættu á því að vera dæmt úr leik áður en Evrópumótið byrjar. Í framhaldi af þessum fréttum hafa forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins gagnrýnt það harðlega að spænska liðið hafi ekki fengið bólusetningu eins og spænska íþróttafólkið sem er á leið á Ólympíuleikanna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira
Busquets greindist með kórónuveiruna á sunnudagsmorgunn og allt spænska liðið fór í framhaldinu í sóttkví og getur ekki spilað lokaundirbúningsleik sinn á móti Litháen. Góður fréttirnar voru þó að allir hinir í 24 manna hópi Spánverjar fengu neikvæða niðurstöðu úr prófinu. Slæmu fréttirnar er að allt spænska landsliðið er komið í tíu daga sóttkví og á því í raun að vera í sóttkví þegar fyrsti leikur liðsins á EM fer fram. Spain have had to pull out of their final Euro 2020 warm-up match due to Sergio Busquets' positive Covid test.— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2021 Landsleikur Spánverja og Litháa mun fara fram en Spánverjar munu tefla þar fram 21 árs landsliðinu sínu. Allir leikmenn spænska landsliðsins eru í sóttkví og verða prófaðir á næstu dögum. Það er enn hætta á hópsýkingu innan liðsins en næstu dagar munu opinbera það hvort að kórónuveiran hafi dreifst á milli manna. Það er líka spurning um hvaða áhrif þetta hefur á portúgalska hópinn en Busquets spilaði vináttulandsleik þjóðanna fyrir nokkrum dögum. Allur spænski hópurinn sem telur fimmtíu manns mun fara í annað kórónuveirupróf í dag og má búast við því að hann verði prófaður daglega fram að EM til að fullvissa alla um að ekki sé hópsýking í gangi. Spain squad in isolation after Sergio Busquets tests positive for Covid https://t.co/cuZo0u7AdE— The Guardian (@guardian) June 6, 2021 Leikmenn munu því ekki æfa saman sem lið á næstunni en leikmenn fá væntanlega að æfa í einrúmi. Spænska knattspyrnusambandið hefur líka aflýst öllum viðburðum hjá landsliðinu eins og blaðamannafundum og öðrum heimsóknum utanaðkomandi. Nú eru bara vika í fyrsta leik Spánverja á EM sem verður á móti Svíum í Sevilla 14. júní næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique valdi bara 24 manna hóp en hver þjóð má mæta með 26 menn á þetta Evrópumót. UEFA leyfir Enrique að kalla á leikmanna í staðinn fyrir Sergio Busquets en hann má ekki taka inn þessa tvo sem vantaði upp á. Sergio Busquets has tested positive for COVID-19 the midfielder is isolating after captaining the team in the 0-0 draw with Portugal on Friday.Spain's first game at the Euros is on June 14 vs. Sweden. pic.twitter.com/8RK4mC2trg— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Ef smit Sergio Busquets breytist í hópsmit þá á spænska landsliðið á hættu á því að vera dæmt úr leik áður en Evrópumótið byrjar. Í framhaldi af þessum fréttum hafa forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins gagnrýnt það harðlega að spænska liðið hafi ekki fengið bólusetningu eins og spænska íþróttafólkið sem er á leið á Ólympíuleikanna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira