Birkir, Rooney og Pirlo költhetjur EM: „Líkt og drukkinn frændi í brúðkaupi“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 09:31 Birkir Már Sævarsson stóð í ströngu á móti Raheem Sterling á EM 2016. Getty/Alex Livesey Birkir Már Sævarsson er í hópi ellefu mestu „költhetja“ í sögu Evrópumótsins í fótbolta. Það er að minnsta kosti mat tímaritsins Four Four Two. Hetjurnar ellefu vöktu mikla aðdáun fyrir framgöngu sína á að minnsta kosti einu Evrópumóti, en þó ekki endilega fyrir mestu hæfileikana. Portúgalski markvörðurinn Ricardo er til að mynda í liðinu eftir að hafa tekið af sér hanskana í vítaspyrnukeppni gegn Englandi á EM 2004, varið spyrnu með berum höndum og svo skorað sigurmarkið. Petr Cech var samt besti markvörður mótsins. Birkir Már er í vörn liðsins með Þjóðverjanum Matthias Sammer og Englendingnum Stuart Pearce. Í umsögn um Birki segir að hann hafi pakkað Cristiano Ronaldo og Raheem Sterling saman á EM 2016, orðinn 31 árs gamall en á sínu fyrsta stórmóti. Enginn hafi einu sinni búist við því að sjá Ísland á stórmóti. Birkir Már Sævarsson fagnar sigrinum gegn Englendingum sem tryggði Íslandi sæti í 8-liða úrslitum á EM.Getty/Federico Gambarini Four Four Two segir að á milli þess sem að Birkir hélt aftur af Ronaldo og Sterling hafi hann reyndar skorað sjálfsmark (gegn Ungverjum) og þannig „líkt og eldfjall spúð reykjarmekki yfir litlar vonir íslenska liðsins“, sem hristi það hins vegar af sér og komst í 8-liða úrslit og átti Birkir ríkan þátt í því. „Það er ekki bara getan til að rísa strax upp aftur sem að við dáumst að hjá kæra Birki. Það er líka hæfileikinn til að dragast inn í sviðsljósið á stórri stund þjóðar fyrir framan alla heimsálfuna, líkt og drukkinn frændi í brúðkaupi sem kemur sér inn á allar myndir sem teknar eru. Við getum ekki beðið eftir því að sjá hver tekur þetta hlutverk að sér fyrir Finnland í sumar,“ segir einnig í umsögninni. Marcos Senna, Andrea Pirlo, Renato Sanches og John Jensen eru á miðjunni í liði költhetjanna, og fremstir eru þeir Wayne Rooney, Milan Baros og Hal Robson-Kanu. Greinina má lesa með því að smella hér. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Sjá meira
Hetjurnar ellefu vöktu mikla aðdáun fyrir framgöngu sína á að minnsta kosti einu Evrópumóti, en þó ekki endilega fyrir mestu hæfileikana. Portúgalski markvörðurinn Ricardo er til að mynda í liðinu eftir að hafa tekið af sér hanskana í vítaspyrnukeppni gegn Englandi á EM 2004, varið spyrnu með berum höndum og svo skorað sigurmarkið. Petr Cech var samt besti markvörður mótsins. Birkir Már er í vörn liðsins með Þjóðverjanum Matthias Sammer og Englendingnum Stuart Pearce. Í umsögn um Birki segir að hann hafi pakkað Cristiano Ronaldo og Raheem Sterling saman á EM 2016, orðinn 31 árs gamall en á sínu fyrsta stórmóti. Enginn hafi einu sinni búist við því að sjá Ísland á stórmóti. Birkir Már Sævarsson fagnar sigrinum gegn Englendingum sem tryggði Íslandi sæti í 8-liða úrslitum á EM.Getty/Federico Gambarini Four Four Two segir að á milli þess sem að Birkir hélt aftur af Ronaldo og Sterling hafi hann reyndar skorað sjálfsmark (gegn Ungverjum) og þannig „líkt og eldfjall spúð reykjarmekki yfir litlar vonir íslenska liðsins“, sem hristi það hins vegar af sér og komst í 8-liða úrslit og átti Birkir ríkan þátt í því. „Það er ekki bara getan til að rísa strax upp aftur sem að við dáumst að hjá kæra Birki. Það er líka hæfileikinn til að dragast inn í sviðsljósið á stórri stund þjóðar fyrir framan alla heimsálfuna, líkt og drukkinn frændi í brúðkaupi sem kemur sér inn á allar myndir sem teknar eru. Við getum ekki beðið eftir því að sjá hver tekur þetta hlutverk að sér fyrir Finnland í sumar,“ segir einnig í umsögninni. Marcos Senna, Andrea Pirlo, Renato Sanches og John Jensen eru á miðjunni í liði költhetjanna, og fremstir eru þeir Wayne Rooney, Milan Baros og Hal Robson-Kanu. Greinina má lesa með því að smella hér. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn