„Ég nýt þess að hjóla með vindinn í bakið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. júní 2021 15:31 Katrín Björk nýtur þess að fara ein út í náttúruna á nýja hjólinu. Ásgeir Helgi Þrastarson hjá Gústi Productions „Eftir að hafa legið bjargarlaus í sjúkrarúmi og ekki getað náð sambandi við nokkra manneskju en þó með heila hugsun allan tímann sem ég gat ekki tjáð þá hefur hugurinn þroskast og sýn mín á lífið breyst,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir. Óendanlega þakklát „Ég finn núna hvað litlu hlutirnir skipta miklu máli. Veröldin smækkar þegar maður er hverja stund við dauðans dyr. Hver einasta stund verður svo dýrmæt og hver andardráttur skiptir svo miklu meira máli en fréttir dagsins.“ Katrín Björk var 22 ára heilbrigð stúlka á leið í klásuspróf í hjúkrunarfræði þegar lífið tók skyndilega u-beygju árið 2014 þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu. Orsökin var séríslenskur erfðasjúkdómur. Þetta gjörbreytti hennar lífi og viðhorfi. „Lífið varð eins og dýrgripur sem ég þurfti að halda fast í svo ég myndi ekki missa hann. Ég lærði að kunna að meta hvert það skipti sem ég fékk að vakna, sjá litbrigði náttúrunnar og hlusta á hversdaginn ganga sinn vanagang. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessu lífi með öllum þeim tækifærum sem það færir manni, sigrum jafnt sem ósigrum.“ Nýtur lífsins utandyra í fyrsta sinn á eigin forsendum.Ásgeir Helgi Þrastarson hjá Gústi Productions Kærulaust fífl á vegum úti Síðan í haust hefur Katrín Björk fengið að njóta lífsins á sinn eigin hátt. „Þá keypti ég mér hjól og get í kjölfarið í fyrsta sinn síðan ég veiktist farið ein út í náttúruna og notið lífsins á mínum hraða og forsendum. Það er bara ég sem stjórna því hvert ég fer og á hvaða hraða ég er. Þetta er svo ólíkt því að vera keyrð um í hjólastól úti. Þá verður mér alltaf svo kalt og á erfitt með að vera í samskiptum við fólkið sem er með mér. Ég elska að fá að vera á hjólinu, hvort sem það er ein með hugsunum mínum eða með öðru fólki. Alveg eins og þegar ég fór í hlaupatúrana mína áður en ég veiktist þá kvikna oft bestu hugmyndirnar mínar þegar ég er búin að reyna á mig og er orðin sveitt ein á hjólinu. Þó að fyrstu skiptin á hjólinu hafi ég verið mjög óörugg þóttist ég vera öryggið uppmálað. Innst inni var ég þó skíthrædd og alltaf að pæla í því hvar ég væri staðsett á götunni eða gangstéttinni. Í dag er ég orðin miklu öruggari og stundum líður mér eins og kærulausu fífli á vegum úti.“ Ekkert sem toppar þetta! Ásgeir Helgi Þrastarson hjá Gústi Productions Katrín Björk segir að þetta sé mjög hressandi tilfinning. „Það eru svo mikil forréttindi að fá að sjá náttúruna vakna eftir veturinn og vera hluti af henni. Það er svo magnað að sjá heiminn opnast beint fyrir framan augun á sér og finna fyrir árstíðaskiptunum og veðrabrigðunum. Að sjá trén laufgast og grasið grænka, að vera köld og blaut úti í rigningu og vindi eða svitna og finna fyrir hitanum í sólskini. Það er ekkert sem getur toppað það! Ég nýt þess að hjóla með vindinn í bakið og ber höfuðið hátt með alla mína lífsreynslu.“ Katrín Björk sagði sína sögu í þættinum Ísland í dag núna í vor og má sjá innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Hjólreiðar Tengdar fréttir Framtíðarvon: „Ég vaknaði degi of seint en ég mundi allt“ Katrín Björk Guðjónsdóttir var heilbrigð ung stúlka, hún var að læra fyrir klásuspróf í hjúkrunarfræði þegar lífið tók skyndilega u-beygju árið 2014 þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu og orsökin, séríslenskur erfðasjúkdómur sem lýsir sér þannig að hún ber stökkbreytt gen sem framleiðir gallað prótein sem veldur arfgengri heilablæðingu. 28. apríl 2021 10:30 Ljós við enda ganganna eftir tíu mánaða baráttu Síðasti dagur ársins 2020 í dag. „Sem betur fer,“ segja eflaust margir enda verður því seint lýst sem venjulegu ári. Samkomubann hefur verið í gildi síðustu níu mánuði eða svo og daglegt líf okkar allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir þar sem haustið reyndist afar erfitt. 31. desember 2020 09:00 „Þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa“ Skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig er að vera 25 ára í bataferli eftir þrjú heilablóðföll. 15. ágúst 2018 11:30 Segir nýja rannsókn líflínu fyrir sig Hin 26 ára gamla Katrín Björk Guðjónsdóttir hefur verið rétt líflína í baráttunni við séríslenskan erfðasjúkdóm sem veldur heilablæðingu hjá fólki á þrítugsaldri. 11. apríl 2019 13:21 „Við áfallið brotlentu þeir allir“ „Fyrir fimm árum síðan vaknaði ég einmitt þennan dag, þann 15. júní, heilum sólarhring of seint eftir að hafa fengið stórt heilaáfall sem var ekkert víst að ég myndi ná að lifa af,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir sem heldur úti bloggsíðu þar sem hún skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig það er að vera ung kona í bataferli eftir nokkur heilablóðföll. 15. júní 2020 10:30 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Óendanlega þakklát „Ég finn núna hvað litlu hlutirnir skipta miklu máli. Veröldin smækkar þegar maður er hverja stund við dauðans dyr. Hver einasta stund verður svo dýrmæt og hver andardráttur skiptir svo miklu meira máli en fréttir dagsins.“ Katrín Björk var 22 ára heilbrigð stúlka á leið í klásuspróf í hjúkrunarfræði þegar lífið tók skyndilega u-beygju árið 2014 þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu. Orsökin var séríslenskur erfðasjúkdómur. Þetta gjörbreytti hennar lífi og viðhorfi. „Lífið varð eins og dýrgripur sem ég þurfti að halda fast í svo ég myndi ekki missa hann. Ég lærði að kunna að meta hvert það skipti sem ég fékk að vakna, sjá litbrigði náttúrunnar og hlusta á hversdaginn ganga sinn vanagang. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessu lífi með öllum þeim tækifærum sem það færir manni, sigrum jafnt sem ósigrum.“ Nýtur lífsins utandyra í fyrsta sinn á eigin forsendum.Ásgeir Helgi Þrastarson hjá Gústi Productions Kærulaust fífl á vegum úti Síðan í haust hefur Katrín Björk fengið að njóta lífsins á sinn eigin hátt. „Þá keypti ég mér hjól og get í kjölfarið í fyrsta sinn síðan ég veiktist farið ein út í náttúruna og notið lífsins á mínum hraða og forsendum. Það er bara ég sem stjórna því hvert ég fer og á hvaða hraða ég er. Þetta er svo ólíkt því að vera keyrð um í hjólastól úti. Þá verður mér alltaf svo kalt og á erfitt með að vera í samskiptum við fólkið sem er með mér. Ég elska að fá að vera á hjólinu, hvort sem það er ein með hugsunum mínum eða með öðru fólki. Alveg eins og þegar ég fór í hlaupatúrana mína áður en ég veiktist þá kvikna oft bestu hugmyndirnar mínar þegar ég er búin að reyna á mig og er orðin sveitt ein á hjólinu. Þó að fyrstu skiptin á hjólinu hafi ég verið mjög óörugg þóttist ég vera öryggið uppmálað. Innst inni var ég þó skíthrædd og alltaf að pæla í því hvar ég væri staðsett á götunni eða gangstéttinni. Í dag er ég orðin miklu öruggari og stundum líður mér eins og kærulausu fífli á vegum úti.“ Ekkert sem toppar þetta! Ásgeir Helgi Þrastarson hjá Gústi Productions Katrín Björk segir að þetta sé mjög hressandi tilfinning. „Það eru svo mikil forréttindi að fá að sjá náttúruna vakna eftir veturinn og vera hluti af henni. Það er svo magnað að sjá heiminn opnast beint fyrir framan augun á sér og finna fyrir árstíðaskiptunum og veðrabrigðunum. Að sjá trén laufgast og grasið grænka, að vera köld og blaut úti í rigningu og vindi eða svitna og finna fyrir hitanum í sólskini. Það er ekkert sem getur toppað það! Ég nýt þess að hjóla með vindinn í bakið og ber höfuðið hátt með alla mína lífsreynslu.“ Katrín Björk sagði sína sögu í þættinum Ísland í dag núna í vor og má sjá innslagið í spilaranum hér fyrir neðan.
Hjólreiðar Tengdar fréttir Framtíðarvon: „Ég vaknaði degi of seint en ég mundi allt“ Katrín Björk Guðjónsdóttir var heilbrigð ung stúlka, hún var að læra fyrir klásuspróf í hjúkrunarfræði þegar lífið tók skyndilega u-beygju árið 2014 þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu og orsökin, séríslenskur erfðasjúkdómur sem lýsir sér þannig að hún ber stökkbreytt gen sem framleiðir gallað prótein sem veldur arfgengri heilablæðingu. 28. apríl 2021 10:30 Ljós við enda ganganna eftir tíu mánaða baráttu Síðasti dagur ársins 2020 í dag. „Sem betur fer,“ segja eflaust margir enda verður því seint lýst sem venjulegu ári. Samkomubann hefur verið í gildi síðustu níu mánuði eða svo og daglegt líf okkar allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir þar sem haustið reyndist afar erfitt. 31. desember 2020 09:00 „Þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa“ Skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig er að vera 25 ára í bataferli eftir þrjú heilablóðföll. 15. ágúst 2018 11:30 Segir nýja rannsókn líflínu fyrir sig Hin 26 ára gamla Katrín Björk Guðjónsdóttir hefur verið rétt líflína í baráttunni við séríslenskan erfðasjúkdóm sem veldur heilablæðingu hjá fólki á þrítugsaldri. 11. apríl 2019 13:21 „Við áfallið brotlentu þeir allir“ „Fyrir fimm árum síðan vaknaði ég einmitt þennan dag, þann 15. júní, heilum sólarhring of seint eftir að hafa fengið stórt heilaáfall sem var ekkert víst að ég myndi ná að lifa af,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir sem heldur úti bloggsíðu þar sem hún skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig það er að vera ung kona í bataferli eftir nokkur heilablóðföll. 15. júní 2020 10:30 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Framtíðarvon: „Ég vaknaði degi of seint en ég mundi allt“ Katrín Björk Guðjónsdóttir var heilbrigð ung stúlka, hún var að læra fyrir klásuspróf í hjúkrunarfræði þegar lífið tók skyndilega u-beygju árið 2014 þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu og orsökin, séríslenskur erfðasjúkdómur sem lýsir sér þannig að hún ber stökkbreytt gen sem framleiðir gallað prótein sem veldur arfgengri heilablæðingu. 28. apríl 2021 10:30
Ljós við enda ganganna eftir tíu mánaða baráttu Síðasti dagur ársins 2020 í dag. „Sem betur fer,“ segja eflaust margir enda verður því seint lýst sem venjulegu ári. Samkomubann hefur verið í gildi síðustu níu mánuði eða svo og daglegt líf okkar allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir þar sem haustið reyndist afar erfitt. 31. desember 2020 09:00
„Þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa“ Skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig er að vera 25 ára í bataferli eftir þrjú heilablóðföll. 15. ágúst 2018 11:30
Segir nýja rannsókn líflínu fyrir sig Hin 26 ára gamla Katrín Björk Guðjónsdóttir hefur verið rétt líflína í baráttunni við séríslenskan erfðasjúkdóm sem veldur heilablæðingu hjá fólki á þrítugsaldri. 11. apríl 2019 13:21
„Við áfallið brotlentu þeir allir“ „Fyrir fimm árum síðan vaknaði ég einmitt þennan dag, þann 15. júní, heilum sólarhring of seint eftir að hafa fengið stórt heilaáfall sem var ekkert víst að ég myndi ná að lifa af,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir sem heldur úti bloggsíðu þar sem hún skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig það er að vera ung kona í bataferli eftir nokkur heilablóðföll. 15. júní 2020 10:30