Flestir rekast á falsfréttir á Facebook Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júní 2021 11:54 Sjö af hverjum tíu þátttakendum í spurningakönnun Maskínu segjast hafa rekist á falsfréttir um Kórónuveiru-faraldurinn á netinu. Þar af rákust langflestir á slíkt á Facebook. mynd/AP Átta af hverjum tíu segjast hafa rekist á upplýsingar á netinu síðustu tólf mánuði sem þau hafi efast um að væru sannar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um falsfréttir og upplýsingaóreiðu. Skýrsla fjölmiðlanefndar byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun Maskínu sem fór fram í febrúar og mars 2021. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir niðurstöðurnar sérlega athyglisverðar þegar þær eru bornar saman við sambærilega könnun sem gerð var í Noregi. Í Noregi eru 34,4% færri sem hafa efast um sannleiksgildi upplýsinga heldur en á Íslandi. Þá eru 25,7% færri sem hafast rekist á eða fengið senda falsfréttir. Langstærstur hluti Íslendinga sem hefur efast um sannleiksgildi upplýsinga er á aldrinum 18-49 ára. Ólíklegastir eru yngsti hópurinn (15-17 ára) og elsti hópurinn (60 ára á og eldri). Misnotkun tóla geti haft áhrif á skoðanir og samfélagsumræðu Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að þriðjungur þátttakenda á Íslandi segist hafa myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga um hana í fjölmiðlum. Þar er yngsti hópurinn líklegastur. „Við þetta mætti bæta þeim sem viðurkenna ekki að þeir hafi myndað sér ranga skoðun og þeim sem hafa ekki ennþá áttað sig á því að þeir hafi myndað sér ranga skoðun vegna villandi upplýsinga,“ segir Skúli Bragi. Hann segir mikilvægt að átta sig á því að hvaða áhrif ósannar og misvísandi upplýsingar geta haft á okkar eigin skoðanir og lýðræðislegu umræðuna í samfélaginu sem við búum í. Hann segir fjölmiðlaneytendur hafa rétt á að hafa aðgang að réttum upplýsingum svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Staðan er oft mjög ójöfn þar sem við sem neytendur upplýsinga höfum oft færri tól til að vinna með en þeir sem beina upplýsingunum að okkur eins og til dæmis algóriþma, persónusnið, djúpfalsanir og gervigreind. Það eru allt tól sem hægt er að misnota til þess að hafa áhrif á okkar skoðanir og umræðu í samfélaginu.“ Ósatt eða ósammála? Í niðurstöðum kemur fram að sjö af hverjum tíu hafa rekist á upplýsingaóreiðu eða falsfréttir um Kórónuveiruna á netinu. Af þeim voru 83,1% sem rákust á slíkt á Facebook. Í Noregi var hlutfall þeirra sem hafði rekist á falsfréttir um Kórónuveiruna töluvert lægra eða 51%. Skúli telur ástæðuna fyrir þessum mikla mun á Íslandi og Noregi geta verið aukið miðlalæsi hér á landi eða ólíkur skilningur á falsfréttum. Íslendingar geri greinarmun á því sem er ósatt og svo því sem þeir eru ósammála. Í spurningakönnuninni voru þátttakendur einnig spurðir út í viðbrögð sín þegar þeir töldu sig hafa rekist á falsfrétt. Flestir segjast kanna aðrar heimildir sem þeir treysta, skoða aðrar fréttir sem birtar hafa verið á vefmiðlinum eða slá fréttina í leitarvél til að kanna hvort hún sé sönn. „Þessar niðurstöður eru gríðarlega mikilvægar til þess að við getum áttað okkur á því hvar við stöndum þegar að kemur að miðlalæsi. Við sjáum í gegnum alla skýrsluna að yngstu og elstu þátttakendurnir eiga í mestum vandræðum með að koma auga á og bregðast við falsfréttum og upplýsingaóreiðu. Það eru því þeir aldurshópar sem við þurfum að byrja á að beina spjótum okkar að þegar að kemur að fræðslu á miðlalæsi,“ segir Skúli. Fjölmiðlar Facebook Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Skýrsla fjölmiðlanefndar byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun Maskínu sem fór fram í febrúar og mars 2021. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir niðurstöðurnar sérlega athyglisverðar þegar þær eru bornar saman við sambærilega könnun sem gerð var í Noregi. Í Noregi eru 34,4% færri sem hafa efast um sannleiksgildi upplýsinga heldur en á Íslandi. Þá eru 25,7% færri sem hafast rekist á eða fengið senda falsfréttir. Langstærstur hluti Íslendinga sem hefur efast um sannleiksgildi upplýsinga er á aldrinum 18-49 ára. Ólíklegastir eru yngsti hópurinn (15-17 ára) og elsti hópurinn (60 ára á og eldri). Misnotkun tóla geti haft áhrif á skoðanir og samfélagsumræðu Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að þriðjungur þátttakenda á Íslandi segist hafa myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga um hana í fjölmiðlum. Þar er yngsti hópurinn líklegastur. „Við þetta mætti bæta þeim sem viðurkenna ekki að þeir hafi myndað sér ranga skoðun og þeim sem hafa ekki ennþá áttað sig á því að þeir hafi myndað sér ranga skoðun vegna villandi upplýsinga,“ segir Skúli Bragi. Hann segir mikilvægt að átta sig á því að hvaða áhrif ósannar og misvísandi upplýsingar geta haft á okkar eigin skoðanir og lýðræðislegu umræðuna í samfélaginu sem við búum í. Hann segir fjölmiðlaneytendur hafa rétt á að hafa aðgang að réttum upplýsingum svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Staðan er oft mjög ójöfn þar sem við sem neytendur upplýsinga höfum oft færri tól til að vinna með en þeir sem beina upplýsingunum að okkur eins og til dæmis algóriþma, persónusnið, djúpfalsanir og gervigreind. Það eru allt tól sem hægt er að misnota til þess að hafa áhrif á okkar skoðanir og umræðu í samfélaginu.“ Ósatt eða ósammála? Í niðurstöðum kemur fram að sjö af hverjum tíu hafa rekist á upplýsingaóreiðu eða falsfréttir um Kórónuveiruna á netinu. Af þeim voru 83,1% sem rákust á slíkt á Facebook. Í Noregi var hlutfall þeirra sem hafði rekist á falsfréttir um Kórónuveiruna töluvert lægra eða 51%. Skúli telur ástæðuna fyrir þessum mikla mun á Íslandi og Noregi geta verið aukið miðlalæsi hér á landi eða ólíkur skilningur á falsfréttum. Íslendingar geri greinarmun á því sem er ósatt og svo því sem þeir eru ósammála. Í spurningakönnuninni voru þátttakendur einnig spurðir út í viðbrögð sín þegar þeir töldu sig hafa rekist á falsfrétt. Flestir segjast kanna aðrar heimildir sem þeir treysta, skoða aðrar fréttir sem birtar hafa verið á vefmiðlinum eða slá fréttina í leitarvél til að kanna hvort hún sé sönn. „Þessar niðurstöður eru gríðarlega mikilvægar til þess að við getum áttað okkur á því hvar við stöndum þegar að kemur að miðlalæsi. Við sjáum í gegnum alla skýrsluna að yngstu og elstu þátttakendurnir eiga í mestum vandræðum með að koma auga á og bregðast við falsfréttum og upplýsingaóreiðu. Það eru því þeir aldurshópar sem við þurfum að byrja á að beina spjótum okkar að þegar að kemur að fræðslu á miðlalæsi,“ segir Skúli.
Fjölmiðlar Facebook Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira