„Hef prófað að jarða tvo skoska varnarmenn og það er ekki auðvelt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2021 16:26 Patrik Schick hefur betur í baráttu við skoska varnarmenn og skallar boltann í netið. getty/Craig Williamson Patrik Schick var maður leiksins þegar Tékkland sigraði Skotland, 2-0, í D-riðli Evrópumótsins í dag. Schick skoraði bæði mörk Tékka, það fyrra með skalla og það síðara með stórkostlegu skoti rétt fyrir innan miðju. Kjartan Henry Finnbogason var hrifinn af tilburðum Schicks í fyrra markinu þegar hann skallaði boltann framhjá David Marshall í skoska markinu eftir fyrirgjöf frá Vladimír Coufal. „Þetta er ótrúlega vel gert. Þeir höfðu átt nokkrar hornspyrnur í röð, héldu alltaf pressunni og unnu boltann aftur. Hann veit að boltinn er að koma og getur tekið hlaupið því hann veit að hann er að fara að senda hann í fyrsta,“ sagði Kjartan Henry í EM í dag. „Það eru engar tilviljanir í þessu. Hann þarf að jarða tvo skoska varnarmenn. Ég hef prófað það og það er ekki auðvelt.“ Klippa: EM í dag - Umræða um Patrik Schick Annað mark Schicks var enn flottara en það fyrra og klárlega flottasta mark Evrópumótsins til þessa. „Þetta er ekki auðvelt en hann er greinilega með frábæran vinstri fót. Þetta er þvílíkur draumur fyrir þennan strák,“ sagði Kjartan Henry. Freyr Alexandersson hreifst mjög af frammistöðu Schicks í leiknum á Hampden Park í dag. „Hann heldur sér miðsvæðis, hann er á milli markstanganna, þannig að kantmennirnir vita hvar hann er,“ sagði Freyr. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt mark Schicks frá miðju Tékkneski framherjinn Patrik Schick skoraði mark Evrópumótsins til þessa í leiknum gegn Skotum á Hampden Park. 14. júní 2021 14:25 Schick gaf Tékkum draumabyrjun með stórkostlegum tilþrifum Patrik Schick skoraði bæði mörk Tékka í 2-0 sigri gegn Skotum, í Glasgow, í D-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Seinna markið var algjörlega stórkostlegt. 14. júní 2021 14:52 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason var hrifinn af tilburðum Schicks í fyrra markinu þegar hann skallaði boltann framhjá David Marshall í skoska markinu eftir fyrirgjöf frá Vladimír Coufal. „Þetta er ótrúlega vel gert. Þeir höfðu átt nokkrar hornspyrnur í röð, héldu alltaf pressunni og unnu boltann aftur. Hann veit að boltinn er að koma og getur tekið hlaupið því hann veit að hann er að fara að senda hann í fyrsta,“ sagði Kjartan Henry í EM í dag. „Það eru engar tilviljanir í þessu. Hann þarf að jarða tvo skoska varnarmenn. Ég hef prófað það og það er ekki auðvelt.“ Klippa: EM í dag - Umræða um Patrik Schick Annað mark Schicks var enn flottara en það fyrra og klárlega flottasta mark Evrópumótsins til þessa. „Þetta er ekki auðvelt en hann er greinilega með frábæran vinstri fót. Þetta er þvílíkur draumur fyrir þennan strák,“ sagði Kjartan Henry. Freyr Alexandersson hreifst mjög af frammistöðu Schicks í leiknum á Hampden Park í dag. „Hann heldur sér miðsvæðis, hann er á milli markstanganna, þannig að kantmennirnir vita hvar hann er,“ sagði Freyr. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt mark Schicks frá miðju Tékkneski framherjinn Patrik Schick skoraði mark Evrópumótsins til þessa í leiknum gegn Skotum á Hampden Park. 14. júní 2021 14:25 Schick gaf Tékkum draumabyrjun með stórkostlegum tilþrifum Patrik Schick skoraði bæði mörk Tékka í 2-0 sigri gegn Skotum, í Glasgow, í D-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Seinna markið var algjörlega stórkostlegt. 14. júní 2021 14:52 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Sjáðu stórkostlegt mark Schicks frá miðju Tékkneski framherjinn Patrik Schick skoraði mark Evrópumótsins til þessa í leiknum gegn Skotum á Hampden Park. 14. júní 2021 14:25
Schick gaf Tékkum draumabyrjun með stórkostlegum tilþrifum Patrik Schick skoraði bæði mörk Tékka í 2-0 sigri gegn Skotum, í Glasgow, í D-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Seinna markið var algjörlega stórkostlegt. 14. júní 2021 14:52