Nokkuð breytt lið mætir Írum á ný og Sveindís klár í að spila Sindri Sverrisson skrifar 14. júní 2021 17:01 Ísland vann Írland í hvítum varabúningum sínum á föstudaginn þar sem að Írar pökkuðu aðeins niður grænum aðalbúningum sínum. Það hentar illa til áhorfs að lið í dökkum búningnum, grænum og bláum, mætist. vísir/Hulda Margrét Seinni rimma Íslands og Írlands fer fram á Laugardalsvelli kl. 17 á morgun. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, vill sjá sitt lið skora mörk og setja saman góðan 90 mínútna leik á morgun. Ísland vann fyrri vináttulandsleik liðanna 3-2 á föstudaginn og ætlar sér að fylgja því eftir með góðum leik á morgun: „Við nálgumst þennan leik á svipaðan hátt og síðast; stillum upp sterku liði og spilum til sigurs. Við verðum með svipaðar áherslur og reynum að keyra þær enn sterkar og betur í gegn,“ sagði Þorsteinn við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Klippa: Þorsteinn Halldórs um seinni leikinn við Íra Þorsteinn segir ljóst að breytingar verði á byrjunarliðinu sem hóf leikinn á föstudag: „Við gerum nokkrar breytingar svo þetta verður aðeins breytt byrjunarlið. Ég var ekki búinn að setja upp plan fyrir leikina um að gera ákveðnar breytingar eða slíkt, heldur koma inn í verkefnið, stilla upp sterku byrjunarliði í fyrri leiknum og sjá svo ástandið á hópnum, hvaða leikmenn við vildum sjá spila og slíkt. Þess vegna ákváðum við eftir síðasta leik hvernig við ætlum að spila á morgun,“ sagði Þorsteinn. „Ég vil sjá okkur halda áfram að þróa leik okkar; halda í boltann og skapa færi. Mér fannst fyrri hálfleikur fínn á föstudaginn og ég vil sjá 90 mínútna sterkan leik núna, þar sem við náum að búa til færi og vonandi skora sem flest mörk og vinna þennan leik,“ sagði Þorsteinn. Sveindís Jane Jónsdóttir kom ekkert við sögu á föstudag en hún er að komast í gang á ný eftir að hafa fengið beinmar í hné. „Þær eru allar heilar og ættu að vera klárar í morgundaginn. Sveindís ætti að geta spilað eitthvað,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á íslenska hópnum. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 á morgun, þriðjudag, og er í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 4. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Sjá meira
Ísland vann fyrri vináttulandsleik liðanna 3-2 á föstudaginn og ætlar sér að fylgja því eftir með góðum leik á morgun: „Við nálgumst þennan leik á svipaðan hátt og síðast; stillum upp sterku liði og spilum til sigurs. Við verðum með svipaðar áherslur og reynum að keyra þær enn sterkar og betur í gegn,“ sagði Þorsteinn við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Klippa: Þorsteinn Halldórs um seinni leikinn við Íra Þorsteinn segir ljóst að breytingar verði á byrjunarliðinu sem hóf leikinn á föstudag: „Við gerum nokkrar breytingar svo þetta verður aðeins breytt byrjunarlið. Ég var ekki búinn að setja upp plan fyrir leikina um að gera ákveðnar breytingar eða slíkt, heldur koma inn í verkefnið, stilla upp sterku byrjunarliði í fyrri leiknum og sjá svo ástandið á hópnum, hvaða leikmenn við vildum sjá spila og slíkt. Þess vegna ákváðum við eftir síðasta leik hvernig við ætlum að spila á morgun,“ sagði Þorsteinn. „Ég vil sjá okkur halda áfram að þróa leik okkar; halda í boltann og skapa færi. Mér fannst fyrri hálfleikur fínn á föstudaginn og ég vil sjá 90 mínútna sterkan leik núna, þar sem við náum að búa til færi og vonandi skora sem flest mörk og vinna þennan leik,“ sagði Þorsteinn. Sveindís Jane Jónsdóttir kom ekkert við sögu á föstudag en hún er að komast í gang á ný eftir að hafa fengið beinmar í hné. „Þær eru allar heilar og ættu að vera klárar í morgundaginn. Sveindís ætti að geta spilað eitthvað,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á íslenska hópnum. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 á morgun, þriðjudag, og er í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 4.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Sjá meira