Stefnt að því að gefa starfsfólki frí um miðjan júlí Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júní 2021 11:54 Um klukkan tíu í morgun var löng röð við Laugardalshöll. Hátt í tólf þúsund verða bótusett í dag. vísir/arnar Hátt í tólf þúsund verða bólusettir í Laugardalshöll í dag. Stefnt er að því að gefa starfsfólkinu í höllinni frí um miðjan júlí. Enginn greindist með Covid-19 í gær. Nú eru 48 í einangrun og 247 í sóttkví. Rúmlega 100 þúsund manns eru nú fullbólusettir. Allt að þrjátíu þúsund skömmtun af bóluefni er til að dreifa í þessari vikur og það er stór dagur í dag að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þetta eru tíu til tólf þúsund manns sem er verið að bólusetja í dag í heildina. Enn einn stór dagurinn hjá okkur. Í dag erum við að bólusetja með Pfizer og verðum í Laugardalshöllinni í allan dag þannig að fögnum því. Þetta eru bæði endurbólusetningar og fyrsti af þremur hópum þar sem var dregið út með tilviljunarkenndu úrtaki þannig að það er í dag og svo höldum við áfram á morgun með Astra Zeneca og svo á fimmtudag með Jansen,“ segir Sigríður Dóra. Jansen bóluefnið er ekki enn komið til landsins. „Nú hef ég bara ekki fengið fréttir í morgun en ég á nú alveg von á því að það komi, það hefur alltaf allt staðist sem sóttvarnalæknir hefur sagt þannig ég hef alveg trú á því,“ segir Sigríður Dóra. Komi sendingin ekki verði fundin lausn á því. „Við bólusetjum náttúrulega með öllu efni sem við höfum og það verður bara farið yfir hvað er til og svo verðum við bara að endurmeta það,“ segir Sigríður Dóra. Von er á miklu magni af efni frá Pfizer til landsins á næstu vikum. Sigríður Dóra segir að ef allt gangi eftir með bólusetningar verði þær komnar mjög langt í byrjun júlí. „Við verðum með seinni bólusetningar af Pfizer fyrstu vikuna í júlí eða aðra og þá vonumst við til að gera farið í frí. Það er komin þreyta í mannskapinn. En það er allt í lagi að fara í frí þegar við erum búin með allar þessar grunnbólusetningar. Þá erum við komin í góð mál.“ En þetta mun þá ekki hafa áhrif á það að þið seinkið seinni bólusetningu hjá einhverjum hópnum? „Nei, það er alveg gengið út frá því. Þess vegna erum við að keyra þetta svona hratt núna. Það verða næstu þrjár vikur mjög stórar í fyrstu bólusetningu með Pfizer til þess að við getum endurbólusett aftur og við förum ekki í frí fyrr en það er komið,“ segir Sigríður Dóra. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Nú eru 48 í einangrun og 247 í sóttkví. Rúmlega 100 þúsund manns eru nú fullbólusettir. Allt að þrjátíu þúsund skömmtun af bóluefni er til að dreifa í þessari vikur og það er stór dagur í dag að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þetta eru tíu til tólf þúsund manns sem er verið að bólusetja í dag í heildina. Enn einn stór dagurinn hjá okkur. Í dag erum við að bólusetja með Pfizer og verðum í Laugardalshöllinni í allan dag þannig að fögnum því. Þetta eru bæði endurbólusetningar og fyrsti af þremur hópum þar sem var dregið út með tilviljunarkenndu úrtaki þannig að það er í dag og svo höldum við áfram á morgun með Astra Zeneca og svo á fimmtudag með Jansen,“ segir Sigríður Dóra. Jansen bóluefnið er ekki enn komið til landsins. „Nú hef ég bara ekki fengið fréttir í morgun en ég á nú alveg von á því að það komi, það hefur alltaf allt staðist sem sóttvarnalæknir hefur sagt þannig ég hef alveg trú á því,“ segir Sigríður Dóra. Komi sendingin ekki verði fundin lausn á því. „Við bólusetjum náttúrulega með öllu efni sem við höfum og það verður bara farið yfir hvað er til og svo verðum við bara að endurmeta það,“ segir Sigríður Dóra. Von er á miklu magni af efni frá Pfizer til landsins á næstu vikum. Sigríður Dóra segir að ef allt gangi eftir með bólusetningar verði þær komnar mjög langt í byrjun júlí. „Við verðum með seinni bólusetningar af Pfizer fyrstu vikuna í júlí eða aðra og þá vonumst við til að gera farið í frí. Það er komin þreyta í mannskapinn. En það er allt í lagi að fara í frí þegar við erum búin með allar þessar grunnbólusetningar. Þá erum við komin í góð mál.“ En þetta mun þá ekki hafa áhrif á það að þið seinkið seinni bólusetningu hjá einhverjum hópnum? „Nei, það er alveg gengið út frá því. Þess vegna erum við að keyra þetta svona hratt núna. Það verða næstu þrjár vikur mjög stórar í fyrstu bólusetningu með Pfizer til þess að við getum endurbólusett aftur og við förum ekki í frí fyrr en það er komið,“ segir Sigríður Dóra.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira