Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2021 10:10 Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/samsett Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær og fjölda þingfunda verður nú háttað eftir þörfum. Lokadagar þingsins verða nýttir til þess að afgreiða ókláruð mál en um fimmtíu stjórnarfrumvörp eru enn í nefndum. Þingflokksformenn funduðu tvisvar í gær þar sem reynt var að ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að klára. Ekki er komin niðurstaða og fundað verður aftur í dag. Eitt ókláraðra mála er frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta og sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að ólíklegt væri að það yrði klárað. „Eins og staðan er núna er nú ólíklegt að það nái í gegn vegna þess að það er ágreiningur í nefndinni. Það er búið að fá töluverða umfjöllun en það hefur ekki náðst niðurstaða sem samstaða er um,“ sagði Birgir Örfáir þingfundir eru eftir og mörg stór eru enn óafgreidd.vísir/Egill „Við auðvitað erum með langan lista af málum. Mörg þeirra og kannski flest eru í tiltölulega góðu samkomulagi og við vonumst til þess að klára þau á næstu dögum en svo eru nokkur álitamál sem við erum að glíma við og það er ekki komin niðurstaða í þau. En það er auðvitað ljóst að öll þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram verða ekki kláruð.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tók fram að ágreiningur um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta væri meðal stjórnarliða, en ekki stjórnarandstöðunnar. „Sem er súrt, vegna þess að þegar málið okkar var fellt í fyrra var gefið loforð um að málið yrði klárað nú á vorþingi,“ sagði Halldóra og vísaði til sambærilegs frumvarps Pírata sem var lagt fram og fellt í fyrra. „Það er orðið ljósara núna að það hafi aldrei staðið til að samþykkja þetta mál.“ Verði málið ekki afgreitt segir Halldóra að Píratar hyggist leggja fram eigið frumvarp. „Við erum með mál tilbúið, afglæpavæðingarmálið, sem við erum tilbúin að leggja fram og við viljum bara leggja það fram í staðinn,“ segir Halldóra. Fíkn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær og fjölda þingfunda verður nú háttað eftir þörfum. Lokadagar þingsins verða nýttir til þess að afgreiða ókláruð mál en um fimmtíu stjórnarfrumvörp eru enn í nefndum. Þingflokksformenn funduðu tvisvar í gær þar sem reynt var að ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að klára. Ekki er komin niðurstaða og fundað verður aftur í dag. Eitt ókláraðra mála er frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta og sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að ólíklegt væri að það yrði klárað. „Eins og staðan er núna er nú ólíklegt að það nái í gegn vegna þess að það er ágreiningur í nefndinni. Það er búið að fá töluverða umfjöllun en það hefur ekki náðst niðurstaða sem samstaða er um,“ sagði Birgir Örfáir þingfundir eru eftir og mörg stór eru enn óafgreidd.vísir/Egill „Við auðvitað erum með langan lista af málum. Mörg þeirra og kannski flest eru í tiltölulega góðu samkomulagi og við vonumst til þess að klára þau á næstu dögum en svo eru nokkur álitamál sem við erum að glíma við og það er ekki komin niðurstaða í þau. En það er auðvitað ljóst að öll þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram verða ekki kláruð.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tók fram að ágreiningur um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta væri meðal stjórnarliða, en ekki stjórnarandstöðunnar. „Sem er súrt, vegna þess að þegar málið okkar var fellt í fyrra var gefið loforð um að málið yrði klárað nú á vorþingi,“ sagði Halldóra og vísaði til sambærilegs frumvarps Pírata sem var lagt fram og fellt í fyrra. „Það er orðið ljósara núna að það hafi aldrei staðið til að samþykkja þetta mál.“ Verði málið ekki afgreitt segir Halldóra að Píratar hyggist leggja fram eigið frumvarp. „Við erum með mál tilbúið, afglæpavæðingarmálið, sem við erum tilbúin að leggja fram og við viljum bara leggja það fram í staðinn,“ segir Halldóra.
Fíkn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira