Magnús Scheving biðst afsökunar á ömurlegri orðræðu Árni Sæberg skrifar 12. júní 2021 00:00 Magnús Scheving við upptöku hlaðvarps. Magnús Scheving, sem flestir þekkja sem Íþróttaálfinn, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét nýverið falla í hlaðvarpi Begga Ólafs. Ummælin sem um ræðir lét Magnús falla þegar ofbeldi var rætt í hlaðvarpinu. Þá sagðist hann myndi leysa ofbeldisvandamál heimsins ef hann fengi að velja eitt vandamál til að leysa. Ekkert er athugavert að sjá við þessi ummæli og vonandi eru sem flestir sammála þeim. Hins vegar fylgdu þeim ummælum önnur og verri ummæli. Þá sagði Magnús: „Ofbeldi getur alveg verið þannig að þú ert giftur og viðkomandi fær ekki kynlíf hjá hinum, það getur verið ofbeldi.“ Magnús sagði einnig að kynsvelti karla af hálfu kvenna gæti verið rót ofbeldisvandans. „Það eru hóruhús úti um allt, þetta eru ekki hóruhús fyrir konur þetta eru hóruhús fyrir karla. Er hugsanlegur mögulegur að karlar fái ekki nógu mikið kynlíf?“ lét hann hafa eftir sér og bætti við: „Er það möguleiki?, af hverju er þessi eftirspurn?, eru karlar bara alltaf graðir bara endalaust og erum við þá komin með lausnina á því af hverju þeir haga sér eins og fávitar? Eigum við þá að gelda þá eða hvað eigum við að gera við þá, sprauta þá niður eða hvað er málið?“ Ummælum Magnúsar var vægast sagt ekki tekið vel á samfélagsmiðlum og fann hann sig því knúinn til að gefa út opinbera afsökunarbeiðni. „Orð mín voru ömurlega sögð“ Í morgun birti Magnús eftirfarandi afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlinum Instagram: „Orð mín voru því miður mjög ömurlega sögð og á því vil ég biðjast afsökunar á. Í umræddum podcastþætti barst umræðan að vissu màlefni, því miður komu orðin óboðlega út úr mér, heimskulega sagt og vona ég að þessi mistök mín um þetta þarfa màlefni, ofbeldi, sem ég því miður þekki vel sé ekki togað og teygt. Til allra þeirra sem ég kann að hafa sært með orðum mínum vil ég biðjast innilegrar afsökunar.“ Borið hefur á undanfarið að opinberar persónur gefi út afsökunarbeiðnir og er þeim misjafnlega tekið af landanum. Afsökunarbeiðni Magnúsar víkur ekki frá þeirri reglu, en hún hefur ekki fengið góðar viðtökur á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Ummælin sem um ræðir lét Magnús falla þegar ofbeldi var rætt í hlaðvarpinu. Þá sagðist hann myndi leysa ofbeldisvandamál heimsins ef hann fengi að velja eitt vandamál til að leysa. Ekkert er athugavert að sjá við þessi ummæli og vonandi eru sem flestir sammála þeim. Hins vegar fylgdu þeim ummælum önnur og verri ummæli. Þá sagði Magnús: „Ofbeldi getur alveg verið þannig að þú ert giftur og viðkomandi fær ekki kynlíf hjá hinum, það getur verið ofbeldi.“ Magnús sagði einnig að kynsvelti karla af hálfu kvenna gæti verið rót ofbeldisvandans. „Það eru hóruhús úti um allt, þetta eru ekki hóruhús fyrir konur þetta eru hóruhús fyrir karla. Er hugsanlegur mögulegur að karlar fái ekki nógu mikið kynlíf?“ lét hann hafa eftir sér og bætti við: „Er það möguleiki?, af hverju er þessi eftirspurn?, eru karlar bara alltaf graðir bara endalaust og erum við þá komin með lausnina á því af hverju þeir haga sér eins og fávitar? Eigum við þá að gelda þá eða hvað eigum við að gera við þá, sprauta þá niður eða hvað er málið?“ Ummælum Magnúsar var vægast sagt ekki tekið vel á samfélagsmiðlum og fann hann sig því knúinn til að gefa út opinbera afsökunarbeiðni. „Orð mín voru ömurlega sögð“ Í morgun birti Magnús eftirfarandi afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlinum Instagram: „Orð mín voru því miður mjög ömurlega sögð og á því vil ég biðjast afsökunar á. Í umræddum podcastþætti barst umræðan að vissu màlefni, því miður komu orðin óboðlega út úr mér, heimskulega sagt og vona ég að þessi mistök mín um þetta þarfa màlefni, ofbeldi, sem ég því miður þekki vel sé ekki togað og teygt. Til allra þeirra sem ég kann að hafa sært með orðum mínum vil ég biðjast innilegrar afsökunar.“ Borið hefur á undanfarið að opinberar persónur gefi út afsökunarbeiðnir og er þeim misjafnlega tekið af landanum. Afsökunarbeiðni Magnúsar víkur ekki frá þeirri reglu, en hún hefur ekki fengið góðar viðtökur á samfélagsmiðlum.
Samfélagsmiðlar 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira