Vertu úlfur sópaði til sín Grímuverðlaunum Árni Sæberg skrifar 10. júní 2021 22:59 Björn Thors átti leiksigur í sýningunni Vertu úlfur. Þjóðleikhúsið Einleikurinn Vertu úlfur stóð uppi sem ótvíræður sigurvegari kvöldsins þegar Íslensku sviðslistaverðlaunin voru veitt í kvöld. Grímuverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói í kvöld. Langflest verðlaun, sjö talsins, hlaut sýningin Vertu úlfur sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í vetur. Verkið er eftir þau Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðin Unnsteinsson, en það er byggt á samnefndri bók Héðins. Björn Thors var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir einleik sinn í Vertu úlfur. Edda Björg Eyjólfsdóttir hlaut verðlaun sem leikkona ársins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Haukur og Lilja – Opnun. Bestu leikarar í aukahlutverkum voru þau Birna Pétursdóttir, fyrir hlutverk sitt í Benedikti búálfi, og Kjartan Darri Kristjánsson, fyrir hlutverk sitt í Kafbáti. Hallveigu Thorlacius og Þórhalli Sigurðssyni voru veitt heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands, fyrir framlag þeirra til íslensks barnaleikhúss. Sigurvegarar allra flokka: Sýning ársins: Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðinn Unnsteinsson í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikrit ársins: Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðinn Unnsteinsson. Leikstjóri ársins: Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikkona ársins í aðalhlutverki: Edda Björg Eyjólfsdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Haukur og Lilja - Opnun í sviðsetningu EP Sviðslistahóps. Leikari ársins í aðalhlutverki: Björn Thors, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikkona ársins í aukahlutverki: Birna Pétursdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Benedikt Búálfur í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Leikari ársins í aukahlutverki: Kjartan Darri Kristjánsson, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Kafbátur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikmynd ársins: Elín Hansdóttir, fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Búningar ársins: María Th. Ólafsdóttir, fyrir sýninguna Kardemommubærinn í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Lýsing ársins: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson, fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Tónlist ársins: Friðrik Margrétar Guðmundsson, fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó. Hljóðmynd ársins: Elvar Geir Sævarsson og Valgeir Sigurðsson, fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Söngvari eða söngkona ársins: María Sól Ingólfsdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó. Dans- og sviðshreyfingar ársins: Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Kvaran, Nick Candy, Bryndís Torfadóttir og Thomas Burke, fyrir sýninguna Allra veðra von í sviðsetningu Hringleiks í samstarfi við Tjarnarbíó. Dansari ársins: Inga Maren Rúnarsdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni ÆVI í sviðsetningu Íslenska dansflokksins. Danshöfundur ársins: Inga Maren Rúnarsdóttir, fyrir sýninguna ÆVI í sviðsetningu Íslenska dansflokksins. Sproti ársins: Leikhópurinn PólÍs. Barnasýning ársins: Kafbátur, eftir Gunnar Eiríksson í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Útvarpsverk ársins: Með tík á heiði, eftir Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur í leikstjórn Silju Haukdsdóttur, í sviðsetningu útvarpsleikhússins og RÚV. Heiðursverðlaun: Hallveig Thorlacius og Þórhallur Sigurðsson, fyrir framlag þeirra til íslensks barnaleikhúss. Menning Leikhús Gríman Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Grímuverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói í kvöld. Langflest verðlaun, sjö talsins, hlaut sýningin Vertu úlfur sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í vetur. Verkið er eftir þau Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðin Unnsteinsson, en það er byggt á samnefndri bók Héðins. Björn Thors var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir einleik sinn í Vertu úlfur. Edda Björg Eyjólfsdóttir hlaut verðlaun sem leikkona ársins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Haukur og Lilja – Opnun. Bestu leikarar í aukahlutverkum voru þau Birna Pétursdóttir, fyrir hlutverk sitt í Benedikti búálfi, og Kjartan Darri Kristjánsson, fyrir hlutverk sitt í Kafbáti. Hallveigu Thorlacius og Þórhalli Sigurðssyni voru veitt heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands, fyrir framlag þeirra til íslensks barnaleikhúss. Sigurvegarar allra flokka: Sýning ársins: Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðinn Unnsteinsson í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikrit ársins: Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðinn Unnsteinsson. Leikstjóri ársins: Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikkona ársins í aðalhlutverki: Edda Björg Eyjólfsdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Haukur og Lilja - Opnun í sviðsetningu EP Sviðslistahóps. Leikari ársins í aðalhlutverki: Björn Thors, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikkona ársins í aukahlutverki: Birna Pétursdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Benedikt Búálfur í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Leikari ársins í aukahlutverki: Kjartan Darri Kristjánsson, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Kafbátur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikmynd ársins: Elín Hansdóttir, fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Búningar ársins: María Th. Ólafsdóttir, fyrir sýninguna Kardemommubærinn í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Lýsing ársins: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson, fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Tónlist ársins: Friðrik Margrétar Guðmundsson, fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó. Hljóðmynd ársins: Elvar Geir Sævarsson og Valgeir Sigurðsson, fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Söngvari eða söngkona ársins: María Sól Ingólfsdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó. Dans- og sviðshreyfingar ársins: Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Kvaran, Nick Candy, Bryndís Torfadóttir og Thomas Burke, fyrir sýninguna Allra veðra von í sviðsetningu Hringleiks í samstarfi við Tjarnarbíó. Dansari ársins: Inga Maren Rúnarsdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni ÆVI í sviðsetningu Íslenska dansflokksins. Danshöfundur ársins: Inga Maren Rúnarsdóttir, fyrir sýninguna ÆVI í sviðsetningu Íslenska dansflokksins. Sproti ársins: Leikhópurinn PólÍs. Barnasýning ársins: Kafbátur, eftir Gunnar Eiríksson í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Útvarpsverk ársins: Með tík á heiði, eftir Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur í leikstjórn Silju Haukdsdóttur, í sviðsetningu útvarpsleikhússins og RÚV. Heiðursverðlaun: Hallveig Thorlacius og Þórhallur Sigurðsson, fyrir framlag þeirra til íslensks barnaleikhúss.
Menning Leikhús Gríman Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira