Nú eru 48 í einangrun og 247 í sóttkví. Alls hafa 101.712 verið fullbólusettir.
Alls var 641 einkennasýni tekið í gær, 1.615 sýni í fyrri og seinni landamæraskimunum og 992 sýni í sóttkvíar- og handahófsskimunum.
Fjórir greindust smitaðir á landamærunum, tveir með mótefni. Beðið er eftir mótefnamælingu hjá hinum tveimur.