Frá þessu segir á vef dómsmálaráðuneytisins. Þar segir að Hlynur hafi lokið embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1996 og framhaldsnámi í lögfræði frá Chicago-háskóla árið 1998.
„Frá þeim tíma hefur Hlynur starfað sem lögmaður í um 16 ár, þar af með réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands frá árinu 2011. Þá hefur hann starfað sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu auk þess sem hann var á árinu 2009 skipaður formaður slitastjórna þriggja fjármálafyrirtækja.
Hlynur hefur einnig setið í ráðherraskipuðum nefndum sem samið hafa drög að lagafrumvörpum og þá sinnti hann stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands um hríð.“