EM byrjar í dag: Svona verður EM undir leiðsögn Gumma Ben, Helenu og allra hinna sérfræðinganna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 12:01 Guðmundur Benediktsson og Helena Ólafsdóttir munu stýra þættinum EM í dag, alla keppnisdagana á EM. Vísir/Vilhelm Vísir hefur undanfarin mánuð verið að telja niður í Evrópumótið í knattspyrnu en nú er komið að þessu. Opnunarleikur Ítala og Tyrkja fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. 24 þjóðir komust í úrslitakeppni Evrópumótsins og er þetta önnur keppnin sem svo margar þjóðir fá að vera með. Þetta þýðir að það verða leiknir 57leikir í keppninni næsta mánuðinn en úrslitaleikurinn fer fram þann 11. júlí næstkomandi. Þetta er óvenjuleg Evrópukeppni því hún er spiluð út um alla álfuna og alls fara leikirnir fara fram í ellefu löndum en Aserbaísjan og Rúmeníu hýsa leiki en landslið þeirra komust ekki á EM. Írland átti að vera tólfta þjóðin en missti leikina vegna sóttvarnarreglna í landinu. Hefjum upphitun í kvöld kl. 21:00 á Stöð 2 EM2020 #EURO2020 @helenaolafs @GummiBen pic.twitter.com/yZAu399olJ— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 10, 2021 Þjóðunum er skipt niður í sex fjögurra liða riðla þar sem tvö til þrjú lið komast áfram í sextán liða úrslitin. Liðin í tveimur efstu sætum hvers riðils eru örugg áfram í sextán liða úrslitin en fjögur lið með besta árangurinn í þriðja sæti komast líka áfram. Tvö lið með slakasta árangurinn í þriðja sæti sitja því eftir. Við tekur síðan útsláttarkeppni með sextán þjóðum þar sem þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley leikvanginum í Englandi. Wembley mun hýsa alls átta leiki í keppninni eða mest allra. Það eru allir þrír leikir enska landsliðsins í riðlinum, tveir leikir í sextán liða úrslitum og loks þrjá síðustu leiki mótsins. Stöð 2 Sport mun sýna alla leikina í beinni á EM-stöðinni og það verður ítarleg umfjöllun um mótið alla leikdagana. Fyrir og eftir hvern leik mun tveir sérfræðingar velta fyrir sér komandi leik og fara svo yfir hann eftir að honum líkur. Klukkan níu á kvöldin er síðan kvöldþáttur EM í dag þar sem Guðmundur Benediktsson og Helena Ólafsdóttir fá til sín góða gesti. Opnunarleikur Ítalíu og Tyrklands er klukkan 19.00 í kvöld og er þetta eini leikur dagsins. Eftir það fara leikir fara fram á þremur tímum dagsins fyrstu tvær umferðir deildarkeppninna eða klukkan 13.00, klukkan 16.00 og klukkan 19.00. Eftir það fara leikirnir fram klukkan 16.00 og 19.00. Níu sérfræðingar mun hjálpa áhorfendur að melta það sem fer fram og er að fara fram í leikjunum á EM. Í hópnum eru bæði reyndir þjálfarar og reyndir leikmenn, núverandi og fyrrverandi, sem þekkja íþróttina út og inn. Sérfræðingarnir á EM verða eftirtaldir Arnar Sveinn Geirsson Atli Viðar Björnsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Freyr Alexandersson Kjartan Henry Finnbogason Margrét Lára Viðarsdóttir Mist Edvardsdóttir Ólafur Kristjánsson Rúnar Páll Sigmundsson EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira
24 þjóðir komust í úrslitakeppni Evrópumótsins og er þetta önnur keppnin sem svo margar þjóðir fá að vera með. Þetta þýðir að það verða leiknir 57leikir í keppninni næsta mánuðinn en úrslitaleikurinn fer fram þann 11. júlí næstkomandi. Þetta er óvenjuleg Evrópukeppni því hún er spiluð út um alla álfuna og alls fara leikirnir fara fram í ellefu löndum en Aserbaísjan og Rúmeníu hýsa leiki en landslið þeirra komust ekki á EM. Írland átti að vera tólfta þjóðin en missti leikina vegna sóttvarnarreglna í landinu. Hefjum upphitun í kvöld kl. 21:00 á Stöð 2 EM2020 #EURO2020 @helenaolafs @GummiBen pic.twitter.com/yZAu399olJ— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 10, 2021 Þjóðunum er skipt niður í sex fjögurra liða riðla þar sem tvö til þrjú lið komast áfram í sextán liða úrslitin. Liðin í tveimur efstu sætum hvers riðils eru örugg áfram í sextán liða úrslitin en fjögur lið með besta árangurinn í þriðja sæti komast líka áfram. Tvö lið með slakasta árangurinn í þriðja sæti sitja því eftir. Við tekur síðan útsláttarkeppni með sextán þjóðum þar sem þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley leikvanginum í Englandi. Wembley mun hýsa alls átta leiki í keppninni eða mest allra. Það eru allir þrír leikir enska landsliðsins í riðlinum, tveir leikir í sextán liða úrslitum og loks þrjá síðustu leiki mótsins. Stöð 2 Sport mun sýna alla leikina í beinni á EM-stöðinni og það verður ítarleg umfjöllun um mótið alla leikdagana. Fyrir og eftir hvern leik mun tveir sérfræðingar velta fyrir sér komandi leik og fara svo yfir hann eftir að honum líkur. Klukkan níu á kvöldin er síðan kvöldþáttur EM í dag þar sem Guðmundur Benediktsson og Helena Ólafsdóttir fá til sín góða gesti. Opnunarleikur Ítalíu og Tyrklands er klukkan 19.00 í kvöld og er þetta eini leikur dagsins. Eftir það fara leikir fara fram á þremur tímum dagsins fyrstu tvær umferðir deildarkeppninna eða klukkan 13.00, klukkan 16.00 og klukkan 19.00. Eftir það fara leikirnir fram klukkan 16.00 og 19.00. Níu sérfræðingar mun hjálpa áhorfendur að melta það sem fer fram og er að fara fram í leikjunum á EM. Í hópnum eru bæði reyndir þjálfarar og reyndir leikmenn, núverandi og fyrrverandi, sem þekkja íþróttina út og inn. Sérfræðingarnir á EM verða eftirtaldir Arnar Sveinn Geirsson Atli Viðar Björnsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Freyr Alexandersson Kjartan Henry Finnbogason Margrét Lára Viðarsdóttir Mist Edvardsdóttir Ólafur Kristjánsson Rúnar Páll Sigmundsson EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Sérfræðingarnir á EM verða eftirtaldir Arnar Sveinn Geirsson Atli Viðar Björnsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Freyr Alexandersson Kjartan Henry Finnbogason Margrét Lára Viðarsdóttir Mist Edvardsdóttir Ólafur Kristjánsson Rúnar Páll Sigmundsson
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira