Verkjalyf eina sem virkar á flensueinkenni eftir bólusetningu Birgir Olgeirsson skrifar 11. júní 2021 14:32 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þegar hann var bólusettur í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir fátt annað en verkjalyf á borð við Panodil slá á vægar aukaverkanir sem fylgja bólusetningu. Hátt í tíu þúsund voru bólusett með bóluefni frá fyrirtækinu Janssen í Laugardalshöll í gær og mátti sjá marga á samfélagsmiðlum kvarta yfir aukaverkunum í gærkvöldi eins og flensulík einkenni. Manna á milli hafa gengið óstaðfest húsráð um hvernig megi vinna gegn þessum aukaverkunum. Ráðleggingar á borð við að taka C- og D-vítamín fyrir og eftir bólusetningu sem og ofnæmislyf á borð við Lóritín. „Fólk á bara að taka Panodil. Ofnæmislyf virka ekki á þetta. Það er bara Panodil sem myndi hjálpa til að slá á þessi einkenni. Það virkar ekkert annað á ónæmiskerfið,“ segir Þórólfur. Þeir sem bólusettir voru í gær þurfa enn að gæta varúðar gagnvart kórónuveirunni næstu þrjár vikurnar að sögn Þórólfs. „Fólk á að haga sér vel og passa sig. Við erum ekki með neinar aðrar leiðbeiningar fyrir þá sem eru bólusettir og komast í tæri við þá sem eru með covid heldur en þá sem eru óbólusetta eins og staðan er núna en auðvitað munum við breyta því þegar fram líður. Fólk á bara að fara varlega.“ Sænsk yfirvöld hafa lánað Íslendingum 28 þúsund skammta af Janssen bóluefninu en hluti af því var notaður í Laugardalshöll í gær og hafa fjölmargir fengið boð í bólusetningu með Janssen-bóluefninu í Laugardalshöll á mánudag. Í dag hafa nærri 200 þúsund manns fengið minnst einn skammt af bóluefni og af þeim eru rúmlega 100 þúsund fullbólusettir. Íslendingar 16 ára og eldri eru 295.298 talsins en heilbrigðisráðherra ætlar að vera búin að bjóða þeim öllum í bólusetningu fyrir 25. júní. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kíló af þýfi heima hjá sér „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Manna á milli hafa gengið óstaðfest húsráð um hvernig megi vinna gegn þessum aukaverkunum. Ráðleggingar á borð við að taka C- og D-vítamín fyrir og eftir bólusetningu sem og ofnæmislyf á borð við Lóritín. „Fólk á bara að taka Panodil. Ofnæmislyf virka ekki á þetta. Það er bara Panodil sem myndi hjálpa til að slá á þessi einkenni. Það virkar ekkert annað á ónæmiskerfið,“ segir Þórólfur. Þeir sem bólusettir voru í gær þurfa enn að gæta varúðar gagnvart kórónuveirunni næstu þrjár vikurnar að sögn Þórólfs. „Fólk á að haga sér vel og passa sig. Við erum ekki með neinar aðrar leiðbeiningar fyrir þá sem eru bólusettir og komast í tæri við þá sem eru með covid heldur en þá sem eru óbólusetta eins og staðan er núna en auðvitað munum við breyta því þegar fram líður. Fólk á bara að fara varlega.“ Sænsk yfirvöld hafa lánað Íslendingum 28 þúsund skammta af Janssen bóluefninu en hluti af því var notaður í Laugardalshöll í gær og hafa fjölmargir fengið boð í bólusetningu með Janssen-bóluefninu í Laugardalshöll á mánudag. Í dag hafa nærri 200 þúsund manns fengið minnst einn skammt af bóluefni og af þeim eru rúmlega 100 þúsund fullbólusettir. Íslendingar 16 ára og eldri eru 295.298 talsins en heilbrigðisráðherra ætlar að vera búin að bjóða þeim öllum í bólusetningu fyrir 25. júní.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kíló af þýfi heima hjá sér „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira